Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar 26. nóvember 2024 14:23 Eins og venjulega fer mest fyrir umræðu um efnahagsmál í aðdraganda kosninga til Alþingis. Góð stjórn á þeim er vissulega lykilatriði, en þessi umræða getur virkað vélræn og ómennsk. Aldrei grunaði mig að ég tæki þátt í stjórnmálum, en ég geri það nú í fyrsta sinn, því sem móðir fjögurra ára einhverfs barns, þá brenn ég fyrir málefnum barna sem ég kalla ósýnileg. Það geri ég því ég hef rekist á ótal veggi í kerfi, sem á að vera hannað fyrir fólkið og börnin, en ekki öfugt. Ég tel þessum málaflokki best borgið hjá Sjálfstæðisflokknum, fjöldahreyfingu sem skilur mikilvægi þess að stuðla þurfi að varanlegri verðmætasköpun, til að fjármagna aukinn stuðning við þennan hóp og aðra. Áhersla Sjálfstæðisflokksins á frelsi einstaklingsins er vel þekkt, en líklega vita færri að sjálfsstæðisstefnan leggur “mikla áherslu á að tryggja afkomu þeirra og verja velferð þeirra sem eiga undir högg að sækja í lífinu.” Við foreldrar viljum snemmtæka íhlutun, stytta verulega biðlista eftir þjónustu, bæði fyrir greiningu og hjá sérfræðingum. Það þarf fjölskyldumiðaða þjónustu sem byggir á samvinnu fagfólks og foreldra með það að leiðarljósi að fjölskyldan þekkir best þarfir barnsins. Það þarf því að styrkja foreldrana og kerfin í kringum börnin. Kerfið á að vera til aðstoðar en ekki vandamálið eins og er orðið oft á tíðum í dag. Í menntastefnu Sjálfstæðisflokksins er lögð áhersla á að endurskilgreina skóla án aðgreiningar þannig að foreldrar hafi aukið val. Ég er þessu persónulega mjög fylgjandi þó inngilding sé alltaf það sem sé stefnt að þá farnast fjölda barna betur í sérúrræði. Staðan er sú að fjöldinn allur af börnum eru ekki að komast inn á þær alltof fáu sérdeildir sem eru í boði. En það er ekki nóg að tala bara um hvernig eigi að ráðstafa peningunum. Það þarf að afla þeirra, svo einhverju verði til að dreifa. Margsannað er að lægri skattar og góð efnahagsstjórn, sem skilar sér í lægri vöxtum, stækkar kökuna. Ég er sannfærð um að í krafti sjálfstæðisstefnunnar getum við breytt lífi þúsunda íslenskra barna og aðstandenda þeirra. Ég á mikilla hagsmuni að gæta. Börnin eru mér allt og ég á allt mitt undir því að sameiginlegir sjóðir okkar verði varanlega aflögufærir í þágu þeirra sem mest þurfa á hjálp að halda. Því kýs ég að starfa innan og bjóða mig fram undir merkjum Sjálfstæðisflokksins, vegna mennskunnar sem í honum býr. Það er undir okkur komið, að virkja hana. Höfundur er á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Skoðun Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Sjá meira
Eins og venjulega fer mest fyrir umræðu um efnahagsmál í aðdraganda kosninga til Alþingis. Góð stjórn á þeim er vissulega lykilatriði, en þessi umræða getur virkað vélræn og ómennsk. Aldrei grunaði mig að ég tæki þátt í stjórnmálum, en ég geri það nú í fyrsta sinn, því sem móðir fjögurra ára einhverfs barns, þá brenn ég fyrir málefnum barna sem ég kalla ósýnileg. Það geri ég því ég hef rekist á ótal veggi í kerfi, sem á að vera hannað fyrir fólkið og börnin, en ekki öfugt. Ég tel þessum málaflokki best borgið hjá Sjálfstæðisflokknum, fjöldahreyfingu sem skilur mikilvægi þess að stuðla þurfi að varanlegri verðmætasköpun, til að fjármagna aukinn stuðning við þennan hóp og aðra. Áhersla Sjálfstæðisflokksins á frelsi einstaklingsins er vel þekkt, en líklega vita færri að sjálfsstæðisstefnan leggur “mikla áherslu á að tryggja afkomu þeirra og verja velferð þeirra sem eiga undir högg að sækja í lífinu.” Við foreldrar viljum snemmtæka íhlutun, stytta verulega biðlista eftir þjónustu, bæði fyrir greiningu og hjá sérfræðingum. Það þarf fjölskyldumiðaða þjónustu sem byggir á samvinnu fagfólks og foreldra með það að leiðarljósi að fjölskyldan þekkir best þarfir barnsins. Það þarf því að styrkja foreldrana og kerfin í kringum börnin. Kerfið á að vera til aðstoðar en ekki vandamálið eins og er orðið oft á tíðum í dag. Í menntastefnu Sjálfstæðisflokksins er lögð áhersla á að endurskilgreina skóla án aðgreiningar þannig að foreldrar hafi aukið val. Ég er þessu persónulega mjög fylgjandi þó inngilding sé alltaf það sem sé stefnt að þá farnast fjölda barna betur í sérúrræði. Staðan er sú að fjöldinn allur af börnum eru ekki að komast inn á þær alltof fáu sérdeildir sem eru í boði. En það er ekki nóg að tala bara um hvernig eigi að ráðstafa peningunum. Það þarf að afla þeirra, svo einhverju verði til að dreifa. Margsannað er að lægri skattar og góð efnahagsstjórn, sem skilar sér í lægri vöxtum, stækkar kökuna. Ég er sannfærð um að í krafti sjálfstæðisstefnunnar getum við breytt lífi þúsunda íslenskra barna og aðstandenda þeirra. Ég á mikilla hagsmuni að gæta. Börnin eru mér allt og ég á allt mitt undir því að sameiginlegir sjóðir okkar verði varanlega aflögufærir í þágu þeirra sem mest þurfa á hjálp að halda. Því kýs ég að starfa innan og bjóða mig fram undir merkjum Sjálfstæðisflokksins, vegna mennskunnar sem í honum býr. Það er undir okkur komið, að virkja hana. Höfundur er á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun