Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar 25. nóvember 2024 08:20 Á ferð minni um okkar víðfema og fallega kjördæmi hef ég lent í allskyns vandræðum í öllum veðrum nú í nóvember. Ég er sannarlega ekki einn um það enda vegir landsins uppfullir af spennandi frambjóðendum í leit að sem flestum samtölum við fólkið í landinu. Frambjóðendur keppast nú við að birta myndir og myndbönd af skafrenningi, snjókomu, blindbyljum og fleira til. Allt til þess gert að sýna fólki hversu vandasamt það getur verið að ferðast um landið í nóvember. Sem betur fer er bara kosið á fjögurra ára fresti og oftast á vorin. Þess vegna er þetta nú frekar undantekning en hitt að frambjóðendur þurfi að vaða út í þetta veður og þessa færð í atkvæðaleit. Það á hinsvegar ekki við um alla þá sem ferðast daglega um á leið sinni til vinnu eða skóla á svo dreifbýlu svæði. Sérstaklega á þetta við um íþróttakrakkana okkar sem eru háð því að komast til keppna og jafnvel landsliðsæfinga allt árið um kring. Keppnir og æfingar fara fram víðsvegar um landið, þó oftast á höfuðborgarsvæðinu. Afleidd áhrif íþrótta á hagkerfi landsins, svosem veitingastaði, gististaði, vegasjoppur, íþróttaverslanir og fleira til eru gríðarlega mikil. Það er því okkur Framsóknarfólki mikið í mun að öll komist leiða sinna, á sem öruggastan hátt. Það væri auðvitað best að lofa bara betra veðri! Gera það að stóra kosningamálinu. Það er hinsvegar ógjörningur og óábyrgt að reyna að lofa því og það stendur Framsókn ekki fyrir. Framsókn vill byggja á traustum og öruggum grunni. Minni öfgum. Þess vegna vill Framsókn skoða útfærslur á ívilnunum til ferðaþjónustufyrirtækja sem eru með vel útbúin ökutæki og atvinnubílstjóra í vinnu við að keyra íþróttahópa, því öryggið er mikilvægt. Reyna að fækka þeim skiptum sem að þreyttir þjálfarar eða fararstjórar keyra með hóp af krökkum landshluta á milli. Þess vegna vill Framsókn útvíkka úrræðið sem Loftbrúin hefur verið. Fjölga skiptum eða koma henni að einhverju leyti inn til íþróttafélaga, svo hægt sé að fljúga landshluta á milli. Þess vegna hefur Framsókn aukið útgjöld til vegakerfisins töluvert á liðnum kjörtímabilum, til þess að auka öryggi á þjóðvegum. Þess vegna vill Framsókn auka framlag til Ferðajöfnunarsjóðs ÍSÍ, svo að íþróttafélög geti keypt góða þjónustu til þess að ferðast með íþróttabörn landsins. Þess vegna vill Framsókn skoða hugmyndir um hvernig hægt er að draga úr kostnaði við gistingu íþróttahópa, allt árið um kring. Þess vegna er er best að kjósa Framsókn. Minni öfgar, meiri Framsókn. Höfundur er fyrrum knattspyrnuþjálfari yngri flokka á landsbyggðinni og í 4. sæti á lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Bragi Geirdal Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Kópavogsmódelið Atli Ísleifsson skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Á ferð minni um okkar víðfema og fallega kjördæmi hef ég lent í allskyns vandræðum í öllum veðrum nú í nóvember. Ég er sannarlega ekki einn um það enda vegir landsins uppfullir af spennandi frambjóðendum í leit að sem flestum samtölum við fólkið í landinu. Frambjóðendur keppast nú við að birta myndir og myndbönd af skafrenningi, snjókomu, blindbyljum og fleira til. Allt til þess gert að sýna fólki hversu vandasamt það getur verið að ferðast um landið í nóvember. Sem betur fer er bara kosið á fjögurra ára fresti og oftast á vorin. Þess vegna er þetta nú frekar undantekning en hitt að frambjóðendur þurfi að vaða út í þetta veður og þessa færð í atkvæðaleit. Það á hinsvegar ekki við um alla þá sem ferðast daglega um á leið sinni til vinnu eða skóla á svo dreifbýlu svæði. Sérstaklega á þetta við um íþróttakrakkana okkar sem eru háð því að komast til keppna og jafnvel landsliðsæfinga allt árið um kring. Keppnir og æfingar fara fram víðsvegar um landið, þó oftast á höfuðborgarsvæðinu. Afleidd áhrif íþrótta á hagkerfi landsins, svosem veitingastaði, gististaði, vegasjoppur, íþróttaverslanir og fleira til eru gríðarlega mikil. Það er því okkur Framsóknarfólki mikið í mun að öll komist leiða sinna, á sem öruggastan hátt. Það væri auðvitað best að lofa bara betra veðri! Gera það að stóra kosningamálinu. Það er hinsvegar ógjörningur og óábyrgt að reyna að lofa því og það stendur Framsókn ekki fyrir. Framsókn vill byggja á traustum og öruggum grunni. Minni öfgum. Þess vegna vill Framsókn skoða útfærslur á ívilnunum til ferðaþjónustufyrirtækja sem eru með vel útbúin ökutæki og atvinnubílstjóra í vinnu við að keyra íþróttahópa, því öryggið er mikilvægt. Reyna að fækka þeim skiptum sem að þreyttir þjálfarar eða fararstjórar keyra með hóp af krökkum landshluta á milli. Þess vegna vill Framsókn útvíkka úrræðið sem Loftbrúin hefur verið. Fjölga skiptum eða koma henni að einhverju leyti inn til íþróttafélaga, svo hægt sé að fljúga landshluta á milli. Þess vegna hefur Framsókn aukið útgjöld til vegakerfisins töluvert á liðnum kjörtímabilum, til þess að auka öryggi á þjóðvegum. Þess vegna vill Framsókn auka framlag til Ferðajöfnunarsjóðs ÍSÍ, svo að íþróttafélög geti keypt góða þjónustu til þess að ferðast með íþróttabörn landsins. Þess vegna vill Framsókn skoða hugmyndir um hvernig hægt er að draga úr kostnaði við gistingu íþróttahópa, allt árið um kring. Þess vegna er er best að kjósa Framsókn. Minni öfgar, meiri Framsókn. Höfundur er fyrrum knattspyrnuþjálfari yngri flokka á landsbyggðinni og í 4. sæti á lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun