„Fann brosið mitt á ný“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. nóvember 2024 09:02 Emma Hayes kann mjög vel við sig sem landsliðsþjálfari og er líka að byrja mjög vel með bandaríska landsliðið. Getty/Brad Smith Emma Hayes, þjálfari bandaríska kvennalandsliðsins í fótbolta, opnaði sig í gær um vanlíðan sína í starfi sem knattspyrnustýra Chelsea. Hún hætti með Chelsea eftir síðasta tímabil og tók við bandaríska landsliðinu. Bandaríska landsliðið féll algjörlega á prófinu á HM 2023 en á fyrsta mótinu undir stjórn Hayes vann liðið gullverðlaun á Ólympíuleikunum í París. Hún fékk á dögunum Ballon d'or verðlaunin sem besti þjálfari ársins. Undir stjórn vann Chelsea fimm Englandsmeistaratitla í röð. Það var þó ýmislegt sem gekk á hjá henni á bak við tjöldin. Þrátt fyrir alla velgengnina þá leið henni ekki vel. „Mér finnst eins og ég sé komin með mójóið mitt aftur. Ég fann brosið mitt á ný og upplifði ánægju sem ég áttaði mig ekki á að ég var að lifa lífinu mínu án,“ sagði Hayes. ESPN fjallar um. Hún segir að stressið sem knattspyrnustýra Chelsea hafi verið farið að hafa áhrif á heilsu hennar. Leið alls ekki vel „Mér leið alls ekki vel þarna undir lokin. Ég var ekki heilsuhraust og ég vil ekki segja að það hafi verið of mikil pressa heldur frekar of mikið stress. Það tók sinn toll hjá mér,“ sagði Hayes. Næst á dagskrá er vináttulandseikur hjá bandaríska landsliðinu á móti Englandi á Wembley. Það er í fyrsta sinn sem hún mætir enska landsliðinu sem landsliðsþjálfari. Það er mikil spenna fyrir leiknum sem fer fram 30. nóvember næstkomandi. „Að vera komið með mójóið mitt aftur þýðir að ég elska fótboltann meira en nokkru sinni fyrr og ég sé skýrt það sem ég vil gera í mínu starfi,“ sagði Hayes. Græddi mikið í nýja starfinu Hún segist líka njóta þess að fá meiri frítíma á milli verkefna landsliðsins. „Ég hafði smá áhyggjur af því að þetta var ekki vinna sex til sjö daga í viku eins og ég var vön í tólf ár þar á undan. Ég hafði áhyggjur af því í svona fjórar sekúndur en svo fór ég að velta fyrir mér því sem ég græddi á þessu. Ég fæ tækifæri til að anda. Ég fæ að fara með Harry [sonur hennar] í skólann. Ég kemst í líkamsræktina og ég get búið til mína eigin dagskrá. Ég fórna engu sem heldur mér heilbrigðri,“ sagði Hayes. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Fótbolti Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Sport Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Bandaríska landsliðið féll algjörlega á prófinu á HM 2023 en á fyrsta mótinu undir stjórn Hayes vann liðið gullverðlaun á Ólympíuleikunum í París. Hún fékk á dögunum Ballon d'or verðlaunin sem besti þjálfari ársins. Undir stjórn vann Chelsea fimm Englandsmeistaratitla í röð. Það var þó ýmislegt sem gekk á hjá henni á bak við tjöldin. Þrátt fyrir alla velgengnina þá leið henni ekki vel. „Mér finnst eins og ég sé komin með mójóið mitt aftur. Ég fann brosið mitt á ný og upplifði ánægju sem ég áttaði mig ekki á að ég var að lifa lífinu mínu án,“ sagði Hayes. ESPN fjallar um. Hún segir að stressið sem knattspyrnustýra Chelsea hafi verið farið að hafa áhrif á heilsu hennar. Leið alls ekki vel „Mér leið alls ekki vel þarna undir lokin. Ég var ekki heilsuhraust og ég vil ekki segja að það hafi verið of mikil pressa heldur frekar of mikið stress. Það tók sinn toll hjá mér,“ sagði Hayes. Næst á dagskrá er vináttulandseikur hjá bandaríska landsliðinu á móti Englandi á Wembley. Það er í fyrsta sinn sem hún mætir enska landsliðinu sem landsliðsþjálfari. Það er mikil spenna fyrir leiknum sem fer fram 30. nóvember næstkomandi. „Að vera komið með mójóið mitt aftur þýðir að ég elska fótboltann meira en nokkru sinni fyrr og ég sé skýrt það sem ég vil gera í mínu starfi,“ sagði Hayes. Græddi mikið í nýja starfinu Hún segist líka njóta þess að fá meiri frítíma á milli verkefna landsliðsins. „Ég hafði smá áhyggjur af því að þetta var ekki vinna sex til sjö daga í viku eins og ég var vön í tólf ár þar á undan. Ég hafði áhyggjur af því í svona fjórar sekúndur en svo fór ég að velta fyrir mér því sem ég græddi á þessu. Ég fæ tækifæri til að anda. Ég fæ að fara með Harry [sonur hennar] í skólann. Ég kemst í líkamsræktina og ég get búið til mína eigin dagskrá. Ég fórna engu sem heldur mér heilbrigðri,“ sagði Hayes. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw)
Fótbolti Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Sport Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira