Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar 29. nóvember 2024 10:02 Ríkisstjórn sundurlyndis og stöðnunar síðustu 7 ára er loksins farin frá. Óvinsælasta ríkisstjórn frá upphafi mælinga. Flestum er ljóst hvernig hún skildi við. Vextir í hæstum hæðum og í innviðaskuldir hvert sem litið er. Samgöngumál, orkumál, heilbrigðismál, menntamál og málefni barna- og ungmenna eru öll á talsvert verri stað nú en þegar ríkisstjórnin tók við. Kostulegt er að hlusta á kosningaloforð þessara flokka fyrir þessar kosningar nú í ljósi þess að þau höfðu sjö löng ár til að koma þeim hlutum í verk sem þeir lofa nú. Á morgun göngum við til kosninga sem geta skipt sköpum hvort stöðnun ríkir áfram eða hvort okkur Íslendingum tekst að snúa vörn í sókn og koma hreyfingu á hlutina. Já, það er kominn tími til breytinga. Við verðum ekki alltaf sammála í öllu og það er í lagi, það er eðli stjórnmála. En sameinumst um stóru málin. Okkar góða samfélag þarf á því að halda að hér sé mynduð sterk ríkisstjórn með sterkt umboð fremur en samsuðu margra flokka með útþynntum sáttmála byggður á endalausum málamiðlunum. Viðreisn hefur notið ánægjulegs meðbyrs í þeim fylgiskönnunum sem hafa verið birtar á síðastliðnum vikum. Viðreisn er líka sá stjórnmálaflokkur sem nýtur mests trausts þjóðarinnar samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Ég vona þegar að talið verði upp úr kjörkössunum hafi þjóðin sent skýr skilaboð um að hún treysti Viðreisn best til að mynda ríkisstjórn út frá miðjunni. Viðreisn er skýr valkostur til þess að verða að leiðandi afli í nýrri ríkisstjórn og tilbúin til að verða hreyfiafl góðra verka. Verka þar sem almannahagsmunir eru ofar sérhagsmunum, sem færa 115 milljarða árlega úr vaxtagreiðslum í uppbyggingu og taka á innviðaskuldum í samgöngumálum, orkumálum, heilbrigðismálum. Stefna Viðreisnar er skýr í þessum efnum og Viðreisn býr yfir mannauð og þekkingu til að koma hreyfingu á hlutina. Ef þú vilt trúverðugt og traust afl við stjórnvölinn til að ná árangri í ríkisfjármálum til hagsbóta fyrir almenning hvet ég þig, lesandi góður, til að kynna þér stefnu Viðreisnar og veita Viðreisn afgerandi stuðning í komandi kosningum. Breytum þessu! Höfundur er áhugamaður um bætt samfélag og situr í 7. sæti Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur Seyðfirðinga skrifar Skoðun Eldri borgarar í öndvegi/Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn sundurlyndis og stöðnunar síðustu 7 ára er loksins farin frá. Óvinsælasta ríkisstjórn frá upphafi mælinga. Flestum er ljóst hvernig hún skildi við. Vextir í hæstum hæðum og í innviðaskuldir hvert sem litið er. Samgöngumál, orkumál, heilbrigðismál, menntamál og málefni barna- og ungmenna eru öll á talsvert verri stað nú en þegar ríkisstjórnin tók við. Kostulegt er að hlusta á kosningaloforð þessara flokka fyrir þessar kosningar nú í ljósi þess að þau höfðu sjö löng ár til að koma þeim hlutum í verk sem þeir lofa nú. Á morgun göngum við til kosninga sem geta skipt sköpum hvort stöðnun ríkir áfram eða hvort okkur Íslendingum tekst að snúa vörn í sókn og koma hreyfingu á hlutina. Já, það er kominn tími til breytinga. Við verðum ekki alltaf sammála í öllu og það er í lagi, það er eðli stjórnmála. En sameinumst um stóru málin. Okkar góða samfélag þarf á því að halda að hér sé mynduð sterk ríkisstjórn með sterkt umboð fremur en samsuðu margra flokka með útþynntum sáttmála byggður á endalausum málamiðlunum. Viðreisn hefur notið ánægjulegs meðbyrs í þeim fylgiskönnunum sem hafa verið birtar á síðastliðnum vikum. Viðreisn er líka sá stjórnmálaflokkur sem nýtur mests trausts þjóðarinnar samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Ég vona þegar að talið verði upp úr kjörkössunum hafi þjóðin sent skýr skilaboð um að hún treysti Viðreisn best til að mynda ríkisstjórn út frá miðjunni. Viðreisn er skýr valkostur til þess að verða að leiðandi afli í nýrri ríkisstjórn og tilbúin til að verða hreyfiafl góðra verka. Verka þar sem almannahagsmunir eru ofar sérhagsmunum, sem færa 115 milljarða árlega úr vaxtagreiðslum í uppbyggingu og taka á innviðaskuldum í samgöngumálum, orkumálum, heilbrigðismálum. Stefna Viðreisnar er skýr í þessum efnum og Viðreisn býr yfir mannauð og þekkingu til að koma hreyfingu á hlutina. Ef þú vilt trúverðugt og traust afl við stjórnvölinn til að ná árangri í ríkisfjármálum til hagsbóta fyrir almenning hvet ég þig, lesandi góður, til að kynna þér stefnu Viðreisnar og veita Viðreisn afgerandi stuðning í komandi kosningum. Breytum þessu! Höfundur er áhugamaður um bætt samfélag og situr í 7. sæti Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar