Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar 26. nóvember 2024 17:13 Við þekkjum öll stöðuna í dag. Meðan íbúar allra nágrannalanda okkar eru að greiða mánaðarlega 150 þús.kr. af láni 2ja herbergja íbúðar og 200 þús.kr. af láni 3ja herbergja er sagan önnur hér á landi. Hér á landi eru tölurnar líkari martröð en raunveruleika: Mánaðarleg greiðsla af 2ja herbergja íbúð er 450 þús.kr. og 600 þús.kr. af 3ja herbergja íbúð! Þessu verðum við að breyta og það strax – Ekki eftir 12 ár , kannski, eins og sumir boða. En hvernig má þetta vera? Skýringin er einföld : Hjá nágrannaþjóðum okkar gildir það siðferði að heimili og fyrirtæki þoli ekki hærri stýrivexti en 4%. Allt þar yfir sé óraunhæft og hvorki fólki né fyrirtækjum bjóðandi. Þegar verðbólga hleypur upp í 12% eins og gerðist síðustu misseri þá er lánastofnunum og fjármagnseigendum gert að taka á sig allt umfram áðurnefnd 4%. Þetta vita allir og enginn gerir athugasemdir við þessa nálgun, enda tryggir þetta að allra hagur sé að ná niður verðbólgu. Hér á landi er nálgunin heldur betur öðruvísi: Allur skaði af verðbólgu skal greiddur af heimilum og fyrirtækjum. Hver einasta króna og gott betur. Samhliða skal fjármagnseigendum og lánastofnunum ekki aðeins tryggðar verðbætur, heldur einnig rausnarleg raunávöxtun. Þetta þýðir að meðan íslenskum heimilum og fyrirtækjum blæðir út, þá hagnast bankar og fjármagnseigendur sem aldrei fyrr. Hvatinn til að ná niður verðbólgu er því enginn – Hrun heimila og minni fyrirtækja blasir við. Græðgin er allsráðandi og siðferðið ekkert. En örvæntið ei – Það er til einföld lausn Auðvitað er til einföld lausn á þessum málum. Þess vegna stofnuðum við XL - Lýðræðisflokkinn Og stefna okkar er einföld: Við breytum lögum um Seðlabanka og setjum 4% þak á stýrivexti og jafnframt verði framvegis notast við vísitölu neysluverðs án húsnæðisliðar. Samhliða verður lögum um lífeyrissjóði breytt og liður um 3,5% raunávöxtun tekinn út, enda aldrei gert gagn heldur beinlínis skaða landsmenn. Þannig tryggjum við íslenskum heimilum og fyrirtækjum sömu vaxtakjör og þekkjast í öllum okkar nágrannalöndum: Við borgum framvegis 150 þús.kr. af láni 2ja herbergja íbúðar - EKKI 450 þús.kr. Við borgum framvegis 200 þús.kr. af láni 3ja herbergja íbúðar – EKKI 600 þús.kr. Lögin er einfalt að setja og þau taka gildi strax. Einfalt – Auðvelt – Áhrifaríkt Landsbankinn verður samfélagsbanki Til þess að tryggja eðlileg bankaviðskipti til framtíðar fyrir íslensk heimili og fyrirtæki verður Landsbankinn framvegis rekinn sem samfélagsbanki sem hefur aðeins eitt hlutverk: Að gæta hagsmuna íslenskra heimila og fyrirtækja. Núverandi hlutverk bankans hefur verið að verja hagsmuni vafasamra fjárfesta, samanber kaup bankans á tryggingarfélaginu TM. En einn daginn verður klárlega skrifuð bók um þá misnotkun banka í þjóðareign. Slíkt má aldrei endurtaka sig. Það verður gott og gaman að búa á Íslandi Með þessum einföldu en gríðarlega mikilvægu breytingum verður loks gott og gaman að búa á Íslandi, Fyrir okkur öll. Það er nefnilega enginn hókus pókus við þessa leið og við erum sannarlega ekki að finna upp hjólið: Við erum einfaldlega að taka upp peningamálasiðferði nágrannaþjóða okkar. Það er allt og sumt. Allir flokkar á Alþingi í dag hafa brugðist þjóðinni Það er engum vafa bundið að allir flokkar sem á Alþingi eru í dag hafa brugðist íslenskum heimilum , bændum og fyrirtækjum. Með því að sitja aðgerðalaus og leggja ekki fram eitt einasta þingmál vegna þessa augljósa misréttis sem verið að að beita íslensk heimili, bændur og fyrirtæki eru þingmenn að bregðast okkur öllum. Kjósum breytingar – Kjósum XL Til þess að breyta þessu þurfum við aðeins að gera eitt: Kjósa breytingar – Annars breytist aldrei neitt Til þess þarf hugrekki, hugrekki sem við vitum að þið kjósnedur góðir eruð ríkir af. Gerum lífið betra Kjósum XL Höfundur er oddviti Lýðræðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lýðræðisflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Landsbankinn Baldur Borgþórsson Mest lesið Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Halldór 30.08.2025 Halldór Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Við þekkjum öll stöðuna í dag. Meðan íbúar allra nágrannalanda okkar eru að greiða mánaðarlega 150 þús.kr. af láni 2ja herbergja íbúðar og 200 þús.kr. af láni 3ja herbergja er sagan önnur hér á landi. Hér á landi eru tölurnar líkari martröð en raunveruleika: Mánaðarleg greiðsla af 2ja herbergja íbúð er 450 þús.kr. og 600 þús.kr. af 3ja herbergja íbúð! Þessu verðum við að breyta og það strax – Ekki eftir 12 ár , kannski, eins og sumir boða. En hvernig má þetta vera? Skýringin er einföld : Hjá nágrannaþjóðum okkar gildir það siðferði að heimili og fyrirtæki þoli ekki hærri stýrivexti en 4%. Allt þar yfir sé óraunhæft og hvorki fólki né fyrirtækjum bjóðandi. Þegar verðbólga hleypur upp í 12% eins og gerðist síðustu misseri þá er lánastofnunum og fjármagnseigendum gert að taka á sig allt umfram áðurnefnd 4%. Þetta vita allir og enginn gerir athugasemdir við þessa nálgun, enda tryggir þetta að allra hagur sé að ná niður verðbólgu. Hér á landi er nálgunin heldur betur öðruvísi: Allur skaði af verðbólgu skal greiddur af heimilum og fyrirtækjum. Hver einasta króna og gott betur. Samhliða skal fjármagnseigendum og lánastofnunum ekki aðeins tryggðar verðbætur, heldur einnig rausnarleg raunávöxtun. Þetta þýðir að meðan íslenskum heimilum og fyrirtækjum blæðir út, þá hagnast bankar og fjármagnseigendur sem aldrei fyrr. Hvatinn til að ná niður verðbólgu er því enginn – Hrun heimila og minni fyrirtækja blasir við. Græðgin er allsráðandi og siðferðið ekkert. En örvæntið ei – Það er til einföld lausn Auðvitað er til einföld lausn á þessum málum. Þess vegna stofnuðum við XL - Lýðræðisflokkinn Og stefna okkar er einföld: Við breytum lögum um Seðlabanka og setjum 4% þak á stýrivexti og jafnframt verði framvegis notast við vísitölu neysluverðs án húsnæðisliðar. Samhliða verður lögum um lífeyrissjóði breytt og liður um 3,5% raunávöxtun tekinn út, enda aldrei gert gagn heldur beinlínis skaða landsmenn. Þannig tryggjum við íslenskum heimilum og fyrirtækjum sömu vaxtakjör og þekkjast í öllum okkar nágrannalöndum: Við borgum framvegis 150 þús.kr. af láni 2ja herbergja íbúðar - EKKI 450 þús.kr. Við borgum framvegis 200 þús.kr. af láni 3ja herbergja íbúðar – EKKI 600 þús.kr. Lögin er einfalt að setja og þau taka gildi strax. Einfalt – Auðvelt – Áhrifaríkt Landsbankinn verður samfélagsbanki Til þess að tryggja eðlileg bankaviðskipti til framtíðar fyrir íslensk heimili og fyrirtæki verður Landsbankinn framvegis rekinn sem samfélagsbanki sem hefur aðeins eitt hlutverk: Að gæta hagsmuna íslenskra heimila og fyrirtækja. Núverandi hlutverk bankans hefur verið að verja hagsmuni vafasamra fjárfesta, samanber kaup bankans á tryggingarfélaginu TM. En einn daginn verður klárlega skrifuð bók um þá misnotkun banka í þjóðareign. Slíkt má aldrei endurtaka sig. Það verður gott og gaman að búa á Íslandi Með þessum einföldu en gríðarlega mikilvægu breytingum verður loks gott og gaman að búa á Íslandi, Fyrir okkur öll. Það er nefnilega enginn hókus pókus við þessa leið og við erum sannarlega ekki að finna upp hjólið: Við erum einfaldlega að taka upp peningamálasiðferði nágrannaþjóða okkar. Það er allt og sumt. Allir flokkar á Alþingi í dag hafa brugðist þjóðinni Það er engum vafa bundið að allir flokkar sem á Alþingi eru í dag hafa brugðist íslenskum heimilum , bændum og fyrirtækjum. Með því að sitja aðgerðalaus og leggja ekki fram eitt einasta þingmál vegna þessa augljósa misréttis sem verið að að beita íslensk heimili, bændur og fyrirtæki eru þingmenn að bregðast okkur öllum. Kjósum breytingar – Kjósum XL Til þess að breyta þessu þurfum við aðeins að gera eitt: Kjósa breytingar – Annars breytist aldrei neitt Til þess þarf hugrekki, hugrekki sem við vitum að þið kjósnedur góðir eruð ríkir af. Gerum lífið betra Kjósum XL Höfundur er oddviti Lýðræðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun