Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir skrifar 27. nóvember 2024 07:42 Streita er orð sem við heyrum oftar og oftar i og eflaust eru sum okkar komin með nóg af umfjöllunum er varða streitu. Streita er þó orðin stór heilsufarsvandi í samfélaginu okkar. Ég hef af persónulegum ástæðum þurft á síðastliðnu ári kynna mér þetta fyrirbæri betur. Ég er ein af þeim sem hef þörf á að skilja rót vandans til þess að finna viðeigandi lausn. Streita og áhrif hennar hefur því verið þráhyggju viðfangsefnið mitt og haft mikil áhrif á sýn mína á lífið síðustu misseri. Kulnun og streita tóku yfir líf mitt í október 2023. Kulnuntengja flest við sem afleiðingu af of mikilli langvarandi streitu, sem er rétt, en færri tala um streitu í tengslum við líkamleg veikindi. Líkamleg einkenni mín vegna kulnunar hafa verið af margvíslegum toga og ég sem áður þurfti lítið á heilbrigðiskerfinu okkar á að halda til,var nú orðinn stór þjónustuþegi og er enn. Ég hef velt því fyrir mér hversu mikið íslenskir skattgreiðendur hafa greitt fyrir mín veikindi og endurhæfingu. Ég spyr mig einnig að því hvað ætli séu margir sem hafa endað í kulnun eða veikindaleyfi vegna annarra heilsuvandamála sem hefði mögulega verið hægt að koma í veg fyrir. Víða er talað um að áætla megi að yfir helming læknisheimsókna eiga rætur sínar að rekja til skaðlegrar streitu. Það má því gefa sér að afleiðingar streitu taki mikið pláss í heilbrigðiskerfinu og hafi þar með áhrif á biðtíma og biðlista til læknisþjónustu. Það er nefnilega ekki nóg að hafa gott kerfi sem grípur þig þegar allt er komið í skrúfuna.Flest okkar sækjumst eftir því sama í lífinu, við viljum þak yfir höfuðið, góða heilsu, andlega og líkamlega og síðast en ekki síst viljum við að tekjur okkar dugi til rekstur heimilisins. Þegar aðstæður þjóðfélagsins eru orðnar þannig að verið er að ganga á getu okkar til þessa að standast þessar væntingar, þá má gefa sér það að aukin skaðleg streita mun hafa áhrif á heilsu og líðan okkar allra. Þegar fólk hefur minna á milli handanna þá hafa ekki allir þann munað að geta greitt fyrir heilsubætandi úrræði. Andleg heilsa er líkamleg heilsa og líkamleg heilsa er andleg heilsa,þar af leiðandi ættu tekjur heimilisins ekki að stýra aðgengi fólks að mikilvægari heilbrigðisþjónustu. Aðkoma næstu ríkisstjórnar getur því haft gríðarleg áhrif á streitustjórnun heimilanna og getu okkar til þess að sækja viðeigandi úrlausnar á skaðlegri streitu. Þetta er tvíþætt, fækkum streituvöldum heimilanna með því að ráðast í verðbólguna og létta á greiðslubyrði heimilanna og draga þar með úr áhyggjum og streitu. Tryggjum síðan að öllum heilsubrestum sé mætt af heilbrigðiskerfinu. Sálfræðiþjónusta á að vera aðgengileg öllum sem þurfa á að halda ekki bara þeim sem hafa efni á því. Tryggjum að fólk fái viðeigandi aðstoð og rétt verkfæri við sínum heilsubresti, hver sem hann er. Eða þurfum við bara að lenda í kulnun til þess að hafa aðgengi að fjölþættari heilbrigðisþjónustu án þess að fara á hausinn? Til þess að tryggja þessa niðurstöðu þurfum við að kjósa rétt næsta laugardag. Ég vil sjá Viðreisn í ríkisstjórn þar sem ég treysti þeim til þess að taka vel utan um þennan málaflokk og tryggja heimilum í landinu streituminni framtíð. Höfundur hefur lokið BA gráðu í félagsráðgjöf og mastersdiplómu í uppeldis- og menntunarfræði. Með einstakan áhuga á vellíðan einstaklinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Streita og kulnun Mest lesið Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Streita er orð sem við heyrum oftar og oftar i og eflaust eru sum okkar komin með nóg af umfjöllunum er varða streitu. Streita er þó orðin stór heilsufarsvandi í samfélaginu okkar. Ég hef af persónulegum ástæðum þurft á síðastliðnu ári kynna mér þetta fyrirbæri betur. Ég er ein af þeim sem hef þörf á að skilja rót vandans til þess að finna viðeigandi lausn. Streita og áhrif hennar hefur því verið þráhyggju viðfangsefnið mitt og haft mikil áhrif á sýn mína á lífið síðustu misseri. Kulnun og streita tóku yfir líf mitt í október 2023. Kulnuntengja flest við sem afleiðingu af of mikilli langvarandi streitu, sem er rétt, en færri tala um streitu í tengslum við líkamleg veikindi. Líkamleg einkenni mín vegna kulnunar hafa verið af margvíslegum toga og ég sem áður þurfti lítið á heilbrigðiskerfinu okkar á að halda til,var nú orðinn stór þjónustuþegi og er enn. Ég hef velt því fyrir mér hversu mikið íslenskir skattgreiðendur hafa greitt fyrir mín veikindi og endurhæfingu. Ég spyr mig einnig að því hvað ætli séu margir sem hafa endað í kulnun eða veikindaleyfi vegna annarra heilsuvandamála sem hefði mögulega verið hægt að koma í veg fyrir. Víða er talað um að áætla megi að yfir helming læknisheimsókna eiga rætur sínar að rekja til skaðlegrar streitu. Það má því gefa sér að afleiðingar streitu taki mikið pláss í heilbrigðiskerfinu og hafi þar með áhrif á biðtíma og biðlista til læknisþjónustu. Það er nefnilega ekki nóg að hafa gott kerfi sem grípur þig þegar allt er komið í skrúfuna.Flest okkar sækjumst eftir því sama í lífinu, við viljum þak yfir höfuðið, góða heilsu, andlega og líkamlega og síðast en ekki síst viljum við að tekjur okkar dugi til rekstur heimilisins. Þegar aðstæður þjóðfélagsins eru orðnar þannig að verið er að ganga á getu okkar til þessa að standast þessar væntingar, þá má gefa sér það að aukin skaðleg streita mun hafa áhrif á heilsu og líðan okkar allra. Þegar fólk hefur minna á milli handanna þá hafa ekki allir þann munað að geta greitt fyrir heilsubætandi úrræði. Andleg heilsa er líkamleg heilsa og líkamleg heilsa er andleg heilsa,þar af leiðandi ættu tekjur heimilisins ekki að stýra aðgengi fólks að mikilvægari heilbrigðisþjónustu. Aðkoma næstu ríkisstjórnar getur því haft gríðarleg áhrif á streitustjórnun heimilanna og getu okkar til þess að sækja viðeigandi úrlausnar á skaðlegri streitu. Þetta er tvíþætt, fækkum streituvöldum heimilanna með því að ráðast í verðbólguna og létta á greiðslubyrði heimilanna og draga þar með úr áhyggjum og streitu. Tryggjum síðan að öllum heilsubrestum sé mætt af heilbrigðiskerfinu. Sálfræðiþjónusta á að vera aðgengileg öllum sem þurfa á að halda ekki bara þeim sem hafa efni á því. Tryggjum að fólk fái viðeigandi aðstoð og rétt verkfæri við sínum heilsubresti, hver sem hann er. Eða þurfum við bara að lenda í kulnun til þess að hafa aðgengi að fjölþættari heilbrigðisþjónustu án þess að fara á hausinn? Til þess að tryggja þessa niðurstöðu þurfum við að kjósa rétt næsta laugardag. Ég vil sjá Viðreisn í ríkisstjórn þar sem ég treysti þeim til þess að taka vel utan um þennan málaflokk og tryggja heimilum í landinu streituminni framtíð. Höfundur hefur lokið BA gráðu í félagsráðgjöf og mastersdiplómu í uppeldis- og menntunarfræði. Með einstakan áhuga á vellíðan einstaklinga.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun