Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar 28. nóvember 2024 19:43 Enn sem komið gengur ekki að leiða til lykta kjaraviðræður hins opinbera og kennarasambandsins. Aðdragandinn hefur verið langur og rétt í þessu var hent í eitt stykki fjölmiðlabann á línuna. Umfjöllun hefur verið margvísleg en rekstrarhagkvæmni skólakerfisins hefur verið í deiglunni, sem og kennarastarfið. Allavega er altalað hvað þetta sé nú allt of kostnaðarsamt og standi ekki undir væntingum verkkaupa. Það er rétt að samfélagið tapar á því að kennarar séu í verkfalli. Afleiddar afleiðingar eru til að mynda þær að foreldrar geta þá ekki mætt til vinnu því þau þurfa að vera heima að sinna börnunum. Það er auðvitað ósanngjarnt, en hefur einhver heyrt af kjarabaráttu þar sem passað var sérstaklega upp á hún hefði engin áhrif? Rof á þjónustu á að hafa áhrif. Til þess er leikurinn gerður. Nútímasamfélagsgerð gerir líka miklar kröfur um þjónustu. Þar er skólakerfið enginn eftirbátur. Fólk verður samt að átta sig á því að aukin þjónusta kostar meira. Þess vegna er hærra verð greitt fyrir matinn á Strikinu en á Grill 66. En sökum þess að peningurinn kemur úr vösum almennings í formi skatta, virðist verða einhver aftenging við fjármagnið. Þú veist að þetta kostar, en þér líður ekki endilega eins og þú sért að borga. Og þá tengir þú ekki við hvað kostnaðurinn felur í sér eða hvernig á að draga úr honum. Það væri hægt að hætta niðurgreiðslu námsgagna og skólamáltíða flatt á línuna og tekjutengja skilyrði niðurgreiðslunna. En er fólk til í það? Samkvæmt síðustu sveitastjórnarkosningum þá er það ekki raunin. Viljum við spara með því að minnka vægi dýrasta námsins. Síðast þegar ég gáði voru list- og verkgreinar frekastar á aðföng, mannafla og húsnæði. En var ekki breið samstaða um að auka framboð og vægi list-og verkgreina? Viljum við spara þar? Ætti að spara með því að leggja einungis áherslu á bóknám, sem er lang ódýrast. Þess vegna moka háskólarnir árlega út fleiri hundruðum hundruðum lögfræðinga, sálfræðinga og viðskiptafræðinga á hverri önn. Mögulega er það upprunalega forsenda þess að iðnnám átti undir högg að sækja. Skammtíma sparnaður. Það væri líka hægt að spara með því að leggja niður Skóla án aðgreiningar, því honum fylgir mikið þjónustustig en ekki endilega aðföng eða fjármagn. Því það kostar að koma til móts við alla, á öllum snertiflötum menntunar. En langar einhverjum að spara með því að úthýsa nemendum með sérþarfir? Það kostar þó sennilega mest að halda ekki í hæft starfsfólk. Samkeppnishæf laun, starfsumhverfi og hvatakerfi er ekki til staðar, sem er ámælisvert. Það myndi tækla starfsmannaveltu, sem er kostnaðarsöm. Hæfara starfsfólk skilar meira framleiðni heldur en hinn almenni bolur. Og er það ekki það sem við viljum? Því það kostar. Hugsjónin færir fjöll, en ekki að eilífu. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Davíð Már Sigurðsson Mest lesið Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Enn sem komið gengur ekki að leiða til lykta kjaraviðræður hins opinbera og kennarasambandsins. Aðdragandinn hefur verið langur og rétt í þessu var hent í eitt stykki fjölmiðlabann á línuna. Umfjöllun hefur verið margvísleg en rekstrarhagkvæmni skólakerfisins hefur verið í deiglunni, sem og kennarastarfið. Allavega er altalað hvað þetta sé nú allt of kostnaðarsamt og standi ekki undir væntingum verkkaupa. Það er rétt að samfélagið tapar á því að kennarar séu í verkfalli. Afleiddar afleiðingar eru til að mynda þær að foreldrar geta þá ekki mætt til vinnu því þau þurfa að vera heima að sinna börnunum. Það er auðvitað ósanngjarnt, en hefur einhver heyrt af kjarabaráttu þar sem passað var sérstaklega upp á hún hefði engin áhrif? Rof á þjónustu á að hafa áhrif. Til þess er leikurinn gerður. Nútímasamfélagsgerð gerir líka miklar kröfur um þjónustu. Þar er skólakerfið enginn eftirbátur. Fólk verður samt að átta sig á því að aukin þjónusta kostar meira. Þess vegna er hærra verð greitt fyrir matinn á Strikinu en á Grill 66. En sökum þess að peningurinn kemur úr vösum almennings í formi skatta, virðist verða einhver aftenging við fjármagnið. Þú veist að þetta kostar, en þér líður ekki endilega eins og þú sért að borga. Og þá tengir þú ekki við hvað kostnaðurinn felur í sér eða hvernig á að draga úr honum. Það væri hægt að hætta niðurgreiðslu námsgagna og skólamáltíða flatt á línuna og tekjutengja skilyrði niðurgreiðslunna. En er fólk til í það? Samkvæmt síðustu sveitastjórnarkosningum þá er það ekki raunin. Viljum við spara með því að minnka vægi dýrasta námsins. Síðast þegar ég gáði voru list- og verkgreinar frekastar á aðföng, mannafla og húsnæði. En var ekki breið samstaða um að auka framboð og vægi list-og verkgreina? Viljum við spara þar? Ætti að spara með því að leggja einungis áherslu á bóknám, sem er lang ódýrast. Þess vegna moka háskólarnir árlega út fleiri hundruðum hundruðum lögfræðinga, sálfræðinga og viðskiptafræðinga á hverri önn. Mögulega er það upprunalega forsenda þess að iðnnám átti undir högg að sækja. Skammtíma sparnaður. Það væri líka hægt að spara með því að leggja niður Skóla án aðgreiningar, því honum fylgir mikið þjónustustig en ekki endilega aðföng eða fjármagn. Því það kostar að koma til móts við alla, á öllum snertiflötum menntunar. En langar einhverjum að spara með því að úthýsa nemendum með sérþarfir? Það kostar þó sennilega mest að halda ekki í hæft starfsfólk. Samkeppnishæf laun, starfsumhverfi og hvatakerfi er ekki til staðar, sem er ámælisvert. Það myndi tækla starfsmannaveltu, sem er kostnaðarsöm. Hæfara starfsfólk skilar meira framleiðni heldur en hinn almenni bolur. Og er það ekki það sem við viljum? Því það kostar. Hugsjónin færir fjöll, en ekki að eilífu. Höfundur er kennari.
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun