Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Jakob Bjarnar skrifar 25. nóvember 2024 15:44 Úr bæklingi sem borinn var í hvert hús í Þorlákshöfn. Þar er varað við því að samþykkt verði í íbúakosningu malarvinnsla Heidelberg í Þorlákshöfn. Eftir því sem Vísir kemst næst eru það sex einstaklingar sem standa að baki bæklingnum. Þó fyrirhugaðar Alþingiskosningar séu æsispennandi er ekki síður tekist hart á um önnur atkvæði íbúa í Ölfusi; hvort þeir munu samþykkja atvinnustarfsemi Heidelberg Materials í Þorlákshöfn eða ekki. Mikið er undir. Í dag hefur bréfi frá Þorsteini Víglundssyni, talsmaður Heidelbergs á Íslandi, verið dreift til íbúa Þorlákshafnar. Þar segir að undanfarin þrjú ári hafi fyrirtækið átt í góðu samstarfi við bæjaryfirvöld og íbúa í Þorlákshöfn vegna áhuga fyrirtækisins á að hefja atvinnustarfsemi í bænum, reisa þar nýja höfn og vinnslu sem henni tengist. Bréf Þorsteins Víglundssonar sem borið var í hvert hús í Þorlákshöfn. Þar er því heitið, meðal annars, að verksmiðju Heidelbergs fylgi 160 varanleg störf. Boðað er til íbúafundar á miðvikudagskvöldið í ráðhúsinu. Þorsteinn segir áformin vera og hafi ávallt verið að reynast góður granni. Og hann lýsir yfir einlægum vilja til að renna styrkari stoðum undir þann öfluga og blómlega bæ sem Þorlákshöfn sé. Þeir bjóði fram fjölbreytt atvinnutækifæri og tekjuaukningu fyrir bæjarfélagið. Þorsteinn lofar 160 varanlegum störfum auk fjölda nýrra starfa á byggingartíma. Efnislega endurtekur Þorsteinn það sem hann hafði áður sagt í viðtali við Vísi: Þorsteinn segir að allt þetta sé undir íbúum komið, í atkvæðagreiðslu og boðar að endingu til íbúafundar í Versölum, Ráðhúsi Ölfuss, á miðvikudag 27. nóvember klukkan átta. Segjum nei við Heidelberg Við allt annan tón kveður hins vegar í bæklingi sem einnig var dreift í hús í dag, undir yfirskriftinni: „Segjum nei við Heidelberg“. Um er að ræða myndskreyttan bækling þar sem farið er yfir áhrifin sem mega heita neikvæð. Nefnt er að til standi að flytja heilt fjall – Litla-Sandfell – úr landi sem fela í sér óafturkræfar breytingar en sé mögulega bara fyrsta skrefið hjá Heidelberg. Nýjustu rannsóknir svari ekki spurningum sem First Water, fiskeldisfyrirtæki, hafi sett fram þegar það fyrirtæki kærði fyrirætlanir Heildelbergs. Það sé því kynnt á fölskum forsendum. Í bæklingnum er bent á ýmislegt neikvætt sem fylgt gæti fyrirhugaðri verksmiðju Heidelberg í Þorlákshöfn. Einnig er þar komið inn á mikla þungaflutninga um Þrengslin sem fylgi malarflutningunum. Hundrað og tíu ferðir á degi hverjum og er vitnað til Skipulagsstofnunar sem bent hefur á að „ekki er unnt að hefja stórfellda efnisflutninga úr Litla-Sandfelli um núverandi veg til Þorlákshafnar.“ Í bæklingnum, sem er nafnlaus, er sagt að staðhæfingar Heidelberg Materials um há meðallaun séu villandi í besta falli. Stóraukin mengun fylgi starfseminni og því velt upp að fasteignaverð lækki? Þá er sagt að fyrirtækið sé, án þess að hafa haft nokkra starfsemi í Þorlákshöfn, sé að kaupa sér velvild íbúa með því að styrkja íþróttastarf í bænum, svo eitthvað sé nefnt. Hvers vegna ekki að bíða niðurstöðu dómara? Þá er spurt hverjir hagnist og þar er sjónum beint að Þorsteini sjálfum auk aðventista sem eigi Litla-Sandfell. Greint er frá því að Kirkja sjöunda dags aðventista hafi gert samning við Eden Mining, sem sé milliliður og hagnist í raun án þess að gera neitt nema vera milliliðir. Myndir birtar af Kristni Ólafssyni og Eiríki Ingvarssyni auk Gavins Anthony, sem nýverið lét af störfum sem formaður Aðventista á Íslandi. Nefnt er að Kirkja aðventista eigi námurnar en hópur aðventista standi nú í málaferlum við trúfélagið fyrir að hafa „skrifað ólöglega undir samningnum sem verkefni Heidelbergs byggist á. Ef málið vinnst verður samningurinn dæmdur ólöglegur og engin verksmiðja reist. Hvers vegna er verið að kjósa um verksmiðjuna í stað þess að bíða eftir niðurstöðu dómsstóla?“ er þar spurt. Tengd skjöl Segjum_Nei_við_HeidelbergPDF4.8MBSækja skjal Deilur um iðnað í Ölfusi Ölfus Námuvinnsla Tengdar fréttir Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Bæjarfulltrúi Íbúalistans í Ölfusi segir að íbúafundur sem haldinn var í gærkvöldi hafi ekki verið til þess falinn að auka trúverðugleika skipulagsferlis í máli sem varðar mölunarverksmiðju Heidelbergs. 22. nóvember 2024 14:36 Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í Þorlákshöfn hefur ritað grein þar sem hún finnur fyrirhugaðri mölunarverksmiðju Heidelberg í nágrenni landeldisstöðva í Ölfusi flest til foráttu. 21. nóvember 2024 15:20 Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Íbúar í Ölfusi geta greitt atkvæði með eða á móti skipulagsbreytingum við höfnina í Þorlákshöfn vegna fyrirhugaðrar mölunarverksmiðju og hafnar. Íbúakosning hefst mánudaginn 25. nóvember. 31. október 2024 13:39 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Sjá meira
Í dag hefur bréfi frá Þorsteini Víglundssyni, talsmaður Heidelbergs á Íslandi, verið dreift til íbúa Þorlákshafnar. Þar segir að undanfarin þrjú ári hafi fyrirtækið átt í góðu samstarfi við bæjaryfirvöld og íbúa í Þorlákshöfn vegna áhuga fyrirtækisins á að hefja atvinnustarfsemi í bænum, reisa þar nýja höfn og vinnslu sem henni tengist. Bréf Þorsteins Víglundssonar sem borið var í hvert hús í Þorlákshöfn. Þar er því heitið, meðal annars, að verksmiðju Heidelbergs fylgi 160 varanleg störf. Boðað er til íbúafundar á miðvikudagskvöldið í ráðhúsinu. Þorsteinn segir áformin vera og hafi ávallt verið að reynast góður granni. Og hann lýsir yfir einlægum vilja til að renna styrkari stoðum undir þann öfluga og blómlega bæ sem Þorlákshöfn sé. Þeir bjóði fram fjölbreytt atvinnutækifæri og tekjuaukningu fyrir bæjarfélagið. Þorsteinn lofar 160 varanlegum störfum auk fjölda nýrra starfa á byggingartíma. Efnislega endurtekur Þorsteinn það sem hann hafði áður sagt í viðtali við Vísi: Þorsteinn segir að allt þetta sé undir íbúum komið, í atkvæðagreiðslu og boðar að endingu til íbúafundar í Versölum, Ráðhúsi Ölfuss, á miðvikudag 27. nóvember klukkan átta. Segjum nei við Heidelberg Við allt annan tón kveður hins vegar í bæklingi sem einnig var dreift í hús í dag, undir yfirskriftinni: „Segjum nei við Heidelberg“. Um er að ræða myndskreyttan bækling þar sem farið er yfir áhrifin sem mega heita neikvæð. Nefnt er að til standi að flytja heilt fjall – Litla-Sandfell – úr landi sem fela í sér óafturkræfar breytingar en sé mögulega bara fyrsta skrefið hjá Heidelberg. Nýjustu rannsóknir svari ekki spurningum sem First Water, fiskeldisfyrirtæki, hafi sett fram þegar það fyrirtæki kærði fyrirætlanir Heildelbergs. Það sé því kynnt á fölskum forsendum. Í bæklingnum er bent á ýmislegt neikvætt sem fylgt gæti fyrirhugaðri verksmiðju Heidelberg í Þorlákshöfn. Einnig er þar komið inn á mikla þungaflutninga um Þrengslin sem fylgi malarflutningunum. Hundrað og tíu ferðir á degi hverjum og er vitnað til Skipulagsstofnunar sem bent hefur á að „ekki er unnt að hefja stórfellda efnisflutninga úr Litla-Sandfelli um núverandi veg til Þorlákshafnar.“ Í bæklingnum, sem er nafnlaus, er sagt að staðhæfingar Heidelberg Materials um há meðallaun séu villandi í besta falli. Stóraukin mengun fylgi starfseminni og því velt upp að fasteignaverð lækki? Þá er sagt að fyrirtækið sé, án þess að hafa haft nokkra starfsemi í Þorlákshöfn, sé að kaupa sér velvild íbúa með því að styrkja íþróttastarf í bænum, svo eitthvað sé nefnt. Hvers vegna ekki að bíða niðurstöðu dómara? Þá er spurt hverjir hagnist og þar er sjónum beint að Þorsteini sjálfum auk aðventista sem eigi Litla-Sandfell. Greint er frá því að Kirkja sjöunda dags aðventista hafi gert samning við Eden Mining, sem sé milliliður og hagnist í raun án þess að gera neitt nema vera milliliðir. Myndir birtar af Kristni Ólafssyni og Eiríki Ingvarssyni auk Gavins Anthony, sem nýverið lét af störfum sem formaður Aðventista á Íslandi. Nefnt er að Kirkja aðventista eigi námurnar en hópur aðventista standi nú í málaferlum við trúfélagið fyrir að hafa „skrifað ólöglega undir samningnum sem verkefni Heidelbergs byggist á. Ef málið vinnst verður samningurinn dæmdur ólöglegur og engin verksmiðja reist. Hvers vegna er verið að kjósa um verksmiðjuna í stað þess að bíða eftir niðurstöðu dómsstóla?“ er þar spurt. Tengd skjöl Segjum_Nei_við_HeidelbergPDF4.8MBSækja skjal
Deilur um iðnað í Ölfusi Ölfus Námuvinnsla Tengdar fréttir Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Bæjarfulltrúi Íbúalistans í Ölfusi segir að íbúafundur sem haldinn var í gærkvöldi hafi ekki verið til þess falinn að auka trúverðugleika skipulagsferlis í máli sem varðar mölunarverksmiðju Heidelbergs. 22. nóvember 2024 14:36 Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í Þorlákshöfn hefur ritað grein þar sem hún finnur fyrirhugaðri mölunarverksmiðju Heidelberg í nágrenni landeldisstöðva í Ölfusi flest til foráttu. 21. nóvember 2024 15:20 Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Íbúar í Ölfusi geta greitt atkvæði með eða á móti skipulagsbreytingum við höfnina í Þorlákshöfn vegna fyrirhugaðrar mölunarverksmiðju og hafnar. Íbúakosning hefst mánudaginn 25. nóvember. 31. október 2024 13:39 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Sjá meira
Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Bæjarfulltrúi Íbúalistans í Ölfusi segir að íbúafundur sem haldinn var í gærkvöldi hafi ekki verið til þess falinn að auka trúverðugleika skipulagsferlis í máli sem varðar mölunarverksmiðju Heidelbergs. 22. nóvember 2024 14:36
Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í Þorlákshöfn hefur ritað grein þar sem hún finnur fyrirhugaðri mölunarverksmiðju Heidelberg í nágrenni landeldisstöðva í Ölfusi flest til foráttu. 21. nóvember 2024 15:20
Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Íbúar í Ölfusi geta greitt atkvæði með eða á móti skipulagsbreytingum við höfnina í Þorlákshöfn vegna fyrirhugaðrar mölunarverksmiðju og hafnar. Íbúakosning hefst mánudaginn 25. nóvember. 31. október 2024 13:39