Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Árni Sæberg skrifar 27. nóvember 2024 13:34 Gunnar Bergmann Jónsson ræðir við huldumann sem sagðist vera svissneskur fjárfestir. Greiningardeild Ríkislögreglustjóra hefur lokið skoðun sinni á máli Gunnars Bergmanns Jónssonar, sem varðar leynilegar upptökur á Edition-hótelinu. Niðurstaðan er sú að ekki sé grundvöllur til að opna formlega rannsókn á málinu. Þetta segir í svari embættisins við fyrirspurn Vísis. Þar segir jafnframt að embættið muni ekki tjá sig frekar um niðurstöðu skoðunarinnar. Gripinn við að tala óvarlega um fyrirætlanir föður síns Málið hefur verið talsvert á milli tannanna á fólki eftir Jón Gunnarsson, fulltrúi ráðherra í matvælaráðuneytinu og faðir Gunnars Bergmanns, vakti athygli á því í færslu á Facebook. Það gerði hann áður en Heimildin birti umfjöllun sína sem byggði á leynilegri upptöku huldumanns við Gunnar Bergmann, fasteignasala og fyrrverandi framkvæmdastjóra Félags hrefnuveiðimanna. Í upptökunum sést og heyrist Gunnar Bergmann tala fjálglega um meint afskipti föður hans af veitingu leyfis til hvalaveiða. Hann sagði til að mynda að faðir sinn hefði fallist á að taka fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokks í Kraganum gegn því að fá stöðu í matvælaráðuneytinu. Þar hafi hann ætlað að veita „vini sínum“ Kristjáni Loftssyni leyfi til hvalveiða. Gunnar Bergmann boðaður í viðtal Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að Gunnar Bergmann hafi verið boðaður í viðtal hjá lögreglunni daginn sem Heimildin birti umfjöllun sína. Fréttastofa sendi fyrirspurn til Ríkislögreglustjóra vegna málsins í daginn eftir til að óska eftir upplýsingum um hvort málið hefði verið kært eða hvort ríkislögreglustjóri hyggðist hefja frumkvæðisrannsókn í málinu. Í svari embættisins kom fram að greiningardeild Embættis ríkislögreglustjóra rannsaki brot sem varða landráð og brot gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum eins og þau eru skilgreind í X. og XI. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940. Brot gegn XXV. kafla hegningarlaga væru rannsökuð af lögreglu í því umdæmi sem brot eiga sér stað. Þá hafi embættið ekki verið með umrætt mál til rannsóknar en myndi kanna málsatvik sem varða meinta háttsemi erlends fyrirtækis. Nú er þeirri skoðun lokið og frekar verður ekki aðhafst vegna málsins. Engin svör fengist frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu Brot samkvæmt XXV. kafla almennra hegningalaga varða ærumeiðingar og brot gegn friðhelgi einkalífs. Þar segir meðal annars að hver sem brýtur gegn friðhelgi einkalífs annars með því að hnýsast í, útbúa, afla, afrita, sýna, skýra frá, birta eða dreifa í heimildarleysi skjölum, gögnum, myndefni, upplýsingum eða sambærilegu efni um einkamálefni viðkomandi, hvort heldur sem er á stafrænu eða hliðrænu formi, skuli sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári, enda sé háttsemin til þess fallin að valda brotaþola tjóni. Vísir sendi Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrirspurn í gær þar sem falast var eftir svörum um það hvort embættinu hefði borist kæra vegna máls Gunnars Bergmanns og eftir atvikum hvort rannsókn á málinu væri hafin. Þeirri fyrirspurn hefur ekki verið svarað. Upptökur á Reykjavík Edition Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Lögreglumál Hvalveiðar Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
Þetta segir í svari embættisins við fyrirspurn Vísis. Þar segir jafnframt að embættið muni ekki tjá sig frekar um niðurstöðu skoðunarinnar. Gripinn við að tala óvarlega um fyrirætlanir föður síns Málið hefur verið talsvert á milli tannanna á fólki eftir Jón Gunnarsson, fulltrúi ráðherra í matvælaráðuneytinu og faðir Gunnars Bergmanns, vakti athygli á því í færslu á Facebook. Það gerði hann áður en Heimildin birti umfjöllun sína sem byggði á leynilegri upptöku huldumanns við Gunnar Bergmann, fasteignasala og fyrrverandi framkvæmdastjóra Félags hrefnuveiðimanna. Í upptökunum sést og heyrist Gunnar Bergmann tala fjálglega um meint afskipti föður hans af veitingu leyfis til hvalaveiða. Hann sagði til að mynda að faðir sinn hefði fallist á að taka fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokks í Kraganum gegn því að fá stöðu í matvælaráðuneytinu. Þar hafi hann ætlað að veita „vini sínum“ Kristjáni Loftssyni leyfi til hvalveiða. Gunnar Bergmann boðaður í viðtal Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að Gunnar Bergmann hafi verið boðaður í viðtal hjá lögreglunni daginn sem Heimildin birti umfjöllun sína. Fréttastofa sendi fyrirspurn til Ríkislögreglustjóra vegna málsins í daginn eftir til að óska eftir upplýsingum um hvort málið hefði verið kært eða hvort ríkislögreglustjóri hyggðist hefja frumkvæðisrannsókn í málinu. Í svari embættisins kom fram að greiningardeild Embættis ríkislögreglustjóra rannsaki brot sem varða landráð og brot gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum eins og þau eru skilgreind í X. og XI. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940. Brot gegn XXV. kafla hegningarlaga væru rannsökuð af lögreglu í því umdæmi sem brot eiga sér stað. Þá hafi embættið ekki verið með umrætt mál til rannsóknar en myndi kanna málsatvik sem varða meinta háttsemi erlends fyrirtækis. Nú er þeirri skoðun lokið og frekar verður ekki aðhafst vegna málsins. Engin svör fengist frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu Brot samkvæmt XXV. kafla almennra hegningalaga varða ærumeiðingar og brot gegn friðhelgi einkalífs. Þar segir meðal annars að hver sem brýtur gegn friðhelgi einkalífs annars með því að hnýsast í, útbúa, afla, afrita, sýna, skýra frá, birta eða dreifa í heimildarleysi skjölum, gögnum, myndefni, upplýsingum eða sambærilegu efni um einkamálefni viðkomandi, hvort heldur sem er á stafrænu eða hliðrænu formi, skuli sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári, enda sé háttsemin til þess fallin að valda brotaþola tjóni. Vísir sendi Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrirspurn í gær þar sem falast var eftir svörum um það hvort embættinu hefði borist kæra vegna máls Gunnars Bergmanns og eftir atvikum hvort rannsókn á málinu væri hafin. Þeirri fyrirspurn hefur ekki verið svarað.
Upptökur á Reykjavík Edition Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Lögreglumál Hvalveiðar Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði