Innlent

HR-ingar spyrja fram­bjóðendur spjörunum úr

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Málþingið hefst klukkan 12 og verður í beinu streymi sem má finna neðar í fréttinni.
Málþingið hefst klukkan 12 og verður í beinu streymi sem má finna neðar í fréttinni. Lögrétta

Lögrétta, félag laganema við Háskólann í Reykjavík, stendur fyrir hádegismálþingi með fulltrúum þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis í komandi þingkosningum.

 Málþingið fer fram í dag klukkan 12 og verður haldið í stofu M101.

Frambjóðendur munu kynna sig og svara því hvers vegna háskólanemar ættu að kjósa þeirra flokk auk þess sem tekið verður við spurningum úr sal. Streymi frá málþinginu má nálgast hér að neðan.

Dr. Gunnar Þór Pétursson, forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík, annast fundarstjórn. Þeir fulltrúar sem taka þátt fyrir hönd sinna flokka eru:

  • Arnar Þór Jónsson, Lýðræðisflokki
  • Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Framsóknarflokki
  • Kolbrún Baldursdóttir, Flokki fólksins
  • Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Sjálfstæðisflokki
  • Jóhann Páll Jóhannsson, Samfylkingu
  • Lenya Rún Taha Karim, Pírötum
  • Paola Cardenas, Vinstrihreyfingunni – grænu framboði
  • Sanna Magdalena Mörtudóttir, Sósíalistaflokki
  • Sigríður Andersen, Miðflokki
  • Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Viðreisn



Fleiri fréttir

Sjá meira


×