Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar 28. nóvember 2024 13:21 Fyrir Alþingiskosningar eru við knúin til að velta fyrir okkur valkostum, málaflokkum og stjórnmálaflokkum. Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Hvað skiptir máli? Hvernig samfélag viljum við vera? Kosningar í nóvember á Íslandi hafa annað andrúmsloft en kosningar að vori eða hausti. Þar er að finna skammdegi, kulda, annir, verkföll og tilboð sem við eigum ekki að geta hafnað. Neyslan innanlands er yfirþyrmandi í nóvember og á sama tíma fylgjumst við með stríði út í heimi; Úkraína í Evrópu, Palestína í Asíu, Súdan í Afríku. Hættulegustu þættir framtíðarinnar liggja greinilega í: a. græðgi; ofneysla, taumleysi, agaleysi, hroki, óstöðvandi afhafnasemi. b. hernaði; vopnaframleiðsla, árásargirni, yfirgangur, skeytingarleysi, skortur á samkennd. Við viljum ekki stefna lengra í þessar tvær áttir. Til eru tvær aðrar áttir sem nefnast nægjusemi og friðarmenning. Verkefnin framundan snúast því annars vegar um svör við stjórnlausri neyslu, óhófsemi og græðgi og hins vegar að sporna við hernaðarhyggju, hatri og grimmd. Til að náð þessu þurfum við svo nauðsynlega á öflugri borgaravitund að halda. Nægjusemi Lífið er á milli alls sem er. Mannlífið á jörðinni er stjörnubókardæmi um öfgar. Það er ýmist í ökkla eða eyru og verkefnið er að finna jafnvægið á milli. Lífið þarf að finna jafnvægið milli þurrðar og flóða, milli of og van. Ofaukið, ofbirta, ofdrykkja, ofeldi, ofeyðsla, ofneysla, offjölgun, ofvaxinn. Vanmat, vanrækja, vanreikna, vansvefta, vantraust, vanþakklæti. Verkefni nægjusemi er að hemja manneskjuna og temja krafta hennar, stilla hana og virkja á ný á yfirvegaðan hátt. Hinu megin á mælistikunni er nefnilega óseðjandi græðgi. „Nóg hefur sá sem nægja lætur,“ segir málshátturinn. Nægjusemi er ekki níska eða þreytandi aðhaldssemi. Hún felst ekki í því að hætta við þegar aðrir ana áfram, heldur í því að velja veginn af kostgæfni. Ef til vill prófar einstaklingurinn marga möguleika en hann velur síðan ákveðinn veg til að fullnuma sig. Friðarmenning Hver persóna ætti að móta hugsjón sína um betri heim án kúgunar, skeytingarleysis og ofbeldis og mótmæla því sem stendur í vegi fyrir réttlæti. Aðeins við, hvert og eitt okkar, getum staðið vörð um samfélagið. Hlutverk borgarans líður aldrei undir lok, ekki ábyrgð hans heldur. Vígvæðing og hernaður eru gegndarlaus sóun auðlinda og lífs. Stríð leysa engin vandamál, þau skapa vandamál. Fátt er jafn skaðlegt og hernaður fyrir umhverfið, velferð og heilsu fólks og barna. Öll börn jarðar eiga rétt til friðar og óspillts umhverfis, við erum stödd á þeim stað núna. Stríðin sem nú geysa storka heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna því íbúar á átakasvæðum tapa heilsu, vellíðan, landi, tækifærum, jafnrétti, eigum sínum og síðast en ekki síst friði og réttlæti. Friðarmenning felst í því að hlúa að veikustu þáttum samfélagsins og ráðast að rótum vandans sem oft er falinn í fátækt, óréttlæti, efnahagslegu misrétti, pólitík og félagslegum aðstæðum sem vekja hatur, deilur og ofbeldi. Friðarmenning er ekki vopnahlé eða ógnarjafnvægi. Hættum að trúa einræðisherrum sem bjóða upp á vopnahlé. Friðarmenning er mennska. Borgaravitund Verkefnið er að vera öflugur borgari, að skilja hlut sinn í samfélaginu og samábyrgð. Ef okkur grunar að yfirvöld séu hætt að gæta að almannahagsmunum og um það bil að spillast af lúmskum tilboðum hagsmunaaðila – og við mótmælum ekki – þá höfum við brugðist sem borgarar. Öflugur borgari lætur ekki telja úr sér kjarkinn heldur verður fullnuma, velur sér vettvang og byrjar starf sitt í þágu annarra. Það þarf löngun og ástríðu til að vinna að gæfu annarra. Það er rangt sem fólki er stundum talið trú um, að best sé að sitja í rólegheitunum heima og njóta gjafanna. Það minnsta sem hægt er að gera er að mótmæla fáviskunni, deila gæðunum með öðrum og berjast fyrir mannréttindum allra Nægjusemi, friðarmenning og borgaravitund eru þau gildi sem við þurfum að rækta og efla og setja í næsta stjórnarsáttmála. Við viljum samfélag gagnrýnna borgara, samfélag þar sem aðferðir friðarmenningar eru settar í öndvegi og þar sem nægjusemi er ríkjandi. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Gunnar Hersveinn Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingiskosningar eru við knúin til að velta fyrir okkur valkostum, málaflokkum og stjórnmálaflokkum. Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Hvað skiptir máli? Hvernig samfélag viljum við vera? Kosningar í nóvember á Íslandi hafa annað andrúmsloft en kosningar að vori eða hausti. Þar er að finna skammdegi, kulda, annir, verkföll og tilboð sem við eigum ekki að geta hafnað. Neyslan innanlands er yfirþyrmandi í nóvember og á sama tíma fylgjumst við með stríði út í heimi; Úkraína í Evrópu, Palestína í Asíu, Súdan í Afríku. Hættulegustu þættir framtíðarinnar liggja greinilega í: a. græðgi; ofneysla, taumleysi, agaleysi, hroki, óstöðvandi afhafnasemi. b. hernaði; vopnaframleiðsla, árásargirni, yfirgangur, skeytingarleysi, skortur á samkennd. Við viljum ekki stefna lengra í þessar tvær áttir. Til eru tvær aðrar áttir sem nefnast nægjusemi og friðarmenning. Verkefnin framundan snúast því annars vegar um svör við stjórnlausri neyslu, óhófsemi og græðgi og hins vegar að sporna við hernaðarhyggju, hatri og grimmd. Til að náð þessu þurfum við svo nauðsynlega á öflugri borgaravitund að halda. Nægjusemi Lífið er á milli alls sem er. Mannlífið á jörðinni er stjörnubókardæmi um öfgar. Það er ýmist í ökkla eða eyru og verkefnið er að finna jafnvægið á milli. Lífið þarf að finna jafnvægið milli þurrðar og flóða, milli of og van. Ofaukið, ofbirta, ofdrykkja, ofeldi, ofeyðsla, ofneysla, offjölgun, ofvaxinn. Vanmat, vanrækja, vanreikna, vansvefta, vantraust, vanþakklæti. Verkefni nægjusemi er að hemja manneskjuna og temja krafta hennar, stilla hana og virkja á ný á yfirvegaðan hátt. Hinu megin á mælistikunni er nefnilega óseðjandi græðgi. „Nóg hefur sá sem nægja lætur,“ segir málshátturinn. Nægjusemi er ekki níska eða þreytandi aðhaldssemi. Hún felst ekki í því að hætta við þegar aðrir ana áfram, heldur í því að velja veginn af kostgæfni. Ef til vill prófar einstaklingurinn marga möguleika en hann velur síðan ákveðinn veg til að fullnuma sig. Friðarmenning Hver persóna ætti að móta hugsjón sína um betri heim án kúgunar, skeytingarleysis og ofbeldis og mótmæla því sem stendur í vegi fyrir réttlæti. Aðeins við, hvert og eitt okkar, getum staðið vörð um samfélagið. Hlutverk borgarans líður aldrei undir lok, ekki ábyrgð hans heldur. Vígvæðing og hernaður eru gegndarlaus sóun auðlinda og lífs. Stríð leysa engin vandamál, þau skapa vandamál. Fátt er jafn skaðlegt og hernaður fyrir umhverfið, velferð og heilsu fólks og barna. Öll börn jarðar eiga rétt til friðar og óspillts umhverfis, við erum stödd á þeim stað núna. Stríðin sem nú geysa storka heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna því íbúar á átakasvæðum tapa heilsu, vellíðan, landi, tækifærum, jafnrétti, eigum sínum og síðast en ekki síst friði og réttlæti. Friðarmenning felst í því að hlúa að veikustu þáttum samfélagsins og ráðast að rótum vandans sem oft er falinn í fátækt, óréttlæti, efnahagslegu misrétti, pólitík og félagslegum aðstæðum sem vekja hatur, deilur og ofbeldi. Friðarmenning er ekki vopnahlé eða ógnarjafnvægi. Hættum að trúa einræðisherrum sem bjóða upp á vopnahlé. Friðarmenning er mennska. Borgaravitund Verkefnið er að vera öflugur borgari, að skilja hlut sinn í samfélaginu og samábyrgð. Ef okkur grunar að yfirvöld séu hætt að gæta að almannahagsmunum og um það bil að spillast af lúmskum tilboðum hagsmunaaðila – og við mótmælum ekki – þá höfum við brugðist sem borgarar. Öflugur borgari lætur ekki telja úr sér kjarkinn heldur verður fullnuma, velur sér vettvang og byrjar starf sitt í þágu annarra. Það þarf löngun og ástríðu til að vinna að gæfu annarra. Það er rangt sem fólki er stundum talið trú um, að best sé að sitja í rólegheitunum heima og njóta gjafanna. Það minnsta sem hægt er að gera er að mótmæla fáviskunni, deila gæðunum með öðrum og berjast fyrir mannréttindum allra Nægjusemi, friðarmenning og borgaravitund eru þau gildi sem við þurfum að rækta og efla og setja í næsta stjórnarsáttmála. Við viljum samfélag gagnrýnna borgara, samfélag þar sem aðferðir friðarmenningar eru settar í öndvegi og þar sem nægjusemi er ríkjandi. Höfundur er rithöfundur.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun