Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar 28. nóvember 2024 13:21 Fyrir Alþingiskosningar eru við knúin til að velta fyrir okkur valkostum, málaflokkum og stjórnmálaflokkum. Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Hvað skiptir máli? Hvernig samfélag viljum við vera? Kosningar í nóvember á Íslandi hafa annað andrúmsloft en kosningar að vori eða hausti. Þar er að finna skammdegi, kulda, annir, verkföll og tilboð sem við eigum ekki að geta hafnað. Neyslan innanlands er yfirþyrmandi í nóvember og á sama tíma fylgjumst við með stríði út í heimi; Úkraína í Evrópu, Palestína í Asíu, Súdan í Afríku. Hættulegustu þættir framtíðarinnar liggja greinilega í: a. græðgi; ofneysla, taumleysi, agaleysi, hroki, óstöðvandi afhafnasemi. b. hernaði; vopnaframleiðsla, árásargirni, yfirgangur, skeytingarleysi, skortur á samkennd. Við viljum ekki stefna lengra í þessar tvær áttir. Til eru tvær aðrar áttir sem nefnast nægjusemi og friðarmenning. Verkefnin framundan snúast því annars vegar um svör við stjórnlausri neyslu, óhófsemi og græðgi og hins vegar að sporna við hernaðarhyggju, hatri og grimmd. Til að náð þessu þurfum við svo nauðsynlega á öflugri borgaravitund að halda. Nægjusemi Lífið er á milli alls sem er. Mannlífið á jörðinni er stjörnubókardæmi um öfgar. Það er ýmist í ökkla eða eyru og verkefnið er að finna jafnvægið á milli. Lífið þarf að finna jafnvægið milli þurrðar og flóða, milli of og van. Ofaukið, ofbirta, ofdrykkja, ofeldi, ofeyðsla, ofneysla, offjölgun, ofvaxinn. Vanmat, vanrækja, vanreikna, vansvefta, vantraust, vanþakklæti. Verkefni nægjusemi er að hemja manneskjuna og temja krafta hennar, stilla hana og virkja á ný á yfirvegaðan hátt. Hinu megin á mælistikunni er nefnilega óseðjandi græðgi. „Nóg hefur sá sem nægja lætur,“ segir málshátturinn. Nægjusemi er ekki níska eða þreytandi aðhaldssemi. Hún felst ekki í því að hætta við þegar aðrir ana áfram, heldur í því að velja veginn af kostgæfni. Ef til vill prófar einstaklingurinn marga möguleika en hann velur síðan ákveðinn veg til að fullnuma sig. Friðarmenning Hver persóna ætti að móta hugsjón sína um betri heim án kúgunar, skeytingarleysis og ofbeldis og mótmæla því sem stendur í vegi fyrir réttlæti. Aðeins við, hvert og eitt okkar, getum staðið vörð um samfélagið. Hlutverk borgarans líður aldrei undir lok, ekki ábyrgð hans heldur. Vígvæðing og hernaður eru gegndarlaus sóun auðlinda og lífs. Stríð leysa engin vandamál, þau skapa vandamál. Fátt er jafn skaðlegt og hernaður fyrir umhverfið, velferð og heilsu fólks og barna. Öll börn jarðar eiga rétt til friðar og óspillts umhverfis, við erum stödd á þeim stað núna. Stríðin sem nú geysa storka heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna því íbúar á átakasvæðum tapa heilsu, vellíðan, landi, tækifærum, jafnrétti, eigum sínum og síðast en ekki síst friði og réttlæti. Friðarmenning felst í því að hlúa að veikustu þáttum samfélagsins og ráðast að rótum vandans sem oft er falinn í fátækt, óréttlæti, efnahagslegu misrétti, pólitík og félagslegum aðstæðum sem vekja hatur, deilur og ofbeldi. Friðarmenning er ekki vopnahlé eða ógnarjafnvægi. Hættum að trúa einræðisherrum sem bjóða upp á vopnahlé. Friðarmenning er mennska. Borgaravitund Verkefnið er að vera öflugur borgari, að skilja hlut sinn í samfélaginu og samábyrgð. Ef okkur grunar að yfirvöld séu hætt að gæta að almannahagsmunum og um það bil að spillast af lúmskum tilboðum hagsmunaaðila – og við mótmælum ekki – þá höfum við brugðist sem borgarar. Öflugur borgari lætur ekki telja úr sér kjarkinn heldur verður fullnuma, velur sér vettvang og byrjar starf sitt í þágu annarra. Það þarf löngun og ástríðu til að vinna að gæfu annarra. Það er rangt sem fólki er stundum talið trú um, að best sé að sitja í rólegheitunum heima og njóta gjafanna. Það minnsta sem hægt er að gera er að mótmæla fáviskunni, deila gæðunum með öðrum og berjast fyrir mannréttindum allra Nægjusemi, friðarmenning og borgaravitund eru þau gildi sem við þurfum að rækta og efla og setja í næsta stjórnarsáttmála. Við viljum samfélag gagnrýnna borgara, samfélag þar sem aðferðir friðarmenningar eru settar í öndvegi og þar sem nægjusemi er ríkjandi. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Gunnar Hersveinn Mest lesið 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingiskosningar eru við knúin til að velta fyrir okkur valkostum, málaflokkum og stjórnmálaflokkum. Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Hvað skiptir máli? Hvernig samfélag viljum við vera? Kosningar í nóvember á Íslandi hafa annað andrúmsloft en kosningar að vori eða hausti. Þar er að finna skammdegi, kulda, annir, verkföll og tilboð sem við eigum ekki að geta hafnað. Neyslan innanlands er yfirþyrmandi í nóvember og á sama tíma fylgjumst við með stríði út í heimi; Úkraína í Evrópu, Palestína í Asíu, Súdan í Afríku. Hættulegustu þættir framtíðarinnar liggja greinilega í: a. græðgi; ofneysla, taumleysi, agaleysi, hroki, óstöðvandi afhafnasemi. b. hernaði; vopnaframleiðsla, árásargirni, yfirgangur, skeytingarleysi, skortur á samkennd. Við viljum ekki stefna lengra í þessar tvær áttir. Til eru tvær aðrar áttir sem nefnast nægjusemi og friðarmenning. Verkefnin framundan snúast því annars vegar um svör við stjórnlausri neyslu, óhófsemi og græðgi og hins vegar að sporna við hernaðarhyggju, hatri og grimmd. Til að náð þessu þurfum við svo nauðsynlega á öflugri borgaravitund að halda. Nægjusemi Lífið er á milli alls sem er. Mannlífið á jörðinni er stjörnubókardæmi um öfgar. Það er ýmist í ökkla eða eyru og verkefnið er að finna jafnvægið á milli. Lífið þarf að finna jafnvægið milli þurrðar og flóða, milli of og van. Ofaukið, ofbirta, ofdrykkja, ofeldi, ofeyðsla, ofneysla, offjölgun, ofvaxinn. Vanmat, vanrækja, vanreikna, vansvefta, vantraust, vanþakklæti. Verkefni nægjusemi er að hemja manneskjuna og temja krafta hennar, stilla hana og virkja á ný á yfirvegaðan hátt. Hinu megin á mælistikunni er nefnilega óseðjandi græðgi. „Nóg hefur sá sem nægja lætur,“ segir málshátturinn. Nægjusemi er ekki níska eða þreytandi aðhaldssemi. Hún felst ekki í því að hætta við þegar aðrir ana áfram, heldur í því að velja veginn af kostgæfni. Ef til vill prófar einstaklingurinn marga möguleika en hann velur síðan ákveðinn veg til að fullnuma sig. Friðarmenning Hver persóna ætti að móta hugsjón sína um betri heim án kúgunar, skeytingarleysis og ofbeldis og mótmæla því sem stendur í vegi fyrir réttlæti. Aðeins við, hvert og eitt okkar, getum staðið vörð um samfélagið. Hlutverk borgarans líður aldrei undir lok, ekki ábyrgð hans heldur. Vígvæðing og hernaður eru gegndarlaus sóun auðlinda og lífs. Stríð leysa engin vandamál, þau skapa vandamál. Fátt er jafn skaðlegt og hernaður fyrir umhverfið, velferð og heilsu fólks og barna. Öll börn jarðar eiga rétt til friðar og óspillts umhverfis, við erum stödd á þeim stað núna. Stríðin sem nú geysa storka heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna því íbúar á átakasvæðum tapa heilsu, vellíðan, landi, tækifærum, jafnrétti, eigum sínum og síðast en ekki síst friði og réttlæti. Friðarmenning felst í því að hlúa að veikustu þáttum samfélagsins og ráðast að rótum vandans sem oft er falinn í fátækt, óréttlæti, efnahagslegu misrétti, pólitík og félagslegum aðstæðum sem vekja hatur, deilur og ofbeldi. Friðarmenning er ekki vopnahlé eða ógnarjafnvægi. Hættum að trúa einræðisherrum sem bjóða upp á vopnahlé. Friðarmenning er mennska. Borgaravitund Verkefnið er að vera öflugur borgari, að skilja hlut sinn í samfélaginu og samábyrgð. Ef okkur grunar að yfirvöld séu hætt að gæta að almannahagsmunum og um það bil að spillast af lúmskum tilboðum hagsmunaaðila – og við mótmælum ekki – þá höfum við brugðist sem borgarar. Öflugur borgari lætur ekki telja úr sér kjarkinn heldur verður fullnuma, velur sér vettvang og byrjar starf sitt í þágu annarra. Það þarf löngun og ástríðu til að vinna að gæfu annarra. Það er rangt sem fólki er stundum talið trú um, að best sé að sitja í rólegheitunum heima og njóta gjafanna. Það minnsta sem hægt er að gera er að mótmæla fáviskunni, deila gæðunum með öðrum og berjast fyrir mannréttindum allra Nægjusemi, friðarmenning og borgaravitund eru þau gildi sem við þurfum að rækta og efla og setja í næsta stjórnarsáttmála. Við viljum samfélag gagnrýnna borgara, samfélag þar sem aðferðir friðarmenningar eru settar í öndvegi og þar sem nægjusemi er ríkjandi. Höfundur er rithöfundur.
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun