„Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. nóvember 2024 21:14 Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, spurði hvort að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gæti fengið sinn eiginn þátt? vísir/vilhelm Leiðtogum stjórnmálaflokkanna varð heitt í hamsi þegar að þeir ræddu húsnæðismarkaðinn, lóðaframboð og aðkomu ríkisins að uppbyggingu í kappræðum flokksleiðtoganna í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld. „Þú ert kominn út um víðan völl Sigmundur,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokkinn eftir langa ræðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þar sem hann gagnrýndi stefnu síðustu ríkisstjórnar. Nóg var um innskot og frammíköll á meðan að leiðtogar flokkanna ræddu sínar lausnir og hugmyndir til að vinna bug á húsnæðisvandanum hér á landi. Sjá má hluta umræðunnar í spilaranum hér að neðan. Eru borgarstjórnarkosningar í gangi? Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hóf umræðuna um húsnæðismálin og sagði það stærstu mistök stjórnvalda í húsnæðiskerfinu að hafa lagt niður verkamannabústaðakerfið um aldamótin. „Þá var farið í auknum mæli þá að leið að hjálpa fólki að skuldsetja sig, í samkeppni um sömu íbúðir.“ Hún tók jafnframt fram að mikilvægt væri fyrir ríkið að koma í veg fyrir lóðabrask og að fjárfestar og fólk sæti of lengi á ónotuðum lóðum. Mikilvægt væri að veita almenna markaðnum aðhald og halda Airbnb í skefjum. Sterkt og öflugt óhagnaðardrifið kerfi verndi restina af markaðnum. Bjarni Benediktsson og Kristrún Frostadóttir áttu í orðaskaki.vísir/vilhelm Bjarni sagðist geta tekið undir að það verði að huga að félagslega enda kerfisins. Eigið fé hafi safnast upp hjá félögum sem reki íbúðirnar umfram það sem hóflegt sé til dæmis hjá félagsbústöðum. Þá segir hann húsnæðisvandann eiga rót sína að rekja til Reykjavíkurborgar þar sem lítið hafi verið byggt undanfarin ár. Svæðisskipulagið hafi ekki virkað. Kristrún greip þá inn í og tók upp hanskan fyrir Reykjavík og tók fram að mest af óhagnaðardrifnu húsnæði á landinu sé í Reykjavík. Þá urðu orðaskipti hjá Kristrúnu og Bjarna þar sem Bjarni tók ítrekað fram að dýrustu lóðirnar væru í Reykjavík. Þau töluðu ofan í hvort annað í um mínútu á meðan þessu stóð. Þá skaut Svandís Svavarsdóttir inn í og spurði hvort að borgarstjórnarkosningar væru í gangi. „Nei bíddu þú varst farinn þá“ Orðaskakið hélt áfram og var Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fljótur að grípa orðið og spurði hvort fólk vildi heyra lausnina við þessu öllu saman. Þá hélt Sigurður eldræðu um að mikilvægt sé að setja fram nægilegt magn af húsnæði í einum heildar pakka. „Reykjavíkurborg er að fara að úthluta 360 íbúðum í Úlfarsárdal. Það eru komnar íbúðir á Kjalarnesi. Það eru 800 íbúðir komnar á Ásbrú, við eigum fleiri lendur hingað og þangað. Þetta gerum við framboðsmegin.“ Sigurður átti þó orðið ekki um langa hríð og stökk Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, næst á tækifærið að tjá sig og sagði orðræðu Sigurðar slá út fyrrum kosningaloforð Framsóknarflokksins. Þorgerður sló á létta strengi á milli Sigmundar og Sigurðar.vísir/vilhelm „Hvernig fór með svissnesku leiðinni? Man einhver eftir henni?“ spurði Sigmundur og beindi spurningunni að Sigurði Inga. „Hún er til. Það er séreignarsparnaður, manstu ekki eftir henni? Nei bíddu þú varst farinn þá. Ég man það núna,“ sagði Sigurður. Þorgeður Katrín Gunnarsdóttir grínaðist þá með það að skipta um pláss við Sigurð svo að hann og Sigmundur gætu útkljáð sín mál. „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Þá skiptust Sigurður og Sigmundur á að tjá sig um nokkra tíð, þar sem Sigmundur skaut föstum skotum að ríkisstjórninni og Sigmundur tók upp hanskann fyrir störfum sínum í fjármálaráðuneytinu. Sigmudnur sagði þá ríkisstjórnina ekki byggja nóg og að framkvæmdir hennar í vegakerfinu væru í ruglinu. Þá brást Bjarni við og tók við orðaskak á milli þeirra um vegaframkvæmd. „Þú ert kominn út um víðan völl Sigmundur,“ sagði Bjarni þá. Sigmundur hélt þó máli sínu áfram þangað til að Svandís beið um orðið og spurði: „Ég held að Sigmundur sé búinn að messa hérna alveg ágætlega ef að ég má, ef að ég má, ef að ég má .. Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann? Nei, allt í lagi,“ sagði hún og lýsti síðan stefnu Vinstri grænna og mikilvægi þess að húsnæðismarkaðurinn verði lagaður fyrir ungt fólk. Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Sjá meira
