Lífið

Má gæi úr Húsa­smiðjunni vera á listanum þínum?

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hjörvar fór á kostum í síðasta þætti af Bannað að hlæja.
Hjörvar fór á kostum í síðasta þætti af Bannað að hlæja.

Bannað að hlæja hélt áfram á Stöð 2 á föstudagskvöldið. Þar mættu þau Hjörvar Hafliðason, Egill Einarsson, Rúrik Gíslason, Sigrún Ósk Kristjánsdóttir og Kristín Pétursdóttir í matarboð.

Eina reglan í boðinu var að það var bannað hlæja. En gestir í matarboðinu áttu aftur á móti að gera allt sem þeir gátu til að fá hina til að hlæja.

Talið barst að frægum lista sem fólk gerir með maka sínum. Mögulega fimm einstaklingar sem væri í lagi að eyða nótt með, án afleiðinga. Oftast eru þetta erlendir þekktir einstaklingar.

En umræðan fór í þá átt hvort það væri í lagi að þetta væru íslenskir aðilar. Hjörvar var ekki á því máli.

Hann tók sem dæmi að það væri mjög skrýtið ef þetta væri bara einhver millistjórnandi í Húsasmiðjunni sem maður gæti í raun hitt hvenær sem er.

„Það er bara þreytt ef einhver gæi í Húsasmiðjunni er með konunni þinni,“ sagði Hjörvar í þættinum en hér að neðan má sjá atriðið sjálft.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.