Eina reglan í boðinu var að það var bannað hlæja. En gestir í matarboðinu áttu aftur á móti að gera allt sem þeir gátu til að fá hina til að hlæja.
Talið barst að frægum lista sem fólk gerir með maka sínum. Mögulega fimm einstaklingar sem væri í lagi að eyða nótt með, án afleiðinga. Oftast eru þetta erlendir þekktir einstaklingar.
En umræðan fór í þá átt hvort það væri í lagi að þetta væru íslenskir aðilar. Hjörvar var ekki á því máli.
Hann tók sem dæmi að það væri mjög skrýtið ef þetta væri bara einhver millistjórnandi í Húsasmiðjunni sem maður gæti í raun hitt hvenær sem er.
„Það er bara þreytt ef einhver gæi í Húsasmiðjunni er með konunni þinni,“ sagði Hjörvar í þættinum en hér að neðan má sjá atriðið sjálft.