Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar 25. nóvember 2024 08:20 Á ferð minni um okkar víðfema og fallega kjördæmi hef ég lent í allskyns vandræðum í öllum veðrum nú í nóvember. Ég er sannarlega ekki einn um það enda vegir landsins uppfullir af spennandi frambjóðendum í leit að sem flestum samtölum við fólkið í landinu. Frambjóðendur keppast nú við að birta myndir og myndbönd af skafrenningi, snjókomu, blindbyljum og fleira til. Allt til þess gert að sýna fólki hversu vandasamt það getur verið að ferðast um landið í nóvember. Sem betur fer er bara kosið á fjögurra ára fresti og oftast á vorin. Þess vegna er þetta nú frekar undantekning en hitt að frambjóðendur þurfi að vaða út í þetta veður og þessa færð í atkvæðaleit. Það á hinsvegar ekki við um alla þá sem ferðast daglega um á leið sinni til vinnu eða skóla á svo dreifbýlu svæði. Sérstaklega á þetta við um íþróttakrakkana okkar sem eru háð því að komast til keppna og jafnvel landsliðsæfinga allt árið um kring. Keppnir og æfingar fara fram víðsvegar um landið, þó oftast á höfuðborgarsvæðinu. Afleidd áhrif íþrótta á hagkerfi landsins, svosem veitingastaði, gististaði, vegasjoppur, íþróttaverslanir og fleira til eru gríðarlega mikil. Það er því okkur Framsóknarfólki mikið í mun að öll komist leiða sinna, á sem öruggastan hátt. Það væri auðvitað best að lofa bara betra veðri! Gera það að stóra kosningamálinu. Það er hinsvegar ógjörningur og óábyrgt að reyna að lofa því og það stendur Framsókn ekki fyrir. Framsókn vill byggja á traustum og öruggum grunni. Minni öfgum. Þess vegna vill Framsókn skoða útfærslur á ívilnunum til ferðaþjónustufyrirtækja sem eru með vel útbúin ökutæki og atvinnubílstjóra í vinnu við að keyra íþróttahópa, því öryggið er mikilvægt. Reyna að fækka þeim skiptum sem að þreyttir þjálfarar eða fararstjórar keyra með hóp af krökkum landshluta á milli. Þess vegna vill Framsókn útvíkka úrræðið sem Loftbrúin hefur verið. Fjölga skiptum eða koma henni að einhverju leyti inn til íþróttafélaga, svo hægt sé að fljúga landshluta á milli. Þess vegna hefur Framsókn aukið útgjöld til vegakerfisins töluvert á liðnum kjörtímabilum, til þess að auka öryggi á þjóðvegum. Þess vegna vill Framsókn auka framlag til Ferðajöfnunarsjóðs ÍSÍ, svo að íþróttafélög geti keypt góða þjónustu til þess að ferðast með íþróttabörn landsins. Þess vegna vill Framsókn skoða hugmyndir um hvernig hægt er að draga úr kostnaði við gistingu íþróttahópa, allt árið um kring. Þess vegna er er best að kjósa Framsókn. Minni öfgar, meiri Framsókn. Höfundur er fyrrum knattspyrnuþjálfari yngri flokka á landsbyggðinni og í 4. sæti á lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Bragi Geirdal Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Á ferð minni um okkar víðfema og fallega kjördæmi hef ég lent í allskyns vandræðum í öllum veðrum nú í nóvember. Ég er sannarlega ekki einn um það enda vegir landsins uppfullir af spennandi frambjóðendum í leit að sem flestum samtölum við fólkið í landinu. Frambjóðendur keppast nú við að birta myndir og myndbönd af skafrenningi, snjókomu, blindbyljum og fleira til. Allt til þess gert að sýna fólki hversu vandasamt það getur verið að ferðast um landið í nóvember. Sem betur fer er bara kosið á fjögurra ára fresti og oftast á vorin. Þess vegna er þetta nú frekar undantekning en hitt að frambjóðendur þurfi að vaða út í þetta veður og þessa færð í atkvæðaleit. Það á hinsvegar ekki við um alla þá sem ferðast daglega um á leið sinni til vinnu eða skóla á svo dreifbýlu svæði. Sérstaklega á þetta við um íþróttakrakkana okkar sem eru háð því að komast til keppna og jafnvel landsliðsæfinga allt árið um kring. Keppnir og æfingar fara fram víðsvegar um landið, þó oftast á höfuðborgarsvæðinu. Afleidd áhrif íþrótta á hagkerfi landsins, svosem veitingastaði, gististaði, vegasjoppur, íþróttaverslanir og fleira til eru gríðarlega mikil. Það er því okkur Framsóknarfólki mikið í mun að öll komist leiða sinna, á sem öruggastan hátt. Það væri auðvitað best að lofa bara betra veðri! Gera það að stóra kosningamálinu. Það er hinsvegar ógjörningur og óábyrgt að reyna að lofa því og það stendur Framsókn ekki fyrir. Framsókn vill byggja á traustum og öruggum grunni. Minni öfgum. Þess vegna vill Framsókn skoða útfærslur á ívilnunum til ferðaþjónustufyrirtækja sem eru með vel útbúin ökutæki og atvinnubílstjóra í vinnu við að keyra íþróttahópa, því öryggið er mikilvægt. Reyna að fækka þeim skiptum sem að þreyttir þjálfarar eða fararstjórar keyra með hóp af krökkum landshluta á milli. Þess vegna vill Framsókn útvíkka úrræðið sem Loftbrúin hefur verið. Fjölga skiptum eða koma henni að einhverju leyti inn til íþróttafélaga, svo hægt sé að fljúga landshluta á milli. Þess vegna hefur Framsókn aukið útgjöld til vegakerfisins töluvert á liðnum kjörtímabilum, til þess að auka öryggi á þjóðvegum. Þess vegna vill Framsókn auka framlag til Ferðajöfnunarsjóðs ÍSÍ, svo að íþróttafélög geti keypt góða þjónustu til þess að ferðast með íþróttabörn landsins. Þess vegna vill Framsókn skoða hugmyndir um hvernig hægt er að draga úr kostnaði við gistingu íþróttahópa, allt árið um kring. Þess vegna er er best að kjósa Framsókn. Minni öfgar, meiri Framsókn. Höfundur er fyrrum knattspyrnuþjálfari yngri flokka á landsbyggðinni og í 4. sæti á lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar