Engar ruslatunnur í Grindavík Bjarki Sigurðsson skrifar 24. nóvember 2024 19:33 Ruslatunnurnar verða fluttar í Reykjanesbæ yfir vetrartímann svo þær fjúki ekki út á haf. Vísir Verulega dró úr virkni í eldgosinu við Sundhnúksgíga í nótt. Unnið er hörðum höndum að hraunkælingu í Svartsengi, svo auðveldara sé að hækka varnargarða. Þá er Grindavík að verða að ruslatunnulausum bæ. Dregið hefur úr gosóróa við Sundhnúksgígaröðina. Þrír gígar eru áfram virkir en virknin er töluvert minni í þeim gíg sem hefur verið öflugastur hingað til. Sá gígur hefur verið að fæða hrauntröð meðfram Stóra Skógfelli og varnargörðum við Svartsengi. Veðurstofan hefur varað við því að þrátt fyrir minni virkni geti hraunflæði áfram valdið miklu álagi á varnargarðana. Enn sé möguleiki á að hrauntungur brjóti sér leið yfir varnargarða. Hraunið við garðana í Svartsengi, sem eru einungis nokkur hundruð metrum frá orkuveri HS Orku og Bláa lóninu, er nú orðið tveimur metrum hærra en garðarnir sjálfir. Því er unnið að því að hækka þá og kæla hraunið. „Þetta er í raun og veru til þess að undirbúa. Við erum að kæla kantinn á hrauninu til að flýta mögulega fyrir ferlinu hjá verktakanum með varnargarðana. Svo ef það opnast svokölluð hraunaugu í kantinum, þá reynum við að grípa þau til að stoppa að það opni fleiri,“ segir hraunkælingarstjórinn Helgi Hjörleifsson. Helgi Hjörleifsson er hraunkælingarstjórinn.Vísir Helgi segist ekki vita hvenær verkinu verður lokið. „Það eru sólarhringsvaktir framundan til að láta þetta ganga. Það er ekki gott að stoppa mikið þannig við látum þetta ganga og vinnum þangað til við hættum,“ segir Helgi. Það var tómlegt í Grindavík í dag. Í nótt mældist gosmengun í bænum og í dag ekki mælt með því að börn væru úti við. Þeir fáu sem gengu um bæinn voru flestallir á vegum Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur að sækja ruslatunnur. Verið er að flytja allar tunnur bæjarins til Reykjanesbæjar yfir vetrartímann svo þær fjúki ekki á haf út. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Slökkvilið Sorphirða Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Dregið hefur úr gosóróa við Sundhnúksgígaröðina. Þrír gígar eru áfram virkir en virknin er töluvert minni í þeim gíg sem hefur verið öflugastur hingað til. Sá gígur hefur verið að fæða hrauntröð meðfram Stóra Skógfelli og varnargörðum við Svartsengi. Veðurstofan hefur varað við því að þrátt fyrir minni virkni geti hraunflæði áfram valdið miklu álagi á varnargarðana. Enn sé möguleiki á að hrauntungur brjóti sér leið yfir varnargarða. Hraunið við garðana í Svartsengi, sem eru einungis nokkur hundruð metrum frá orkuveri HS Orku og Bláa lóninu, er nú orðið tveimur metrum hærra en garðarnir sjálfir. Því er unnið að því að hækka þá og kæla hraunið. „Þetta er í raun og veru til þess að undirbúa. Við erum að kæla kantinn á hrauninu til að flýta mögulega fyrir ferlinu hjá verktakanum með varnargarðana. Svo ef það opnast svokölluð hraunaugu í kantinum, þá reynum við að grípa þau til að stoppa að það opni fleiri,“ segir hraunkælingarstjórinn Helgi Hjörleifsson. Helgi Hjörleifsson er hraunkælingarstjórinn.Vísir Helgi segist ekki vita hvenær verkinu verður lokið. „Það eru sólarhringsvaktir framundan til að láta þetta ganga. Það er ekki gott að stoppa mikið þannig við látum þetta ganga og vinnum þangað til við hættum,“ segir Helgi. Það var tómlegt í Grindavík í dag. Í nótt mældist gosmengun í bænum og í dag ekki mælt með því að börn væru úti við. Þeir fáu sem gengu um bæinn voru flestallir á vegum Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur að sækja ruslatunnur. Verið er að flytja allar tunnur bæjarins til Reykjanesbæjar yfir vetrartímann svo þær fjúki ekki á haf út.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Slökkvilið Sorphirða Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira