Sundhnúksgígaröðin að verða búin Bjarki Sigurðsson skrifar 24. nóvember 2024 12:58 Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur eldgosið í Sundhnúksgígaröðinni sem nú stendur yfir vera með þeim síðustu þar. Vísir/Einar Dregið hefur töluvert úr virkni í miðgíg eldgossins í Sundhnúkum. Eldfjallafræðingur telur gosið eiga nokkra daga eftir en nú fari að slökna á Sundhnúksgígaröðinni. Hraunkæling á svæðinu er í fullum gangi og gengur vel, að sögn hraunkælingarstjóra. Miðgígurinn hefur verið sá virkasti hingað til. Klukkan fimm í morgun dró úr gosóróa og samhliða því virkni í honum. Virknin helst stöðug í gígunum nyrst og syðst. Hraunið sem flæðir úr miðgígnum hefur runnið meðfram varnargörðunum við Svartsengi og Bláa lónið. Á köflum hefur hraunið náð hæð varnargarðanna og því unnið að því að hækka garðana. Slökkviliðið hefur samhliða því verið að kæla hraunið. „Við förum með kælinguna á undan vinnuvélunum. Reynum að kæla kantinn á hrauninu svo þeir geti nýtt hann sem stuðning fyrir sig,“ segir Helgi Hjörleifsson, aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og hraunkælingarstjóri. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir minni virkni ekki þýða endilega að gosinu sé að ljúka í bráð. „Ég á svosem von á því að þetta malli í einhverja daga í viðbót. Það er samt aldrei hægt að negla neitt niður. Ég reikna með því að þetta verði í einhverja daga í viðbót,“ segir Ármann. Gosið hófst á miðvikudagskvöld með litlum fyrirvara. Ármann telur það benda til þess að spennulosunin í Sundhnúksgígaröðinni sé að ljúka eftir tíu eldgos á þremur árum. „Reykjanesið í heild sinni er komið í gang. Við megum eiga von á því að það verði tíðari eldgos á Reykjanesi næstu áratugina, miðað við hvernig þetta var áður en allt byrjaði. En Sundhnúksgígaröðin er væntanlega að verða búin að losa þessa spennu sem er við Evrasíu-flekann. Þegar því líkur hætta þessi eldgos væntanlega þar. En þau geta þá komið upp í Eldvörpum eða á Reykjanestá,“ segir Ármann. Hraun flæddi yfir svæði þar sem Njarðvíkuræðin er niðurgrafin. Í gær voru íbúar á Suðurnesjum hvattir til að fara sparlega með heita vatnið vegna álags á æðina en það virðist sem svo að hún muni halda. Hitabreytingar við æðina hafa ekki verið miklar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Slökkvilið Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Fleiri fréttir Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Sjá meira
Miðgígurinn hefur verið sá virkasti hingað til. Klukkan fimm í morgun dró úr gosóróa og samhliða því virkni í honum. Virknin helst stöðug í gígunum nyrst og syðst. Hraunið sem flæðir úr miðgígnum hefur runnið meðfram varnargörðunum við Svartsengi og Bláa lónið. Á köflum hefur hraunið náð hæð varnargarðanna og því unnið að því að hækka garðana. Slökkviliðið hefur samhliða því verið að kæla hraunið. „Við förum með kælinguna á undan vinnuvélunum. Reynum að kæla kantinn á hrauninu svo þeir geti nýtt hann sem stuðning fyrir sig,“ segir Helgi Hjörleifsson, aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og hraunkælingarstjóri. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir minni virkni ekki þýða endilega að gosinu sé að ljúka í bráð. „Ég á svosem von á því að þetta malli í einhverja daga í viðbót. Það er samt aldrei hægt að negla neitt niður. Ég reikna með því að þetta verði í einhverja daga í viðbót,“ segir Ármann. Gosið hófst á miðvikudagskvöld með litlum fyrirvara. Ármann telur það benda til þess að spennulosunin í Sundhnúksgígaröðinni sé að ljúka eftir tíu eldgos á þremur árum. „Reykjanesið í heild sinni er komið í gang. Við megum eiga von á því að það verði tíðari eldgos á Reykjanesi næstu áratugina, miðað við hvernig þetta var áður en allt byrjaði. En Sundhnúksgígaröðin er væntanlega að verða búin að losa þessa spennu sem er við Evrasíu-flekann. Þegar því líkur hætta þessi eldgos væntanlega þar. En þau geta þá komið upp í Eldvörpum eða á Reykjanestá,“ segir Ármann. Hraun flæddi yfir svæði þar sem Njarðvíkuræðin er niðurgrafin. Í gær voru íbúar á Suðurnesjum hvattir til að fara sparlega með heita vatnið vegna álags á æðina en það virðist sem svo að hún muni halda. Hitabreytingar við æðina hafa ekki verið miklar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Slökkvilið Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Fleiri fréttir Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Sjá meira