Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Bjarki Sigurðsson skrifar 23. nóvember 2024 19:52 Pétur Óskarsson er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Rúnar Hraun ógnar nú innviðum af ýmsu tagi í Svartsengi, þar sem unnið er hörðum höndum að því að hækka varnargarða og bjarga mikilvægum rafmagnsmöstrum. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir brýnt að Bláa lónið verði opnað um leið og það er öruggt. Hann óttast ekki að sláandi myndir frá síðustu dögum hafi fælingarmátt. Eldgosið sem hófst á Reykjanesskaga miðvikudagskvöld hefur valdið þónokkrum usla. Hraunstraumar valda álagi á varnargarða og hraun streymir enn til vesturs með varnargörðum við Svartsengi og Bláa lónið. Hraunið bunkast upp og víða er hraunið orðið hærra en varnargarðarnir sjálfir. Því hefur verið unnið að því í dag að hækka varnargarða við Svartsengi um allt að fjóra metra. Landsnet hefur einnig unnið að því að bjarga möstrum á Svartsengislínu. „Í gærkvöldi þá byrjaði að flæða hraun yfir varnargarða. Þá byrjar að flæða hraun að mastrinu og við höfum áhyggjur af því að vandamálið verði meira og við myndum missa annað mastur. Þannig síðan í gærkvöldi höfum við verið að sprauta á hraunið með vatni til að kæla það, fengum svo jarðýtur og allskyns vinnuvélar til að stækka varnargarðinn og forða mastrinu frá því að hrynja,“ segir Örn Davíðsson, verkstjóri hjá Landsneti. Örn Davíðsson er verkstjóri hjá Landsneti.Vísir/Rúnar Það er ljóst að bláa lónið opnar ekki á næstu dögum en bílastæði lónsins fóru undir hraun á fimmtudag. Þau stefna þó á opnun á föstudaginn en ferðaþjónustan segir mikilvægt að lónið opni sem allra fyrst. „Það er mjög mikilvægt, ég myndi segja það. Um leið og það er öruggt, vonum við öll að fyrirtækið geti hafið starfsemi að nýju. Við vonum að það verði bara sem fyrst,“ segir Pétur Óskarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Lónið sé ótrúlegt aðdráttarafl. „Við sjáum það eins og á bandaríska markaðinum, stór hluti af Íslandsferðum margra er að fara í Bláa lónið. Þetta er okkar Eiffel-turninn í París,“ segir Pétur. Hann hefur ekki áhyggjur af því að eldgos fæli ferðamenn frá. „Það eru ekki eins mikil viðbrögð og þeim hefur farið minnkandi eftir því sem gosunum hefur fjölgað. Það er eins og að fólk venjist þessu. Þetta er bara hluti af lífinu á Íslandi. Við verðum að minnsta kosti ekki vör við það að fólk sé að óttast þetta eins mikið í dag og það gerði í upphafi,“ segir Pétur. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Orkumál Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Grindavík Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Eldgosið sem hófst á Reykjanesskaga miðvikudagskvöld hefur valdið þónokkrum usla. Hraunstraumar valda álagi á varnargarða og hraun streymir enn til vesturs með varnargörðum við Svartsengi og Bláa lónið. Hraunið bunkast upp og víða er hraunið orðið hærra en varnargarðarnir sjálfir. Því hefur verið unnið að því í dag að hækka varnargarða við Svartsengi um allt að fjóra metra. Landsnet hefur einnig unnið að því að bjarga möstrum á Svartsengislínu. „Í gærkvöldi þá byrjaði að flæða hraun yfir varnargarða. Þá byrjar að flæða hraun að mastrinu og við höfum áhyggjur af því að vandamálið verði meira og við myndum missa annað mastur. Þannig síðan í gærkvöldi höfum við verið að sprauta á hraunið með vatni til að kæla það, fengum svo jarðýtur og allskyns vinnuvélar til að stækka varnargarðinn og forða mastrinu frá því að hrynja,“ segir Örn Davíðsson, verkstjóri hjá Landsneti. Örn Davíðsson er verkstjóri hjá Landsneti.Vísir/Rúnar Það er ljóst að bláa lónið opnar ekki á næstu dögum en bílastæði lónsins fóru undir hraun á fimmtudag. Þau stefna þó á opnun á föstudaginn en ferðaþjónustan segir mikilvægt að lónið opni sem allra fyrst. „Það er mjög mikilvægt, ég myndi segja það. Um leið og það er öruggt, vonum við öll að fyrirtækið geti hafið starfsemi að nýju. Við vonum að það verði bara sem fyrst,“ segir Pétur Óskarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Lónið sé ótrúlegt aðdráttarafl. „Við sjáum það eins og á bandaríska markaðinum, stór hluti af Íslandsferðum margra er að fara í Bláa lónið. Þetta er okkar Eiffel-turninn í París,“ segir Pétur. Hann hefur ekki áhyggjur af því að eldgos fæli ferðamenn frá. „Það eru ekki eins mikil viðbrögð og þeim hefur farið minnkandi eftir því sem gosunum hefur fjölgað. Það er eins og að fólk venjist þessu. Þetta er bara hluti af lífinu á Íslandi. Við verðum að minnsta kosti ekki vör við það að fólk sé að óttast þetta eins mikið í dag og það gerði í upphafi,“ segir Pétur.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Orkumál Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Grindavík Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira