Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Samúel Karl Ólason skrifar 29. nóvember 2024 13:33 Emmanuel Macron og Mahamat Idriss Deby Itno, forseti Tjad í Frakklandi í október. AP/Aurelien Morissard Ríkisstjórn Tjad tilkynnti í gær að binda ætti enda á varnarsamstarf með Frakklandi og mun það væntanlega fela í sér brotthvarf franskra hermanna þaðan. Tjad er síðasta ríkið á Sahelsvæðinu þar sem Frakkar eru enn með viðveru, eftir að þeim var vísað frá Búrkína Fasó, Malí og Níger í kjölfar valdarána. Þetta var skömmu eftir að utanríkisráðherra Frakklands sótti Tjad heim. Sá fór einnig til Senegal en Bassirou Diomaye Faye, forseti þess ríkis, lýsti því einnig yfir í gær að Frakkar ættu að loka herstöðvum sínum í Senegal. Vera franskra hermanna í landinu færi gegn fullveldi þess. Faye vill samt ekki meina að með því vilji hann slíta tengsl Senegal og Frakklands, eins og fram kemur í frétt France24. Hann var kjörinn til embættis í mars og hét hann því að tryggja fullveldi landsins. Vilja fækka hermönnum á svæðinu Frakkar hafa um árabil verið með hermenn í Tjad, Gabon og Fílabeinsströndinni en undanfarið hefur átt sér stað umræða í Frakklandi um að draga úr umsvifum ríkisins þar. Um þúsund franskir hermenn eru í Tjad, með orrustuþotur og önnur hergögn. 🇹🇩🇫🇷 Le Tchad decide de mettre fin à l'accord de coopération en matière de défense avec la France.Communiqué du Gouvernement 👇 pic.twitter.com/YXeBjv2WZ4— Ambassade du Tchad en France (@Ambatchadparis) November 28, 2024 AFP fréttaveitan hefur eftir heimildarmönnum sínum að ráðamenn í Frakklandi hafi íhugað að fækka hermönnum í Senegal og Gabon úr um 350 í hundrað. Í Tjad hafi staðið til að fækka hermönnum úr um þúsund í þrjú hundrað og á Fílabeinsströndinni úr um sex hundrað í hundrað. Á undanförnum árum hafa herforingjastjórnir í Búrkína Fasó, Malí og Níger vísað frönskum og bandarískum hermönnum á brott og þess í stað bætt samskipti við Rússland og ráðið rússneska málaliða á vegum varnarmálaráðuneytis Rússlands. Öryggisástand þessara ríkja hefur síðan þá versnað töluvert og á það sérstaklega við Malí og Búrkína Fasó. Vígahópum hefur vaxið mjög ásmegin á öllu Sahel-svæðinu og víðar í Afríku. Líta meira til Rússlands Tjad hefur spilað stóra rullu í baráttunni gegn þessum vígahópum, sem bandalagsríki Vesturlanda en að undanförnu hefur ríkið færst nær Rússlandi, eins og fleiri ríki á svæðinu, samkvæmt frétt Reuters. Ríkisstjórn Tjad vísaði bandarískum sérsveitarmönnum úr landi fyrr á þessu ári en viðræður um endurkomu þeirra munu hafa átt sér stað á undanförnum mánuðum. Mahamat Deby Itno, forseti Tjad, tók völd eftir að faðir hans, sem stjórnað hafði landinu í rúma þrjá áratugi, var felldur í átökum við uppreisnarmenn árið 2021. AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum í málefnum Afríku að ákvörðun hans muni líklega reynast tækifæri fyrir Rússa, Tyrki og ráðamenn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum en þessi þrjú ríki hafa verið að auka umsvif sín á Sahelsvæðinu. Tjad Senegal Hryðjuverkastarfsemi Frakkland Hernaður Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Þetta var skömmu eftir að utanríkisráðherra Frakklands sótti Tjad heim. Sá fór einnig til Senegal en Bassirou Diomaye Faye, forseti þess ríkis, lýsti því einnig yfir í gær að Frakkar ættu að loka herstöðvum sínum í Senegal. Vera franskra hermanna í landinu færi gegn fullveldi þess. Faye vill samt ekki meina að með því vilji hann slíta tengsl Senegal og Frakklands, eins og fram kemur í frétt France24. Hann var kjörinn til embættis í mars og hét hann því að tryggja fullveldi landsins. Vilja fækka hermönnum á svæðinu Frakkar hafa um árabil verið með hermenn í Tjad, Gabon og Fílabeinsströndinni en undanfarið hefur átt sér stað umræða í Frakklandi um að draga úr umsvifum ríkisins þar. Um þúsund franskir hermenn eru í Tjad, með orrustuþotur og önnur hergögn. 🇹🇩🇫🇷 Le Tchad decide de mettre fin à l'accord de coopération en matière de défense avec la France.Communiqué du Gouvernement 👇 pic.twitter.com/YXeBjv2WZ4— Ambassade du Tchad en France (@Ambatchadparis) November 28, 2024 AFP fréttaveitan hefur eftir heimildarmönnum sínum að ráðamenn í Frakklandi hafi íhugað að fækka hermönnum í Senegal og Gabon úr um 350 í hundrað. Í Tjad hafi staðið til að fækka hermönnum úr um þúsund í þrjú hundrað og á Fílabeinsströndinni úr um sex hundrað í hundrað. Á undanförnum árum hafa herforingjastjórnir í Búrkína Fasó, Malí og Níger vísað frönskum og bandarískum hermönnum á brott og þess í stað bætt samskipti við Rússland og ráðið rússneska málaliða á vegum varnarmálaráðuneytis Rússlands. Öryggisástand þessara ríkja hefur síðan þá versnað töluvert og á það sérstaklega við Malí og Búrkína Fasó. Vígahópum hefur vaxið mjög ásmegin á öllu Sahel-svæðinu og víðar í Afríku. Líta meira til Rússlands Tjad hefur spilað stóra rullu í baráttunni gegn þessum vígahópum, sem bandalagsríki Vesturlanda en að undanförnu hefur ríkið færst nær Rússlandi, eins og fleiri ríki á svæðinu, samkvæmt frétt Reuters. Ríkisstjórn Tjad vísaði bandarískum sérsveitarmönnum úr landi fyrr á þessu ári en viðræður um endurkomu þeirra munu hafa átt sér stað á undanförnum mánuðum. Mahamat Deby Itno, forseti Tjad, tók völd eftir að faðir hans, sem stjórnað hafði landinu í rúma þrjá áratugi, var felldur í átökum við uppreisnarmenn árið 2021. AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum í málefnum Afríku að ákvörðun hans muni líklega reynast tækifæri fyrir Rússa, Tyrki og ráðamenn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum en þessi þrjú ríki hafa verið að auka umsvif sín á Sahelsvæðinu.
Tjad Senegal Hryðjuverkastarfsemi Frakkland Hernaður Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira