Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar 29. nóvember 2024 15:51 Hvað þýðir að leggja hjarta og sál í verkin? Fyrir okkur í Framsókn snýst það um að láta ekki aðeins orðin tala, heldur sýna í verki og með árangri hvað raunverulega skiptir máli. Nú er klukkan farin að tifa, og hægt er að fara að telja niður í klukkustundum þar til kjörstaðir opna. Þetta er jú enn ein pólitíska greinin sem birtist á miðlum ljósvakans um þessar mundir. En verandi móðir tveggja ungra barna veit ég betur en að lofa upp í ermina á mér og tala því kannski ekki nógu mikið um alla þá góðu hluti sem okkur í Framsókn langar sannarlega til að gera á komandi kjörtímabili. Hins vegar get ég ekki hætt að tala um þau góðu verk sem hafa þegar verið unnin í okkar ráðuneytum síðastliðin sjö ár. Við vitum að áhyggjur margra snúast um heilbrigðiskerfið, menntun barna og það að geta búið hér í sanngjörnu samfélagi við góð kjör. Verk okkar sýna að við skiljum þessi mál og höfum unnið að lausnum. „Verkin sýna manninn,“ segir málshátturinn, og við Framsóknarfólk höfum sannarlega sýnt hvað í okkur býr. Willum Þór, heilbrigðisráðherra, hefur til dæmis gert samninga um tannréttingar barna sem aldrei hefur verið gert áður, og það hefur leitt til þess að 1.000 fleiri börn fá nú þessa þjónustu en gerðu fyrir tilkomu samningsins. Verð á brjóstaskimunum lækkaði nýlega úr 6.000 krónum í 500 krónur, þökk sé Willum. Hann hefur mætt best allra ráðherra í atkvæðagreiðslur, eða í um 94% þeirra, og varið rúmum 27 klukkustundum í ræðustól (dræmasta mætingin er 66% og stysti ræðutíminn 9 klukkustundir til samanburðar). Ef ég færi að þylja upp öll hans góðu verk sem heilbrigðisráðherra, yrði þessi grein ansi löng. Þetta er hjarta og sál Framsóknar – vinnusemi, dugnaður og metnaður til að gera alltaf okkar besta. Þetta eru gildin sem hafa fylgt okkur frá rótum okkar í sveitinni, þar sem allir þurftu að leggja hönd á plóg og yfirstíga allar hindranir saman. Það er oft erfitt við Ísland að eiga; eyjan okkar getur verið harður húsbóndi, en með dugnaði, þrautseigju og seiglu byggðum við hér upp samfélag, hagkerfi, bæi og borg. Við þróuðumst örugglega hraðast allra þjóða í Evrópu – frá torfkofum í upphafi síðustu aldar og 100 árum síðar teljumst við vera það land þar sem hvað best þykir að búa. Framsóknarfólk vill vinna verkin. Við viljum halda áfram með það sem við höfum verið að gera. Við hugsum aðgerðir okkar til lengri tíma og tölum ekki fyrir töfralausnum. Við stöndum frammi fyrir krefjandi verkefnum, og við í Framsókn vitum að lausnin liggur í samvinnu, dugnaði og úthaldi. Við vitum að það þarf að sigla í gegnum þennan storm, og til þess þurfum við skynsamt og duglegt fólk sem hefur sýnt í verki að því er treystandi til þess. Við stöndum á tímamótum þar sem valið skiptir máli. Framsókn hefur sýnt að með hjarta og sál, dugnaði og skynsemi má byggja samfélag sem við öll getum verið stolt af. Við höfum unnið verkin og ætlum að halda áfram að leggja okkur fram – fyrir fjölskyldur landsins, fyrir framtíðina. Kjósum þá sem sýna í verki að þeim sé treystandi. Kjósum Framsókn – fyrir hjartað, fyrir sálina og fyrir samfélagið sem við viljum búa í. Höfundur er frambjóðandi í fimmta sæti á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Hvað þýðir að leggja hjarta og sál í verkin? Fyrir okkur í Framsókn snýst það um að láta ekki aðeins orðin tala, heldur sýna í verki og með árangri hvað raunverulega skiptir máli. Nú er klukkan farin að tifa, og hægt er að fara að telja niður í klukkustundum þar til kjörstaðir opna. Þetta er jú enn ein pólitíska greinin sem birtist á miðlum ljósvakans um þessar mundir. En verandi móðir tveggja ungra barna veit ég betur en að lofa upp í ermina á mér og tala því kannski ekki nógu mikið um alla þá góðu hluti sem okkur í Framsókn langar sannarlega til að gera á komandi kjörtímabili. Hins vegar get ég ekki hætt að tala um þau góðu verk sem hafa þegar verið unnin í okkar ráðuneytum síðastliðin sjö ár. Við vitum að áhyggjur margra snúast um heilbrigðiskerfið, menntun barna og það að geta búið hér í sanngjörnu samfélagi við góð kjör. Verk okkar sýna að við skiljum þessi mál og höfum unnið að lausnum. „Verkin sýna manninn,“ segir málshátturinn, og við Framsóknarfólk höfum sannarlega sýnt hvað í okkur býr. Willum Þór, heilbrigðisráðherra, hefur til dæmis gert samninga um tannréttingar barna sem aldrei hefur verið gert áður, og það hefur leitt til þess að 1.000 fleiri börn fá nú þessa þjónustu en gerðu fyrir tilkomu samningsins. Verð á brjóstaskimunum lækkaði nýlega úr 6.000 krónum í 500 krónur, þökk sé Willum. Hann hefur mætt best allra ráðherra í atkvæðagreiðslur, eða í um 94% þeirra, og varið rúmum 27 klukkustundum í ræðustól (dræmasta mætingin er 66% og stysti ræðutíminn 9 klukkustundir til samanburðar). Ef ég færi að þylja upp öll hans góðu verk sem heilbrigðisráðherra, yrði þessi grein ansi löng. Þetta er hjarta og sál Framsóknar – vinnusemi, dugnaður og metnaður til að gera alltaf okkar besta. Þetta eru gildin sem hafa fylgt okkur frá rótum okkar í sveitinni, þar sem allir þurftu að leggja hönd á plóg og yfirstíga allar hindranir saman. Það er oft erfitt við Ísland að eiga; eyjan okkar getur verið harður húsbóndi, en með dugnaði, þrautseigju og seiglu byggðum við hér upp samfélag, hagkerfi, bæi og borg. Við þróuðumst örugglega hraðast allra þjóða í Evrópu – frá torfkofum í upphafi síðustu aldar og 100 árum síðar teljumst við vera það land þar sem hvað best þykir að búa. Framsóknarfólk vill vinna verkin. Við viljum halda áfram með það sem við höfum verið að gera. Við hugsum aðgerðir okkar til lengri tíma og tölum ekki fyrir töfralausnum. Við stöndum frammi fyrir krefjandi verkefnum, og við í Framsókn vitum að lausnin liggur í samvinnu, dugnaði og úthaldi. Við vitum að það þarf að sigla í gegnum þennan storm, og til þess þurfum við skynsamt og duglegt fólk sem hefur sýnt í verki að því er treystandi til þess. Við stöndum á tímamótum þar sem valið skiptir máli. Framsókn hefur sýnt að með hjarta og sál, dugnaði og skynsemi má byggja samfélag sem við öll getum verið stolt af. Við höfum unnið verkin og ætlum að halda áfram að leggja okkur fram – fyrir fjölskyldur landsins, fyrir framtíðina. Kjósum þá sem sýna í verki að þeim sé treystandi. Kjósum Framsókn – fyrir hjartað, fyrir sálina og fyrir samfélagið sem við viljum búa í. Höfundur er frambjóðandi í fimmta sæti á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun