XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar 29. nóvember 2024 09:12 Samfélag sem setur börnin sín í forgang leggur traustan grunn að farsæld og jöfnuði fyrir komandi kynslóðir. Á síðustu árum hefur Framsókn leitt umfangsmiklar umbætur í þágu barna og fjölskyldna, undir forystu mennta- og barnamálaráðherra. Þessi aðgerðir hafa gjörbreytt þjónustu og þegar sýnt fram á raunverulegan árangur. Börnin eru mikilvægasta fjárfestingin Líðan barna og ungmenna er einhver mikilvægasti spegill samfélagsins. Þess vegna höfum við forgangsraðað því að efla stuðning við börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra, bæði innan skólakerfisins og utan. Aðgerðir á borð við innleiðingu farsældarlaganna hafa breytt umgjörð stuðningsþjónustu, þar sem börn og fjölskyldur eiga nú rétt á sérstökum tengilið og auknu aðgengi að nauðsynlegri þjónustu. Við höfum einnig innleitt gjaldfrjálsar skólamáltíðir, fjárfest í íþrótta- og frístundastarfi til að tryggja jöfn tækifæri fyrir börn til þátttöku óháð efnahag, lengt fæðingarorlof úr 9 í 12 mánuði og hækkað hámarksgreiðslur. Árangur sem skilar sér í betri lífsgæðum Markviss vinna síðustu ára hefur þegar skilað sér í bættri líðan barna. Andleg heilsa hefur batnað, kvíði minnkað og einelti farið minnkandi. Fjölskyldur finna nú fyrir meiri samfellu í þjónustu, sem auðveldar þeim að takast á við áskoranir. Þetta eru ekki bara tölfræðileg gögn – heldur upplýsingar sem endurspegla raunverulegar breytingar er hafa áhrif á daglegt líf fólks. Framtíðin er í okkar höndum Þrátt fyrir árangur er ljóst að verkefnið er langt frá því að vera lokið. Á næstu árum ætlum við í Framsókn að leggja ríka áherslu á að útrýma biðlistum eftir greiningu og stuðningi með innleiðingu sérstakrar þjónustutryggingar. Skilgreindur verður hámarksbiðtími eftir þjónustu- og greiningarúrræðum, ef ríkið uppfyllir ekki þjónustu að þeim tíma liðnum, færist úrlausnarefnið til einkaaðila. Einnig viljum við gera námsgögn gjaldfrjáls fyrir öll skólastig, tryggja öllum börnum þátttöku í íþróttum og frístundastarfi óháð efnahag og lengja fæðingarorlof í 18 mánuði.Það er ljóst að breytingar sem þessar krefjast staðfestu og skýrrar framtíðarsýnar. En ef við vinnum saman að því að byggja upp samfélag þar sem öll börn fá jöfn tækifæri, þá er framtíðin björt.Ég er tilbúin að leggja mig alla fram á þessari vegferð og treysti á stuðning ykkar, setjum X við B á laugardaginn.Höfundur er í öðru sæti fyrir Framsókn í Reykjavík Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Samfélag sem setur börnin sín í forgang leggur traustan grunn að farsæld og jöfnuði fyrir komandi kynslóðir. Á síðustu árum hefur Framsókn leitt umfangsmiklar umbætur í þágu barna og fjölskyldna, undir forystu mennta- og barnamálaráðherra. Þessi aðgerðir hafa gjörbreytt þjónustu og þegar sýnt fram á raunverulegan árangur. Börnin eru mikilvægasta fjárfestingin Líðan barna og ungmenna er einhver mikilvægasti spegill samfélagsins. Þess vegna höfum við forgangsraðað því að efla stuðning við börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra, bæði innan skólakerfisins og utan. Aðgerðir á borð við innleiðingu farsældarlaganna hafa breytt umgjörð stuðningsþjónustu, þar sem börn og fjölskyldur eiga nú rétt á sérstökum tengilið og auknu aðgengi að nauðsynlegri þjónustu. Við höfum einnig innleitt gjaldfrjálsar skólamáltíðir, fjárfest í íþrótta- og frístundastarfi til að tryggja jöfn tækifæri fyrir börn til þátttöku óháð efnahag, lengt fæðingarorlof úr 9 í 12 mánuði og hækkað hámarksgreiðslur. Árangur sem skilar sér í betri lífsgæðum Markviss vinna síðustu ára hefur þegar skilað sér í bættri líðan barna. Andleg heilsa hefur batnað, kvíði minnkað og einelti farið minnkandi. Fjölskyldur finna nú fyrir meiri samfellu í þjónustu, sem auðveldar þeim að takast á við áskoranir. Þetta eru ekki bara tölfræðileg gögn – heldur upplýsingar sem endurspegla raunverulegar breytingar er hafa áhrif á daglegt líf fólks. Framtíðin er í okkar höndum Þrátt fyrir árangur er ljóst að verkefnið er langt frá því að vera lokið. Á næstu árum ætlum við í Framsókn að leggja ríka áherslu á að útrýma biðlistum eftir greiningu og stuðningi með innleiðingu sérstakrar þjónustutryggingar. Skilgreindur verður hámarksbiðtími eftir þjónustu- og greiningarúrræðum, ef ríkið uppfyllir ekki þjónustu að þeim tíma liðnum, færist úrlausnarefnið til einkaaðila. Einnig viljum við gera námsgögn gjaldfrjáls fyrir öll skólastig, tryggja öllum börnum þátttöku í íþróttum og frístundastarfi óháð efnahag og lengja fæðingarorlof í 18 mánuði.Það er ljóst að breytingar sem þessar krefjast staðfestu og skýrrar framtíðarsýnar. En ef við vinnum saman að því að byggja upp samfélag þar sem öll börn fá jöfn tækifæri, þá er framtíðin björt.Ég er tilbúin að leggja mig alla fram á þessari vegferð og treysti á stuðning ykkar, setjum X við B á laugardaginn.Höfundur er í öðru sæti fyrir Framsókn í Reykjavík Norður.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun