HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. nóvember 2024 12:43 Hörður er um miðja Grill 66 deild. hörður Herði á Ísafirði hefur verið dæmdur 10-0 sigur gegn HK 2 í Grill 66 deild karla í handbolta þar sem HK-ingar ákváðu að mæta ekki til leiks. Harðverjar eru ósáttir og vilja að HK-ingar verði beittir viðurlögum. Leikur Harðar og HK átti upphaflega að fara fram á Ísafirði föstudaginn 15. nóvember en var frestað. Hann var færður til dagsins í dag en HK-ingar sáu sér ekki fært að mæta í leikinn og gáfu hann. „Þetta er búið að vera flókið mál. Úrskurður mótanefndar var að spila í dag. HK vildi ekki spila á uppsettum leikdegi og óskaði eftir frestun sem við höfnuðum en mótanefnd samþykkti. En síðan fengum við að vita fyrir mjög stuttu síðan að leikurinn sem átti vera klukkan 19:30 yrði ekki,“ sagði Vigdís Pála Halldórsdóttir, formaður handknattleiksdeildar Harðar, í samtali við Vísi. Að hennar sögn báru HK-ingar það fyrir sig að geta ekki mannað lið fyrir leikinn. Harðverjar hafa nú unnið fjóra leiki af átta í Grill 66 deildinni.hörður Vigdís segir að Harðverjar hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með ákvörðun HK-inga að gefa leikinn. „Það er mikil vinna sem fer í að setja upp leik og mikill útlagður kostnaður við það. Við erum mjög stolt af því að vera yfirleitt með fulla stúku. Við auglýsum leikina okkar mikið, erum alltaf með sjoppu og það er alltaf eitthvað sem þarf að græja; þetta er ekkert sem er hent upp hálftíma fyrir leik,“ sagði Vigdís. „Maður verður vonsvikinn þar sem þetta er í annað skiptið á tveimur vikum sem við fáum að vita með minna með sólarhrings fyrirvara að þeir mæti ekki. Við erum mjög vonsvikin.“ Sníða dagskrá í kringum leikina Vigdís segir að Harðverjar mæti alltaf í alla leiki, þegar þeir eiga að fara fram. „Við setjum bara upp veturinn út frá mótaplani. Þetta er ekkert flókið. Bara að mæta. Við höfum ekki átt erfitt með þetta. Strákarnir og við í kringum liðið setjum allt upp í kringum leikina. Maður skilur ekki hvernig þetta getur verið svona,“ sagði Vigdís og bendir á að lið frá Ísafirði lendi ítrekað í þessu. Frá Ísafirði.vísir/einar „Ég sá að einn þjálfari í yngri flokkunum í fótbolta hjá Vestra deildi þessu og hann segist að þetta gerist oft á sumri. Liðin mæta ekki vestur en þeir mæti suður í leikina. Þetta er ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni.“ Vigdís vonast til að HSÍ taki á þessu máli og bendir því til stuðnings á grein 33 í reglugerð sambandsins um handknattleiksmóts. Í henni segir: Lið sem ekki mætir til leiks skal greiða allan kostnað af leiknum vegna dómara, vallar, auglýsinga og ferðalaga auk sektar til HSÍ allt að upphæð kr. 250.000 í meistaraflokki en allt að kr. 100.000 í yngri flokkum. Að auki skal viðkomandi lið greiða mótaðila bætur sem er jafn háar ferðakostnaði mótaðila vegna leikja á heimavelli viðkomandi liðs. Gjaldskrá mótanefndar vegna ferðakostnaðar yngri flokka skal notuð til að reikna ferðakostnað mótaðila, skv. fjölda á leikskýrslu. „Við treystum á að þeir fylgi því eftir,“ sagði Vigdís og bætir því við að kostnaður Harðar við leiki sé umtalsverður. Kostnaður upp á hálfa milljón „Ég var búin að panta fullt af pítsum. Ég bý úti á landi og þarf að gera það með sólarhrings fyrirvara. Ég hef reynt að fá pítsur að kvöldi til og það gengur ekki því þeir taka bara visst magn af deigi út á morgnana. Við erum með auglýsingar úti um allan bæ og prentkostnaður við það er kannski tuttugu þúsund krónur. Svo ferðakostnaðurinn, við munum ferðast í leik til þeirra , og ég get alveg lauslega áætlað hálfa milljón í bara í þetta þrennt,“ sagði Vigdís. Hún vonast til að HSÍ beiti HK viðurlögum og það hafi fordæmisgefandi áhrif. „Maður veit ekkert hvað HSÍ gerir en ég rétt vona að það verði tekið fast á þessu svo lið sem eru ekki að spila upp á eitthvað muni gera. Að mæta ekki í leiki og gefa þá. Ef þeir borga ekkert af þessu er ódýrara fyrir þá að gefa leikinn og mæta ekki. Það viljum við ekki sjá. Okkur finnst gaman að hafa heimaleiki. Það er það skemmtilegasta sem við gerum,“ sagði Vigdís að lokum. Hörður HK Handbolti HSÍ Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Enski boltinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Meistararnir unnu annan leikinn í röð Enski boltinn Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Sjá meira
Leikur Harðar og HK átti upphaflega að fara fram á Ísafirði föstudaginn 15. nóvember en var frestað. Hann var færður til dagsins í dag en HK-ingar sáu sér ekki fært að mæta í leikinn og gáfu hann. „Þetta er búið að vera flókið mál. Úrskurður mótanefndar var að spila í dag. HK vildi ekki spila á uppsettum leikdegi og óskaði eftir frestun sem við höfnuðum en mótanefnd samþykkti. En síðan fengum við að vita fyrir mjög stuttu síðan að leikurinn sem átti vera klukkan 19:30 yrði ekki,“ sagði Vigdís Pála Halldórsdóttir, formaður handknattleiksdeildar Harðar, í samtali við Vísi. Að hennar sögn báru HK-ingar það fyrir sig að geta ekki mannað lið fyrir leikinn. Harðverjar hafa nú unnið fjóra leiki af átta í Grill 66 deildinni.hörður Vigdís segir að Harðverjar hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með ákvörðun HK-inga að gefa leikinn. „Það er mikil vinna sem fer í að setja upp leik og mikill útlagður kostnaður við það. Við erum mjög stolt af því að vera yfirleitt með fulla stúku. Við auglýsum leikina okkar mikið, erum alltaf með sjoppu og það er alltaf eitthvað sem þarf að græja; þetta er ekkert sem er hent upp hálftíma fyrir leik,“ sagði Vigdís. „Maður verður vonsvikinn þar sem þetta er í annað skiptið á tveimur vikum sem við fáum að vita með minna með sólarhrings fyrirvara að þeir mæti ekki. Við erum mjög vonsvikin.“ Sníða dagskrá í kringum leikina Vigdís segir að Harðverjar mæti alltaf í alla leiki, þegar þeir eiga að fara fram. „Við setjum bara upp veturinn út frá mótaplani. Þetta er ekkert flókið. Bara að mæta. Við höfum ekki átt erfitt með þetta. Strákarnir og við í kringum liðið setjum allt upp í kringum leikina. Maður skilur ekki hvernig þetta getur verið svona,“ sagði Vigdís og bendir á að lið frá Ísafirði lendi ítrekað í þessu. Frá Ísafirði.vísir/einar „Ég sá að einn þjálfari í yngri flokkunum í fótbolta hjá Vestra deildi þessu og hann segist að þetta gerist oft á sumri. Liðin mæta ekki vestur en þeir mæti suður í leikina. Þetta er ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni.“ Vigdís vonast til að HSÍ taki á þessu máli og bendir því til stuðnings á grein 33 í reglugerð sambandsins um handknattleiksmóts. Í henni segir: Lið sem ekki mætir til leiks skal greiða allan kostnað af leiknum vegna dómara, vallar, auglýsinga og ferðalaga auk sektar til HSÍ allt að upphæð kr. 250.000 í meistaraflokki en allt að kr. 100.000 í yngri flokkum. Að auki skal viðkomandi lið greiða mótaðila bætur sem er jafn háar ferðakostnaði mótaðila vegna leikja á heimavelli viðkomandi liðs. Gjaldskrá mótanefndar vegna ferðakostnaðar yngri flokka skal notuð til að reikna ferðakostnað mótaðila, skv. fjölda á leikskýrslu. „Við treystum á að þeir fylgi því eftir,“ sagði Vigdís og bætir því við að kostnaður Harðar við leiki sé umtalsverður. Kostnaður upp á hálfa milljón „Ég var búin að panta fullt af pítsum. Ég bý úti á landi og þarf að gera það með sólarhrings fyrirvara. Ég hef reynt að fá pítsur að kvöldi til og það gengur ekki því þeir taka bara visst magn af deigi út á morgnana. Við erum með auglýsingar úti um allan bæ og prentkostnaður við það er kannski tuttugu þúsund krónur. Svo ferðakostnaðurinn, við munum ferðast í leik til þeirra , og ég get alveg lauslega áætlað hálfa milljón í bara í þetta þrennt,“ sagði Vigdís. Hún vonast til að HSÍ beiti HK viðurlögum og það hafi fordæmisgefandi áhrif. „Maður veit ekkert hvað HSÍ gerir en ég rétt vona að það verði tekið fast á þessu svo lið sem eru ekki að spila upp á eitthvað muni gera. Að mæta ekki í leiki og gefa þá. Ef þeir borga ekkert af þessu er ódýrara fyrir þá að gefa leikinn og mæta ekki. Það viljum við ekki sjá. Okkur finnst gaman að hafa heimaleiki. Það er það skemmtilegasta sem við gerum,“ sagði Vigdís að lokum.
Hörður HK Handbolti HSÍ Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Enski boltinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Meistararnir unnu annan leikinn í röð Enski boltinn Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Sjá meira