„Þú ert kominn út um víðan völl Sigmundur,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokkinn eftir langa ræðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þar sem hann gagnrýndi stefnu síðustu ríkisstjórnar. Nóg var um innskot og frammíköll á meðan að leiðtogar flokkanna ræddu sínar lausnir og hugmyndir til að vinna bug á húsnæðisvandanum hér á landi. Sjá má hluta umræðunnar í spilaranum hér að neðan. Eru borgarstjórnarkosningar í gangi? Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hóf umræðuna um húsnæðismálin og sagði það stærstu mistök stjórnvalda í húsnæðiskerfinu að hafa lagt niður verkamannabústaðakerfið um aldamótin. „Þá var farið í auknum mæli þá að leið að hjálpa fólki að skuldsetja sig, í samkeppni um sömu íbúðir.“ Hún tók jafnframt fram að mikilvægt væri fyrir ríkið að koma í veg fyrir lóðabrask og að fjárfestar og fólk sæti of lengi á ónotuðum lóðum. Mikilvægt væri að veita almenna markaðnum aðhald og halda Airbnb í skefjum. Sterkt og öflugt óhagnaðardrifið kerfi verndi restina af markaðnum. Bjarni Benediktsson og Kristrún Frostadóttir áttu í orðaskaki.vísir/vilhelm Bjarni sagðist geta tekið undir að það verði að huga að félagslega enda kerfisins. Eigið fé hafi safnast upp hjá félögum sem reki íbúðirnar umfram það sem hóflegt sé til dæmis hjá félagsbústöðum. Þá segir hann húsnæðisvandann eiga rót sína að rekja til Reykjavíkurborgar þar sem lítið hafi verið byggt undanfarin ár. Svæðisskipulagið hafi ekki virkað. Kristrún greip þá inn í og tók upp hanskan fyrir Reykjavík og tók fram að mest af óhagnaðardrifnu húsnæði á landinu sé í Reykjavík. Þá urðu orðaskipti hjá Kristrúnu og Bjarna þar sem Bjarni tók ítrekað fram að dýrustu lóðirnar væru í Reykjavík. Þau töluðu ofan í hvort annað í um mínútu á meðan þessu stóð. Þá skaut Svandís Svavarsdóttir inn í og spurði hvort að borgarstjórnarkosningar væru í gangi. „Nei bíddu þú varst farinn þá“ Orðaskakið hélt áfram og var Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fljótur að grípa orðið og spurði hvort fólk vildi heyra lausnina við þessu öllu saman. Þá hélt Sigurður eldræðu um að mikilvægt sé að setja fram nægilegt magn af húsnæði í einum heildar pakka. „Reykjavíkurborg er að fara að úthluta 360 íbúðum í Úlfarsárdal. Það eru komnar íbúðir á Kjalarnesi. Það eru 800 íbúðir komnar á Ásbrú, við eigum fleiri lendur hingað og þangað. Þetta gerum við framboðsmegin.“ Sigurður átti þó orðið ekki um langa hríð og stökk Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, næst á tækifærið að tjá sig og sagði orðræðu Sigurðar slá út fyrrum kosningaloforð Framsóknarflokksins. Þorgerður sló á létta strengi á milli Sigmundar og Sigurðar.vísir/vilhelm „Hvernig fór með svissnesku leiðinni? Man einhver eftir henni?“ spurði Sigmundur og beindi spurningunni að Sigurði Inga. „Hún er til. Það er séreignarsparnaður, manstu ekki eftir henni? Nei bíddu þú varst farinn þá. Ég man það núna,“ sagði Sigurður. Þorgeður Katrín Gunnarsdóttir grínaðist þá með það að skipta um pláss við Sigurð svo að hann og Sigmundur gætu útkljáð sín mál. „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Þá skiptust Sigurður og Sigmundur á að tjá sig um nokkra tíð, þar sem Sigmundur skaut föstum skotum að ríkisstjórninni og Sigmundur tók upp hanskann fyrir störfum sínum í fjármálaráðuneytinu. Sigmudnur sagði þá ríkisstjórnina ekki byggja nóg og að framkvæmdir hennar í vegakerfinu væru í ruglinu. Þá brást Bjarni við og tók við orðaskak á milli þeirra um vegaframkvæmd. „Þú ert kominn út um víðan völl Sigmundur,“ sagði Bjarni þá. Sigmundur hélt þó máli sínu áfram þangað til að Svandís beið um orðið og spurði: „Ég held að Sigmundur sé búinn að messa hérna alveg ágætlega ef að ég má, ef að ég má, ef að ég má .. Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann? Nei, allt í lagi,“ sagði hún og lýsti síðan stefnu Vinstri grænna og mikilvægi þess að húsnæðismarkaðurinn verði lagaður fyrir ungt fólk.
Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Sjá meira