Þetta staðfestir Jón Kristinn Valsson, aðalvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.
Tveir voru í bílnum og enginn var fluttur á sjúkrahús. Jón kveðst ekki vita hvort þeir hafi verið undir áhrifum vímuefna og ekki hafi hann heldur hugmynd um það hvort bíllinn sé ónýtur.
Samkvæmt sjónarvottum sem settu sig í samband við Vísi er um limosínu að ræða, og virtist hún talsvert skemmd.