Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Árni Sæberg skrifar 25. nóvember 2024 11:41 Fjölskyldan var í fríi á Adeje-ströndinni á Tenerife. Getty/Miracsaglam Fertug íslensk kona sætir gæsluvarðhaldi á Tenerife á Spáni vegna gruns um að hafa ráðist á tengdamóður sína og mágkonu á föstudagskvöld. Vitni lýsir því að herbergi á hóteli fjölskyldunnar hafi verið þakið blóði eftir árásina. Heimildir Vísis herma að konan sé enn í gæsluvarðhaldi og mál hennar verði tekið fyrir í dómi í dag, þar sem tekin verður ákvörðun um áframhaldandi gæsluvarðhald. Að sögn Ægis Þórs Eysteinssonar, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins, er ekkert mál tengt íslenskri konu í gæsluvarðhaldi á Tenerife komið inn á borð borgaraþjónustunnar. Réðst á þrjá Í gögnum frá lögreglunni á Spáni sem Vísir hefur undir höndum segir að atvik málsins hafi gerst um klukkan 23:30 á föstudagskvöld. Haft er eftir vitni að fjölskyldan hafi verið heima í mestu rólegheitum þegar konan fór skyndilega í uppnám vegna þess að sonur hennar var enn vakandi. Þegar mágkona hennar hafi lagt til að hún svæfði barnið hafi hún fyrirvaralaust ráðist á mágkonuna, rifið í hana, hrint henni á vegg og þaðan á gólfið og hent tveimur vínglösum í átt að henni og tengdamóður sinni. Tengdamóðirin hafi þá reynt að róa konuna niður en hún rifið í hana og hrint henni í gólfið, og hugsanlega kýlt hana í augað í leiðinni. Loks hafi tengdafaðir hennar reynt að skerast í leikinn og konan hrint honum í gólfið. Hann hafi ekki kært atvikið. Er með geðhvörf Í gögnum segir að bróðir konunnar hafi þá komið á vettvang, en hann hafi dvalið á öðru hóteli á Tenerife, róað konuna niður og farið með hana frá vettvangi. Hann hafi séð að herbergið hafi verið alþakið blóði og tengdamóðirin hafi þá tekið eftir skurði á vinstri framhandlegg hennar. Það hefði getað gerst þegar konan kastaði glasinu í hana, en ekki sé hægt að fullyrða það. Loks segir að konan þjáist af geðhvörfum og hafi áður ráðist á fólk. Hún sé á lyfjum vegna geðhvarfanna. Kanaríeyjar Spánn Erlend sakamál Íslendingar erlendis Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Sjá meira
Heimildir Vísis herma að konan sé enn í gæsluvarðhaldi og mál hennar verði tekið fyrir í dómi í dag, þar sem tekin verður ákvörðun um áframhaldandi gæsluvarðhald. Að sögn Ægis Þórs Eysteinssonar, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins, er ekkert mál tengt íslenskri konu í gæsluvarðhaldi á Tenerife komið inn á borð borgaraþjónustunnar. Réðst á þrjá Í gögnum frá lögreglunni á Spáni sem Vísir hefur undir höndum segir að atvik málsins hafi gerst um klukkan 23:30 á föstudagskvöld. Haft er eftir vitni að fjölskyldan hafi verið heima í mestu rólegheitum þegar konan fór skyndilega í uppnám vegna þess að sonur hennar var enn vakandi. Þegar mágkona hennar hafi lagt til að hún svæfði barnið hafi hún fyrirvaralaust ráðist á mágkonuna, rifið í hana, hrint henni á vegg og þaðan á gólfið og hent tveimur vínglösum í átt að henni og tengdamóður sinni. Tengdamóðirin hafi þá reynt að róa konuna niður en hún rifið í hana og hrint henni í gólfið, og hugsanlega kýlt hana í augað í leiðinni. Loks hafi tengdafaðir hennar reynt að skerast í leikinn og konan hrint honum í gólfið. Hann hafi ekki kært atvikið. Er með geðhvörf Í gögnum segir að bróðir konunnar hafi þá komið á vettvang, en hann hafi dvalið á öðru hóteli á Tenerife, róað konuna niður og farið með hana frá vettvangi. Hann hafi séð að herbergið hafi verið alþakið blóði og tengdamóðirin hafi þá tekið eftir skurði á vinstri framhandlegg hennar. Það hefði getað gerst þegar konan kastaði glasinu í hana, en ekki sé hægt að fullyrða það. Loks segir að konan þjáist af geðhvörfum og hafi áður ráðist á fólk. Hún sé á lyfjum vegna geðhvarfanna.
Kanaríeyjar Spánn Erlend sakamál Íslendingar erlendis Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Sjá meira