Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar 29. nóvember 2024 10:02 Ríkisstjórn sundurlyndis og stöðnunar síðustu 7 ára er loksins farin frá. Óvinsælasta ríkisstjórn frá upphafi mælinga. Flestum er ljóst hvernig hún skildi við. Vextir í hæstum hæðum og í innviðaskuldir hvert sem litið er. Samgöngumál, orkumál, heilbrigðismál, menntamál og málefni barna- og ungmenna eru öll á talsvert verri stað nú en þegar ríkisstjórnin tók við. Kostulegt er að hlusta á kosningaloforð þessara flokka fyrir þessar kosningar nú í ljósi þess að þau höfðu sjö löng ár til að koma þeim hlutum í verk sem þeir lofa nú. Á morgun göngum við til kosninga sem geta skipt sköpum hvort stöðnun ríkir áfram eða hvort okkur Íslendingum tekst að snúa vörn í sókn og koma hreyfingu á hlutina. Já, það er kominn tími til breytinga. Við verðum ekki alltaf sammála í öllu og það er í lagi, það er eðli stjórnmála. En sameinumst um stóru málin. Okkar góða samfélag þarf á því að halda að hér sé mynduð sterk ríkisstjórn með sterkt umboð fremur en samsuðu margra flokka með útþynntum sáttmála byggður á endalausum málamiðlunum. Viðreisn hefur notið ánægjulegs meðbyrs í þeim fylgiskönnunum sem hafa verið birtar á síðastliðnum vikum. Viðreisn er líka sá stjórnmálaflokkur sem nýtur mests trausts þjóðarinnar samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Ég vona þegar að talið verði upp úr kjörkössunum hafi þjóðin sent skýr skilaboð um að hún treysti Viðreisn best til að mynda ríkisstjórn út frá miðjunni. Viðreisn er skýr valkostur til þess að verða að leiðandi afli í nýrri ríkisstjórn og tilbúin til að verða hreyfiafl góðra verka. Verka þar sem almannahagsmunir eru ofar sérhagsmunum, sem færa 115 milljarða árlega úr vaxtagreiðslum í uppbyggingu og taka á innviðaskuldum í samgöngumálum, orkumálum, heilbrigðismálum. Stefna Viðreisnar er skýr í þessum efnum og Viðreisn býr yfir mannauð og þekkingu til að koma hreyfingu á hlutina. Ef þú vilt trúverðugt og traust afl við stjórnvölinn til að ná árangri í ríkisfjármálum til hagsbóta fyrir almenning hvet ég þig, lesandi góður, til að kynna þér stefnu Viðreisnar og veita Viðreisn afgerandi stuðning í komandi kosningum. Breytum þessu! Höfundur er áhugamaður um bætt samfélag og situr í 7. sæti Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn sundurlyndis og stöðnunar síðustu 7 ára er loksins farin frá. Óvinsælasta ríkisstjórn frá upphafi mælinga. Flestum er ljóst hvernig hún skildi við. Vextir í hæstum hæðum og í innviðaskuldir hvert sem litið er. Samgöngumál, orkumál, heilbrigðismál, menntamál og málefni barna- og ungmenna eru öll á talsvert verri stað nú en þegar ríkisstjórnin tók við. Kostulegt er að hlusta á kosningaloforð þessara flokka fyrir þessar kosningar nú í ljósi þess að þau höfðu sjö löng ár til að koma þeim hlutum í verk sem þeir lofa nú. Á morgun göngum við til kosninga sem geta skipt sköpum hvort stöðnun ríkir áfram eða hvort okkur Íslendingum tekst að snúa vörn í sókn og koma hreyfingu á hlutina. Já, það er kominn tími til breytinga. Við verðum ekki alltaf sammála í öllu og það er í lagi, það er eðli stjórnmála. En sameinumst um stóru málin. Okkar góða samfélag þarf á því að halda að hér sé mynduð sterk ríkisstjórn með sterkt umboð fremur en samsuðu margra flokka með útþynntum sáttmála byggður á endalausum málamiðlunum. Viðreisn hefur notið ánægjulegs meðbyrs í þeim fylgiskönnunum sem hafa verið birtar á síðastliðnum vikum. Viðreisn er líka sá stjórnmálaflokkur sem nýtur mests trausts þjóðarinnar samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Ég vona þegar að talið verði upp úr kjörkössunum hafi þjóðin sent skýr skilaboð um að hún treysti Viðreisn best til að mynda ríkisstjórn út frá miðjunni. Viðreisn er skýr valkostur til þess að verða að leiðandi afli í nýrri ríkisstjórn og tilbúin til að verða hreyfiafl góðra verka. Verka þar sem almannahagsmunir eru ofar sérhagsmunum, sem færa 115 milljarða árlega úr vaxtagreiðslum í uppbyggingu og taka á innviðaskuldum í samgöngumálum, orkumálum, heilbrigðismálum. Stefna Viðreisnar er skýr í þessum efnum og Viðreisn býr yfir mannauð og þekkingu til að koma hreyfingu á hlutina. Ef þú vilt trúverðugt og traust afl við stjórnvölinn til að ná árangri í ríkisfjármálum til hagsbóta fyrir almenning hvet ég þig, lesandi góður, til að kynna þér stefnu Viðreisnar og veita Viðreisn afgerandi stuðning í komandi kosningum. Breytum þessu! Höfundur er áhugamaður um bætt samfélag og situr í 7. sæti Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun