Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Árni Sæberg skrifar 25. nóvember 2024 11:41 Fjölskyldan var í fríi á Adeje-ströndinni á Tenerife. Getty/Miracsaglam Fertug íslensk kona sætir gæsluvarðhaldi á Tenerife á Spáni vegna gruns um að hafa ráðist á tengdamóður sína og mágkonu á föstudagskvöld. Vitni lýsir því að herbergi á hóteli fjölskyldunnar hafi verið þakið blóði eftir árásina. Heimildir Vísis herma að konan sé enn í gæsluvarðhaldi og mál hennar verði tekið fyrir í dómi í dag, þar sem tekin verður ákvörðun um áframhaldandi gæsluvarðhald. Að sögn Ægis Þórs Eysteinssonar, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins, er ekkert mál tengt íslenskri konu í gæsluvarðhaldi á Tenerife komið inn á borð borgaraþjónustunnar. Réðst á þrjá Í gögnum frá lögreglunni á Spáni sem Vísir hefur undir höndum segir að atvik málsins hafi gerst um klukkan 23:30 á föstudagskvöld. Haft er eftir vitni að fjölskyldan hafi verið heima í mestu rólegheitum þegar konan fór skyndilega í uppnám vegna þess að sonur hennar var enn vakandi. Þegar mágkona hennar hafi lagt til að hún svæfði barnið hafi hún fyrirvaralaust ráðist á mágkonuna, rifið í hana, hrint henni á vegg og þaðan á gólfið og hent tveimur vínglösum í átt að henni og tengdamóður sinni. Tengdamóðirin hafi þá reynt að róa konuna niður en hún rifið í hana og hrint henni í gólfið, og hugsanlega kýlt hana í augað í leiðinni. Loks hafi tengdafaðir hennar reynt að skerast í leikinn og konan hrint honum í gólfið. Hann hafi ekki kært atvikið. Er með geðhvörf Í gögnum segir að bróðir konunnar hafi þá komið á vettvang, en hann hafi dvalið á öðru hóteli á Tenerife, róað konuna niður og farið með hana frá vettvangi. Hann hafi séð að herbergið hafi verið alþakið blóði og tengdamóðirin hafi þá tekið eftir skurði á vinstri framhandlegg hennar. Það hefði getað gerst þegar konan kastaði glasinu í hana, en ekki sé hægt að fullyrða það. Loks segir að konan þjáist af geðhvörfum og hafi áður ráðist á fólk. Hún sé á lyfjum vegna geðhvarfanna. Kanaríeyjar Spánn Erlend sakamál Íslendingar erlendis Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Heimildir Vísis herma að konan sé enn í gæsluvarðhaldi og mál hennar verði tekið fyrir í dómi í dag, þar sem tekin verður ákvörðun um áframhaldandi gæsluvarðhald. Að sögn Ægis Þórs Eysteinssonar, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins, er ekkert mál tengt íslenskri konu í gæsluvarðhaldi á Tenerife komið inn á borð borgaraþjónustunnar. Réðst á þrjá Í gögnum frá lögreglunni á Spáni sem Vísir hefur undir höndum segir að atvik málsins hafi gerst um klukkan 23:30 á föstudagskvöld. Haft er eftir vitni að fjölskyldan hafi verið heima í mestu rólegheitum þegar konan fór skyndilega í uppnám vegna þess að sonur hennar var enn vakandi. Þegar mágkona hennar hafi lagt til að hún svæfði barnið hafi hún fyrirvaralaust ráðist á mágkonuna, rifið í hana, hrint henni á vegg og þaðan á gólfið og hent tveimur vínglösum í átt að henni og tengdamóður sinni. Tengdamóðirin hafi þá reynt að róa konuna niður en hún rifið í hana og hrint henni í gólfið, og hugsanlega kýlt hana í augað í leiðinni. Loks hafi tengdafaðir hennar reynt að skerast í leikinn og konan hrint honum í gólfið. Hann hafi ekki kært atvikið. Er með geðhvörf Í gögnum segir að bróðir konunnar hafi þá komið á vettvang, en hann hafi dvalið á öðru hóteli á Tenerife, róað konuna niður og farið með hana frá vettvangi. Hann hafi séð að herbergið hafi verið alþakið blóði og tengdamóðirin hafi þá tekið eftir skurði á vinstri framhandlegg hennar. Það hefði getað gerst þegar konan kastaði glasinu í hana, en ekki sé hægt að fullyrða það. Loks segir að konan þjáist af geðhvörfum og hafi áður ráðist á fólk. Hún sé á lyfjum vegna geðhvarfanna.
Kanaríeyjar Spánn Erlend sakamál Íslendingar erlendis Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira