Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar 27. nóvember 2024 13:02 Jæja, þetta gerðist. Stjórnmálafólk var spurt hvort íslenskt samfélag væri orðið of woke. Ég viðurkenni vonbrigði með svör sumra en var viðbúin öðrum. Ég spyr hvernig er hægt að vera þeirrar skoðunar að samfélagið sé orðið „of woke“ þegar 40% allra kvenna á Íslandi hafa orðið fyrir ofbeldi og samfélagið tekur ekki nógu hörðum höndum á því að ein helsta ógn kvenna séu karlar. Klámvæðing er að aukast sem alvarlegt vandamál og 58% stúlkna í 10. bekk hafa orðið fyrir stafrænu kynferðisofbeldi Þolendum er slaufað fyrir að kæra nauðgun á meðan gerendur fá greiðan aðgang að fjölmiðlum til að hreinsa mannorð sitt þrátt fyrir að ekkert liggi fyrir um sakleysi þeirra Meintir ofbeldismenn fá oft meiri spilun í útvarpi en konur eða komast í íþróttalandslið sem fyrirmyndir ungra drengja Öll þekkja þolendur en engin þekkir gerendur Fordómar og hatursorðræða gegn jaðarsettum hópum er að aukast Það má varla ræða þriðju vaktina eða vanmat á kvennastörfum vegna skilningsleysis einstaklinga sem stökkva strax í vörn Þolendur og aktívistar eru beitt ofbeldi fyrir að standa með öðrum þolendum Á meðan kvenmorð er orð sem við notum nú í auknum mæli þá held ég að við ættum að vera meira woke og vinna saman gegn því frekar en að eyða púðri í viðkvæma karla sem staðsetja sig gegn mannréttindabaráttu og stimpla hana sem „of woke“. Í ár hafa jafn mörg morð á stúlkum verið framin á Íslandi og í aldafjórðung þar á undan og þið eruð að grenja yfir woke-isma? Skammist ykkar. Ef við værum svona rosalega woke þá væri kynbundið ofbeldi ekki sá faraldur sem það er, launamunur kynjanna væri ekki til staðar, konum væri ekki að fjölga sem örorkulífeyrisþegum, feitt fólk yrði ekki fyrir líkamssmánun og mismunun innan heilbrigðiskerfisins, það væri ekki verið að gelta að trans fólki úti á götu, réttarkerfið myndi virka í málum er varða kynbundið ofbeldi og svona mætti lengi telja. Að trúa að samfélagið sé orðið „of woke“ því ofbeldismenn eru látnir sæta minniháttar ábyrgð með dómstóli götunnar er fásinna. Sú ábyrgð er oft réttlát krafa um að viðkomandi trani sér ekki fram við öll tækifæri í alla fjölmiðla landsins endalaust. Réttarkerfið er ekki í stakk búið til að gæta hagsmuna þolenda. Það veitir gerendum þar að auki tól til að beita þolendur sína áframhaldandi ofbeldi í formi kæru fyrir meiðyrði og/eða rangar sakargiftir, allt án þess að eitthvað bendi til þess að þolandi hafi logið. Þolendur mega ekki kæra, ræða um eða sækja stuðning vegna gerenda sinna án þess að vera hrakin úr bæjarfélögum, úr landinu, útskúfað, verða fyrir drusluskömmun og þar fram eftir götunum. Án sannana er hægt að slaufa þolendum án dóms og laga en gerendur eru saklausir uns sekt er sönnuð, oft þrátt fyrir sterkar vísbendingar um sekt og þið viljið meina að woke-ismi sé genginn of langt? Ég get lofað ykkur því að vandamál samfélagsins er ekki að meintir gerendur axli ábyrgð á gjörðum sínum. Við skulum leyfa þeim að axla smá sýnishorn af ábyrgð áður en við skælum yfir því að þeir eigi ekki afturkvæmt í samfélagið. Einbeitum okkur heldur að alvarlegri hlutum eins og t.d. af hverju þeir beita ofbeldi. Nei ég segi bara svona. Að taka hugtak sem var búið til af svörtu fólki í Bandaríkjunum til að gera fólk meðvitað um rasisma og misrétti og nota til að réttlæta fordómafullar skoðanir er þrotað. Eru þau sem staðsettu sig „miðlungs til já“ á skalanum „er Ísland orðið of woke?” þá þeirrar skoðunar að mannréttindabarátta sé gengin of langt? Þolendur og aðrir jaðarsettir hópar sem heyja mannréttindabaráttur eins og láglaunafólk, feitt fólk, fólk með fíknivanda, hinsegin fólk, fatlað fólk og fólk af erlendum uppruna á meira og betra skilið en að sjá flokka sem eiga að tala þeirra máli taka eins fjarstæðukennda afstöðu og þessa. Gerið betur, takk. Höfundur er aktívisti með sálfræðigráðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Jæja, þetta gerðist. Stjórnmálafólk var spurt hvort íslenskt samfélag væri orðið of woke. Ég viðurkenni vonbrigði með svör sumra en var viðbúin öðrum. Ég spyr hvernig er hægt að vera þeirrar skoðunar að samfélagið sé orðið „of woke“ þegar 40% allra kvenna á Íslandi hafa orðið fyrir ofbeldi og samfélagið tekur ekki nógu hörðum höndum á því að ein helsta ógn kvenna séu karlar. Klámvæðing er að aukast sem alvarlegt vandamál og 58% stúlkna í 10. bekk hafa orðið fyrir stafrænu kynferðisofbeldi Þolendum er slaufað fyrir að kæra nauðgun á meðan gerendur fá greiðan aðgang að fjölmiðlum til að hreinsa mannorð sitt þrátt fyrir að ekkert liggi fyrir um sakleysi þeirra Meintir ofbeldismenn fá oft meiri spilun í útvarpi en konur eða komast í íþróttalandslið sem fyrirmyndir ungra drengja Öll þekkja þolendur en engin þekkir gerendur Fordómar og hatursorðræða gegn jaðarsettum hópum er að aukast Það má varla ræða þriðju vaktina eða vanmat á kvennastörfum vegna skilningsleysis einstaklinga sem stökkva strax í vörn Þolendur og aktívistar eru beitt ofbeldi fyrir að standa með öðrum þolendum Á meðan kvenmorð er orð sem við notum nú í auknum mæli þá held ég að við ættum að vera meira woke og vinna saman gegn því frekar en að eyða púðri í viðkvæma karla sem staðsetja sig gegn mannréttindabaráttu og stimpla hana sem „of woke“. Í ár hafa jafn mörg morð á stúlkum verið framin á Íslandi og í aldafjórðung þar á undan og þið eruð að grenja yfir woke-isma? Skammist ykkar. Ef við værum svona rosalega woke þá væri kynbundið ofbeldi ekki sá faraldur sem það er, launamunur kynjanna væri ekki til staðar, konum væri ekki að fjölga sem örorkulífeyrisþegum, feitt fólk yrði ekki fyrir líkamssmánun og mismunun innan heilbrigðiskerfisins, það væri ekki verið að gelta að trans fólki úti á götu, réttarkerfið myndi virka í málum er varða kynbundið ofbeldi og svona mætti lengi telja. Að trúa að samfélagið sé orðið „of woke“ því ofbeldismenn eru látnir sæta minniháttar ábyrgð með dómstóli götunnar er fásinna. Sú ábyrgð er oft réttlát krafa um að viðkomandi trani sér ekki fram við öll tækifæri í alla fjölmiðla landsins endalaust. Réttarkerfið er ekki í stakk búið til að gæta hagsmuna þolenda. Það veitir gerendum þar að auki tól til að beita þolendur sína áframhaldandi ofbeldi í formi kæru fyrir meiðyrði og/eða rangar sakargiftir, allt án þess að eitthvað bendi til þess að þolandi hafi logið. Þolendur mega ekki kæra, ræða um eða sækja stuðning vegna gerenda sinna án þess að vera hrakin úr bæjarfélögum, úr landinu, útskúfað, verða fyrir drusluskömmun og þar fram eftir götunum. Án sannana er hægt að slaufa þolendum án dóms og laga en gerendur eru saklausir uns sekt er sönnuð, oft þrátt fyrir sterkar vísbendingar um sekt og þið viljið meina að woke-ismi sé genginn of langt? Ég get lofað ykkur því að vandamál samfélagsins er ekki að meintir gerendur axli ábyrgð á gjörðum sínum. Við skulum leyfa þeim að axla smá sýnishorn af ábyrgð áður en við skælum yfir því að þeir eigi ekki afturkvæmt í samfélagið. Einbeitum okkur heldur að alvarlegri hlutum eins og t.d. af hverju þeir beita ofbeldi. Nei ég segi bara svona. Að taka hugtak sem var búið til af svörtu fólki í Bandaríkjunum til að gera fólk meðvitað um rasisma og misrétti og nota til að réttlæta fordómafullar skoðanir er þrotað. Eru þau sem staðsettu sig „miðlungs til já“ á skalanum „er Ísland orðið of woke?” þá þeirrar skoðunar að mannréttindabarátta sé gengin of langt? Þolendur og aðrir jaðarsettir hópar sem heyja mannréttindabaráttur eins og láglaunafólk, feitt fólk, fólk með fíknivanda, hinsegin fólk, fatlað fólk og fólk af erlendum uppruna á meira og betra skilið en að sjá flokka sem eiga að tala þeirra máli taka eins fjarstæðukennda afstöðu og þessa. Gerið betur, takk. Höfundur er aktívisti með sálfræðigráðu.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun