Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar 29. nóvember 2024 11:31 Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra (HVIN), sem einnig á sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins, notar stöðu sína í pólitískum tilgangi á síðustu dögum kosningabaráttunnar og snýr hlutunum á hvolf með svari sínu við grein um iðnnám. Eitt af því sem er rétt í grein HVIN er að hún hefur engu breytt varðandi kröfur iðnnáms hér á Íslandi.Breytingin sem hefur hins vegar átt sér stað er að helgarnámskeið í Austur-Evrópu er lagt að jöfnu við tveggja ára meistaraskóla hér á Íslandi. Málarekstur í þessu máli byrjaði löngu áður en ég var beðinn um að taka sæti á framboðslista. Ráðuneytið veit það vel. HVIN hefur vitað af málinu í nokkra mánuði án þess að bregðast við. Einnig er búið að kæra málið til HVIN. Grein ráðherra er fyrir neðan virðingu ráðherra og stjórnmálamanns að gefa í skyn að störf mín fyrir Félag pípulagningameistara séu í flokkspólitískum tilgangi. ENIC/NARIC, sem er í boði HVIN, tekur það skýrt fram að þau ætla ekki að taka mark á neikvæðri umsögn frá Iðunni fræðsluseturs þar sem skýrt er tekið fram að ekki sé hægt að bera að jöfnu tveggja ára nám í meistaraskóla hér á Íslandi vs. helgarnámskeið í Austur-Evrópu. Samtök iðnaðarins telja að þarna sé vegið að iðnnámi Íslendinga. Með þessu nær hugtakið inngilding nýjum hæðum hér á Íslandi við það að bjóða fólk velkomið inn í samfélagið á jafnræðisgrundvelli og í þessu tilfelli inn á vinnumarkaðinn þar sem íslenskum iðnaðarmönnum er mismunað sakir þjóðernis. Ef þetta fær að staðast geta nýútskrifaðir iðnsveinar á Íslandi gert þá kröfu að fá einnig afhent meistarabréf þó að þeir hafi ekki farið í meistaraskóla. Það má ekki mismuna iðnaðarmönnum á grundvelli þjóðernis.Iðnmenntað fólk frá Íslandi á heimtingu á að vita af hverju ráðherra iðnaðarmanna, HVIN, stendur ekki með sínu fólki og að farið sé að lögum í landinu. Kosningarnar á laugardaginn skipta miklu máli og að þeir sem fara með völdin í landinu standi með sínu fólki. Iðnaðarmenn koma til með að kjósa þann flokk sem stendur vörð um hagsmuni iðnaðarmanna sem eiga samleið með hagsmunum neytenda sem þiggja þjónustu iðnaðarmanna. Höfundur er formaður Félags pípulagningameistara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Sjá meira
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra (HVIN), sem einnig á sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins, notar stöðu sína í pólitískum tilgangi á síðustu dögum kosningabaráttunnar og snýr hlutunum á hvolf með svari sínu við grein um iðnnám. Eitt af því sem er rétt í grein HVIN er að hún hefur engu breytt varðandi kröfur iðnnáms hér á Íslandi.Breytingin sem hefur hins vegar átt sér stað er að helgarnámskeið í Austur-Evrópu er lagt að jöfnu við tveggja ára meistaraskóla hér á Íslandi. Málarekstur í þessu máli byrjaði löngu áður en ég var beðinn um að taka sæti á framboðslista. Ráðuneytið veit það vel. HVIN hefur vitað af málinu í nokkra mánuði án þess að bregðast við. Einnig er búið að kæra málið til HVIN. Grein ráðherra er fyrir neðan virðingu ráðherra og stjórnmálamanns að gefa í skyn að störf mín fyrir Félag pípulagningameistara séu í flokkspólitískum tilgangi. ENIC/NARIC, sem er í boði HVIN, tekur það skýrt fram að þau ætla ekki að taka mark á neikvæðri umsögn frá Iðunni fræðsluseturs þar sem skýrt er tekið fram að ekki sé hægt að bera að jöfnu tveggja ára nám í meistaraskóla hér á Íslandi vs. helgarnámskeið í Austur-Evrópu. Samtök iðnaðarins telja að þarna sé vegið að iðnnámi Íslendinga. Með þessu nær hugtakið inngilding nýjum hæðum hér á Íslandi við það að bjóða fólk velkomið inn í samfélagið á jafnræðisgrundvelli og í þessu tilfelli inn á vinnumarkaðinn þar sem íslenskum iðnaðarmönnum er mismunað sakir þjóðernis. Ef þetta fær að staðast geta nýútskrifaðir iðnsveinar á Íslandi gert þá kröfu að fá einnig afhent meistarabréf þó að þeir hafi ekki farið í meistaraskóla. Það má ekki mismuna iðnaðarmönnum á grundvelli þjóðernis.Iðnmenntað fólk frá Íslandi á heimtingu á að vita af hverju ráðherra iðnaðarmanna, HVIN, stendur ekki með sínu fólki og að farið sé að lögum í landinu. Kosningarnar á laugardaginn skipta miklu máli og að þeir sem fara með völdin í landinu standi með sínu fólki. Iðnaðarmenn koma til með að kjósa þann flokk sem stendur vörð um hagsmuni iðnaðarmanna sem eiga samleið með hagsmunum neytenda sem þiggja þjónustu iðnaðarmanna. Höfundur er formaður Félags pípulagningameistara.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar