Steindi, Elliði og Bárður eru í Hrútaskránni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. desember 2024 21:10 Hrútaskráin er eitt allra vinsælasta rit sauðfjárbænda og annarra, sem áhuga hafa á íslensku sauðkindinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Jólabókin í ár hjá sauðfjárbændum og áhugafólki um íslensku sauðkindina er nú komin út, en það er Hrútaskráin þar sem allir bestu og flottustu hrútar landsins eru kynntir í máli og myndum. Fengitíminn er nú að byrja og því mikið fjör fram undan í fjárhúsum landsins og á sæðingarstöðvum sauðfjárræktarinnar. Í nýju Hrútaskránni er kynning á um 50 bestu og glæsilegustu hrútum landsins, sem verða notaðir á sauðfjársæðingastöðvunum á Vesturlandi og Suðurlandi, meðal annars 35 nýir lambhrútar. Nýlega var haldin fjölmennur fundur í félagsheimilinu Þingborg í Flóahreppi þar sem hrútarnir í nýju hrútaskránni voru kynntir en skráin er allt mjög vinsæl hjá bændum og búaliði. „Þetta er náttúrulega aðalbók ársins, hún er loksins komin út. Eins og manni finnst nú mjög oft þá finnst mér það allavega núna að þetta hafi aldrei verið glæsilegri floti en í ár, en hann er svolítið öðruvísi samansettur miðað við síðustu ár. Við höfum aldrei verið með svona mikið af lambhrútum,” segir Eyþór Einarsson, sauðfjárræktarráðunautur hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins (RML). Fjölmargir mættu á fundinn í Þingborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eyþór segir að allir nýju hrútarnir beri verndandi arfgerð gegn riðu, sem sé mjög mikilvægt atriði og hann segir að allir hrútarnir í skránni hafi þurft að standast stífar kröfur til að verða teknir inn á sæðingarstöðvarnar. Eyþór Einarsson, sauðfjárræktarráðunautur hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins, sem kynnti nýju Hrútaskrána á fundinum í Þingborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað með liti, eru bændur mikið að spá í þá, liti á hrútum og lömbum eða hvað? „Já, já, okkur ber skylda til þess að viðhalda þessari mögnuðu litaflóru, sem við höfum og það eru nokkrir þarna vel skrautlegir. Golsótti liturinn fær til dæmis góða útbreiðslu núna,” segir Eyþór. Eyþór segist finna fyrir mikilli bjartsýni í sauðfjárræktinni um þessar mundir og miklu meiri en hefur verið síðustu ár. Ein af glærunum á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þetta er greinilega jólabókin í ár eða hvað? „Þetta er jólabókin í ár og hefur verið frá því að Hrútaskráin fór að koma út og hún er ekkert að tapa vinsældum, það er alveg ljóst.” Svo er alltaf gaman að sjá hvað hrútarnir í skránni heita. Hér er til dæmis hrúturinn Steindi, svo er það Elliði, sem er hvítur, Bárður er dökkgrár og kollóttur, Bónus er kollóttur og svartur og svo er það Kálormur, sem er hvítur, vel hyrndur og með rákir í hornum. Gagnlegar upplýsingar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrúturinn Steindi, sem verður meðal annars notaður á sæðingarstöðvunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flóahreppur Sauðfé Landbúnaður Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Sjá meira
Í nýju Hrútaskránni er kynning á um 50 bestu og glæsilegustu hrútum landsins, sem verða notaðir á sauðfjársæðingastöðvunum á Vesturlandi og Suðurlandi, meðal annars 35 nýir lambhrútar. Nýlega var haldin fjölmennur fundur í félagsheimilinu Þingborg í Flóahreppi þar sem hrútarnir í nýju hrútaskránni voru kynntir en skráin er allt mjög vinsæl hjá bændum og búaliði. „Þetta er náttúrulega aðalbók ársins, hún er loksins komin út. Eins og manni finnst nú mjög oft þá finnst mér það allavega núna að þetta hafi aldrei verið glæsilegri floti en í ár, en hann er svolítið öðruvísi samansettur miðað við síðustu ár. Við höfum aldrei verið með svona mikið af lambhrútum,” segir Eyþór Einarsson, sauðfjárræktarráðunautur hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins (RML). Fjölmargir mættu á fundinn í Þingborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eyþór segir að allir nýju hrútarnir beri verndandi arfgerð gegn riðu, sem sé mjög mikilvægt atriði og hann segir að allir hrútarnir í skránni hafi þurft að standast stífar kröfur til að verða teknir inn á sæðingarstöðvarnar. Eyþór Einarsson, sauðfjárræktarráðunautur hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins, sem kynnti nýju Hrútaskrána á fundinum í Þingborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað með liti, eru bændur mikið að spá í þá, liti á hrútum og lömbum eða hvað? „Já, já, okkur ber skylda til þess að viðhalda þessari mögnuðu litaflóru, sem við höfum og það eru nokkrir þarna vel skrautlegir. Golsótti liturinn fær til dæmis góða útbreiðslu núna,” segir Eyþór. Eyþór segist finna fyrir mikilli bjartsýni í sauðfjárræktinni um þessar mundir og miklu meiri en hefur verið síðustu ár. Ein af glærunum á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þetta er greinilega jólabókin í ár eða hvað? „Þetta er jólabókin í ár og hefur verið frá því að Hrútaskráin fór að koma út og hún er ekkert að tapa vinsældum, það er alveg ljóst.” Svo er alltaf gaman að sjá hvað hrútarnir í skránni heita. Hér er til dæmis hrúturinn Steindi, svo er það Elliði, sem er hvítur, Bárður er dökkgrár og kollóttur, Bónus er kollóttur og svartur og svo er það Kálormur, sem er hvítur, vel hyrndur og með rákir í hornum. Gagnlegar upplýsingar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrúturinn Steindi, sem verður meðal annars notaður á sæðingarstöðvunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Flóahreppur Sauðfé Landbúnaður Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Sjá meira