Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Jón Ísak Ragnarsson skrifar 24. nóvember 2024 20:03 Verkefnastjóri jólaþorpsins í Hafnarfirði vísar því algjörlega á bug að jólasveinninn í Hellisgerði hafi verið drukkinn um helgina. Vísir/Vilhelm Foreldrar barna í Hafnarfirðinum og víðar hafa sumir farið á samfélagsmiðla og kvartað yfir jólasveini í Hellisgerði í jólaþorpi Hafnarfjarðar. Sumir segja að hann hafi hunsað öll börn sem til hans komu og að hann hafi verið drukkinn, og auk þess hafi hann ekki talað íslensku. Verkefnastjóri jólaþorpsins segir að rekstraraðilar í Hellisgerði hafi viljað hjálpa til og verið með aukajólasvein á sínum snærum, og vísar því á bug að hann hafi verið drukkinn. „Hafa einhverjir fleiri orðið varir við að jólasveinninn í Hellisgerði hagi sér einkennilega?“ var spurt á spjallþræði á netinu og enginn skortur var á svörum. „Úff já sá hann síðustu helgi, var 100% drukkinn, skeggið ekki einu sinni rétt á andlitinu og hann bara frekar krípí,“ segir ein. „Hann var í gær að drekka kaffi og hangandi í símanum á miðju torginu hjá sviðinu og hunsaði öll börn sem komu til hans, finnst það frekar lélegt dæmi!“ segir önnur. Ekki á vegum Hafnarfjarðar og alls ekki drukkinn Sunna Magnúsdóttir verkefnastjóri jólaþorpsins í Hafnarfirði segir að jólasveinninn hafi ekki verið fullur. „Það er ekki séns.“ Jólasveinninn sem um ræðir sé þó ekki á þeirra vegum og tali þess vegna ekki íslensku. Hún segir að jólasveinar jólaþorpsins séu allir rammíslenskir jólasveinar í ullarpeysum og tali íslensku við börn og taki með þeim myndir. Askasleikir hafi til að mynda skemmt gestum jólaþorpsins um helgina. Jólasveinninn í Hellisgerði sé á vegum veitingastaðarins, og komi frá Brasilíu. „Það er rekstraraðili sem að er með veitingahús í Hellisgerði, þau selja veitingar, kakó, vöfflur og svoleiðis. Þetta er aðili á þeirra vegum sem er að reyna gleðja,“ segir hún. „Þetta er bara blásaklaus maður sem kemur frá Brasilíu sem er þarna upp á skraut, en er kannski ekki að gefa sig að börnunum þarna og fólk er kannski vant því,“ segir hún. Veitingastaðurinn hafi viljað hjálpa til Sunna segir að rekstraraðilar veitingastaðarins séu bara að reyna gera sitt besta og hafi viljað hjálpa til jólaþorpið. „Rekstaraðilarnir eru að reyna setja aukakrydd í flóruna í jólaþorpinu með því að hafa einn amerískan jólasvein líka,“ segir hún, en jólasveinninn í Hellisgerði er sá eini sem er í ameríska rauða jólasveinabúningnum. Hins vegar tali hann hvorki íslensku né ensku. „Hann er bara í búning og skeggið á hans búning er kannski ekki alveg jafnflott og það flottasta í bænum. Þetta er svo leiðinlegt af því að þau eru þvílíkt að reyna gera sitt besta og standa sig svo vel,“ segir Sunna. Hafnarfjörður Jól Jólasveinar Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Sjá meira
„Hafa einhverjir fleiri orðið varir við að jólasveinninn í Hellisgerði hagi sér einkennilega?“ var spurt á spjallþræði á netinu og enginn skortur var á svörum. „Úff já sá hann síðustu helgi, var 100% drukkinn, skeggið ekki einu sinni rétt á andlitinu og hann bara frekar krípí,“ segir ein. „Hann var í gær að drekka kaffi og hangandi í símanum á miðju torginu hjá sviðinu og hunsaði öll börn sem komu til hans, finnst það frekar lélegt dæmi!“ segir önnur. Ekki á vegum Hafnarfjarðar og alls ekki drukkinn Sunna Magnúsdóttir verkefnastjóri jólaþorpsins í Hafnarfirði segir að jólasveinninn hafi ekki verið fullur. „Það er ekki séns.“ Jólasveinninn sem um ræðir sé þó ekki á þeirra vegum og tali þess vegna ekki íslensku. Hún segir að jólasveinar jólaþorpsins séu allir rammíslenskir jólasveinar í ullarpeysum og tali íslensku við börn og taki með þeim myndir. Askasleikir hafi til að mynda skemmt gestum jólaþorpsins um helgina. Jólasveinninn í Hellisgerði sé á vegum veitingastaðarins, og komi frá Brasilíu. „Það er rekstraraðili sem að er með veitingahús í Hellisgerði, þau selja veitingar, kakó, vöfflur og svoleiðis. Þetta er aðili á þeirra vegum sem er að reyna gleðja,“ segir hún. „Þetta er bara blásaklaus maður sem kemur frá Brasilíu sem er þarna upp á skraut, en er kannski ekki að gefa sig að börnunum þarna og fólk er kannski vant því,“ segir hún. Veitingastaðurinn hafi viljað hjálpa til Sunna segir að rekstraraðilar veitingastaðarins séu bara að reyna gera sitt besta og hafi viljað hjálpa til jólaþorpið. „Rekstaraðilarnir eru að reyna setja aukakrydd í flóruna í jólaþorpinu með því að hafa einn amerískan jólasvein líka,“ segir hún, en jólasveinninn í Hellisgerði er sá eini sem er í ameríska rauða jólasveinabúningnum. Hins vegar tali hann hvorki íslensku né ensku. „Hann er bara í búning og skeggið á hans búning er kannski ekki alveg jafnflott og það flottasta í bænum. Þetta er svo leiðinlegt af því að þau eru þvílíkt að reyna gera sitt besta og standa sig svo vel,“ segir Sunna.
Hafnarfjörður Jól Jólasveinar Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Sjá meira