Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar 28. nóvember 2024 07:02 Það fer eflaust ekki fram hjá neinum að kosningar eru á næsta leiti. Auglýsingar dynja nú á fólki í ljósvakamiðlum og kosningaáróður er allsráðandi á samfélagsmiðlum. Allt kostar þetta fjármuni, en það kann að koma sumum á óvart að bróðurpartur þessara auglýsingaherferða er fjármagnaður af skattgreiðendum. Með lagasetningu um starfsemi stjórnmálaflokka árið 2006 var þeim framboðum sem fá a.m.k. einn þingmann kjörinn eða hljóta yfir 2,5% atkvæða tryggt árlegt framlag úr ríkissjóði. Árið 2018 voru framlögin ríflega tvöfölduð og hækkuðu þá úr tæpum 290 milljónum upp í tæpar 650 milljónir króna á ári. Stofnanavæðing stjórnmálanna Þessi stofnanavæðing stjórnmálanna hefur veikt tengingu þeirra við samfélagið. Með því að fjármagna stjórnmálaflokka með almannafé draga stjórnvöld úr þörf þeirra til að viðhalda virku starfi og rækta tengsl við kjósendur. Flokkar þurfa því ekki lengur að halda úti grasrótarstarfi þar sem fólk sem ekki starfar við stjórnmál leggur tíma sinn og fjármuni í að berjast fyrir ákveðnum hugsjónum. Styrkjakerfið dregur einnig úr getu nýrra stjórnmálaframboða til að hasla sér völl. Þeir flokkar sem öfluðu sér kjörfylgis í síðustu kosningum fá sjálfkrafa opinbera styrki í fjögur ár þar á eftir. Þessum styrkjum geta flokkarnir safnað upp og notað í auglýsingaherferðir fyrir næstu kosningabaráttu. Ný framboð sem ekki njóta þessarar meðgjafar standa þar höllum fæti. Vandamálið verður ennþá verra þegar reglur um styrki til stjórnmálasamtaka eru skoðaðar. Samhliða opinberum framlögum voru tækifæri til fjáröflunar hjá einstaklingum og fyrirtækjum verulega takmörkuð. Í dag mega lögaðilar styrkja stjórnmálaflokka um að hámarki því sem nemur 550 þúsund krónum á ári og einstaka frambjóðendum er að hámarki heimilt að þiggja 400 þúsund krónur á ári frá hverjum aðila. Þetta þýðir að í kosningum standa ný framboð andspænis sitjandi stjórnmálaflokkum sem hafa hlotið 2.600 milljónir króna í opinber framlög á kjörtímabilinu. Nýjum framboðum er því einungis heimilt að safna upphæð frá hverjum lögaðila sem nemur 0,02% af þeirri opinberu meðgjöf sem sitjandi stjórnmálaflokkar njóta. Stjórnmál snúast um hugsjónir Ákjósanlegri leiðir eru færar í fjármögnun stjórnmálasamtaka. Með því að rýmka reglur um hámarksstyrki lögaðila til framboða verulega mætti leggja opinbera styrkjakerfið af. Samhliða þeirri breytingu yrði áfram tryggt fullt gagnsæi um fjármögnun stjórnmálasamtaka, þannig að öllum sé ljóst hvaðan fjármunir þeirra koma. Í kosningaáttavita Viðskiptaráðs fyrir þessar kosningar má sjá að fjórir flokkar eru fylgjandi því að afnema opinbera styrki til stjórnmálasamtaka og tveir eru hlutlausir. Við hjá ráðinu bindum vonir við að ný ríkisstjórn ráðist í þessar umbætur. Skattgreiðendur þyrftu þá ekki lengur að standa undir starfsemi stjórnmálasamtaka sem berjast fyrir hugmyndafræði sem þegar hefur verið hafnað í kosningum og gengur jafnvel gegn gildum þeirra sem skattinn greiða. Hugsjónastarf, líkt og starfsemi stjórnmálasamtaka er, verður þá aftur fjármagnað og unnið af þeim sem á þær hugsjónir trúa. Höfundur starfar sem sérfræðingur á hagfræðisviði hjá Viðskiptaráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Það fer eflaust ekki fram hjá neinum að kosningar eru á næsta leiti. Auglýsingar dynja nú á fólki í ljósvakamiðlum og kosningaáróður er allsráðandi á samfélagsmiðlum. Allt kostar þetta fjármuni, en það kann að koma sumum á óvart að bróðurpartur þessara auglýsingaherferða er fjármagnaður af skattgreiðendum. Með lagasetningu um starfsemi stjórnmálaflokka árið 2006 var þeim framboðum sem fá a.m.k. einn þingmann kjörinn eða hljóta yfir 2,5% atkvæða tryggt árlegt framlag úr ríkissjóði. Árið 2018 voru framlögin ríflega tvöfölduð og hækkuðu þá úr tæpum 290 milljónum upp í tæpar 650 milljónir króna á ári. Stofnanavæðing stjórnmálanna Þessi stofnanavæðing stjórnmálanna hefur veikt tengingu þeirra við samfélagið. Með því að fjármagna stjórnmálaflokka með almannafé draga stjórnvöld úr þörf þeirra til að viðhalda virku starfi og rækta tengsl við kjósendur. Flokkar þurfa því ekki lengur að halda úti grasrótarstarfi þar sem fólk sem ekki starfar við stjórnmál leggur tíma sinn og fjármuni í að berjast fyrir ákveðnum hugsjónum. Styrkjakerfið dregur einnig úr getu nýrra stjórnmálaframboða til að hasla sér völl. Þeir flokkar sem öfluðu sér kjörfylgis í síðustu kosningum fá sjálfkrafa opinbera styrki í fjögur ár þar á eftir. Þessum styrkjum geta flokkarnir safnað upp og notað í auglýsingaherferðir fyrir næstu kosningabaráttu. Ný framboð sem ekki njóta þessarar meðgjafar standa þar höllum fæti. Vandamálið verður ennþá verra þegar reglur um styrki til stjórnmálasamtaka eru skoðaðar. Samhliða opinberum framlögum voru tækifæri til fjáröflunar hjá einstaklingum og fyrirtækjum verulega takmörkuð. Í dag mega lögaðilar styrkja stjórnmálaflokka um að hámarki því sem nemur 550 þúsund krónum á ári og einstaka frambjóðendum er að hámarki heimilt að þiggja 400 þúsund krónur á ári frá hverjum aðila. Þetta þýðir að í kosningum standa ný framboð andspænis sitjandi stjórnmálaflokkum sem hafa hlotið 2.600 milljónir króna í opinber framlög á kjörtímabilinu. Nýjum framboðum er því einungis heimilt að safna upphæð frá hverjum lögaðila sem nemur 0,02% af þeirri opinberu meðgjöf sem sitjandi stjórnmálaflokkar njóta. Stjórnmál snúast um hugsjónir Ákjósanlegri leiðir eru færar í fjármögnun stjórnmálasamtaka. Með því að rýmka reglur um hámarksstyrki lögaðila til framboða verulega mætti leggja opinbera styrkjakerfið af. Samhliða þeirri breytingu yrði áfram tryggt fullt gagnsæi um fjármögnun stjórnmálasamtaka, þannig að öllum sé ljóst hvaðan fjármunir þeirra koma. Í kosningaáttavita Viðskiptaráðs fyrir þessar kosningar má sjá að fjórir flokkar eru fylgjandi því að afnema opinbera styrki til stjórnmálasamtaka og tveir eru hlutlausir. Við hjá ráðinu bindum vonir við að ný ríkisstjórn ráðist í þessar umbætur. Skattgreiðendur þyrftu þá ekki lengur að standa undir starfsemi stjórnmálasamtaka sem berjast fyrir hugmyndafræði sem þegar hefur verið hafnað í kosningum og gengur jafnvel gegn gildum þeirra sem skattinn greiða. Hugsjónastarf, líkt og starfsemi stjórnmálasamtaka er, verður þá aftur fjármagnað og unnið af þeim sem á þær hugsjónir trúa. Höfundur starfar sem sérfræðingur á hagfræðisviði hjá Viðskiptaráði.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun