Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Heimir Már Pétursson skrifar 23. nóvember 2024 08:03 Ólafur Þ. Harðarson prófessor emiritus í stjórnmálafræði hefur rannsakað kosningahegðun Íslendinga í áratugi. Hann segir hlutverk leiðtoga stjórnmálaflokkanna í öflun vinsælda í kosningum stórlega ofmetið. Stöð 2/Einar Ólafur Þ. Harðarson prófessor emiritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir hlutverk leiðtoga stjórnmálaflokkanna í öflun vinsælda flokkanna stórlega ofmetið. Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn bítist nú á um 30 prósenta fylgi hægriflokka á Íslandi en nái ekki út fyrir þann bergmálshelli. Fáir þekkja kosningahegðun Íslendinga betur en Ólafur Þ. Harðarson. Hann var meðal fyrstu kennara við stjórnmálafræðiskor Háskóla Íslands og fór lengst af fyrir Íslensku kosningarannsókninni sem hófst 1983 og stendur enn. Nú þegar vika er til kosninga segir hann fylgið enn ekki hafa sest en hann búist ekki við miklum breytingum. Litlar breytingar geti hins vegar haft mikil áhrif á möguleika til stjórnarmyndana. Samfylkingin leiðir enn með 23 prósenta fylgi samkvæmt nýjustu könnun Maskínu sem birt var á fimmtudag en Viðreisn kemur fast á hæla hennar með 21 prósent. Þar á eftir koma Sjálfstæðisflokkur með 15 prósent og Miðflokkurinn með 13. Í Samtalinu með Heimi Má á Stöð 2 á fimmtudag sagði Ólafur hlutverk leiðtoga stjórnmálaflokkana stórlega ofmetið samkvæmt niðurstöðum Íslensku kosningarannsóknarinnar. Málefnin skiptu lang mestu máli. „Það geta ennþá orðið breytingar fram að kosningum. Það er ekki líklegt að þær verði stórfenglegar en geta hins vegar skipt sköpum til dæmis við ríkisstjórnarmyndun og hvaða flokkar komast inn á þing. Ef við skoðum heildarmyndina þá er ekki mjög stór breyting í þessari könnun miðað við það sem hefur verið að teiknast upp undanfarið,“ sagði Ólafur í Samtalinu. Umbreyting á stöðu flokkanna Samfylkingin hafi farið með himinskautum í sumar en væri nú að bæta við sig fylgi í fyrsta skipti frá því síðast liðið vor. Flokkurinn bætti við sig þremur prósentustigum sem væri ekki mikið en samfylkingarfólk gæti glaðst yfir því að flokkurinn væri alla vega ekki áfram á niðurleið. Margt minnir á stöðuna nú og í kosningunum 1978 þegar A-flokkarnir svo kölluðu unnu sameiginlega sögulegan kosningasigur.Stöð 2/Einar „Viðreisn hins vegar hefur verið að taka mjög gott stökk undanfarið en ef við skoðum lengri þróun hefur Viðreisn hægt og rólega verið að bæta við sig fylgi allar götur síðan í vor,“ segir Ólafur. En segja mætti að Viðreisn hafi tekið stökk á haustmánuðum því flokkurinn hefði bætt við sig tíu prósentustigum í könnunum Maskínu frá því í ágúst. Það er margt sem minnir nú á stöðuna eins og hún var eftir alþingiskosningarnar 1978 þegar A-flokkarnir svo kölluðu, Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag, unnu mikla kosningasigra. Alþýðubandagðið fékk þá 22,9 prósent atkvæða og Alþýðuflokkurinn 22 prósent, eða samanlagt 45 prósent atkvæða. Það er ekki ósvipað stöðu Viðreisnar og Samfylkingarinnar um þessar mundir. A-flokkarnir mynduðu þá stjórn undir forsæti Ólafs Jóhannessonar formanns Framsóknarflokksins. Ólafur segir vel hægt að bera þetta saman. „Árið 1978 hrundi fylgi ríkisstjórnarflokkanna sem þá voru Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur. Miðað við allar kannanir núna er fylgi stjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna líka að hrynja,“ segir Ólafur. Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag hefðu aldrei áður fengið eins mikið sameiginlegt fylgi og í kosningunum 1978. Samfylkingin og Viðreisn væru á sömu fylgisslóðum nú samkvæmt könnunum. Framsókn hefur sjaldan flotinu neitað Miðað við nýjustu könnun Maskínu gætu Samfylkingin og Viðreisn myndað ríkisstjórn með Framsóknarflokknum.Stöð 2/Einar „Þeir sem eru óánægðir með núverandi ríkisstjórn hefðu auðvitað getað farið á aðra stjórnarandstöðuflokka en þessa tvo. Mest allur flóttinn undan ríkisstjórninni er hins vegar til þessarra tveggja flokka,“ segir Ólafur. Fylgið væri þó ekki enn í hendi og þetta myndi ekki duga þeim til að mynda tveggja flokka meirihlutastjórn. Þeir þyrftu að fá einn eða tvo flokka með sér í samstarf. Samkvæmt könnun Maskínu frá því á fimmtudag gætu þeir hins vegar myndað ríkisstjórn með fjórum þingmönnum Framsóknarflokksins. „Það myndi duga og málefnalega ættu þessir þrír flokkar held ég að geta náð saman um flesta hluti. Framsókn hefur nú sjaldan flotinu neitað,“ segir prófessorinn fyrrverandi. Flokkurinn hafi oftast viljað vera í ríkisstjórn þótt hann þyrfti ef til vill að gefa eitthvað eftir í stefnu sinni. En það hafa líka orðið miklar breytingar á hægri vængnum þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er ekki lengur einn um hituna. Miðflokkurinn hefur einnig tekið sér stöðu hægra meginn við miðjuna. Uppstokkun á hægri vængnum „Það er algerlega rétt og er algerlega ný staða. Hingað til hefur Sjálfstæðisflokkurinn alltaf verið langlengst til hægri og helgað sér stöðu sem markaðssinnaðisti flokkurinn og hann er það enn. Kosningarannsóknir okkar sýna að kjósendur Sjálfstæðisflokksins 2021 voru miklu markaðssinnaðri en kjósendur Viðreisnar sem þá voru rétt hægra meginn við miðju. Alveg eins og kjósendur Framsóknarflokksins voru þá,“ segir Ólafur. „Ef við skoðum kjósendur Miðflokksins 2021 þá voru þeir álíka langt til hægri og kjósendur Sjálfstæðisflokksins. Þeir voru sem sagt álíka markaðssinnaðir. Þetta finnst mér endurspeglast mjög vel í kosningaáherslum beggja þessara flokka í þessari kosningabaráttu,“ segir Ólafur. Dragið bendilinn yfir línurnar á myndinni hér fyrir ofan til að sjá fylgistölur. Flokkarnir væru nú að skipta á milli sín hægra fylginu sem virtist vera í kring um 30 prósent. Í síðustu kosningum hafi Sjálfstæðisflokkurinn fengið 25 prósent atkvæða en Miðflokkurinn fimm prósent. Þessi samanlögð 30 prósent virtust nú hafa skipst upp á nýtt þannig að 15 prósent væru hjá Sjálfstæðisflokknum og 15 hjá Miðflokknum. Þessir flokkar virtust ekki sækja mikið fylgi frá kjósendum annarra flokka. „Nei, Miðflokkurinn er að sækja svolítið frá Framsóknarflokknum,“ segir Ólafur. Annars sæktu þeir nánast ekki neitt frá flokkunum vinstra meginn við miðju. Á þessari mynd sést að Miðflokkurinn sækir lang mest af fylgi sínu um þessar mundir frá fólki sem kaus Sjálfstæðisflokkinn í kosningunum 2021. Flokkurinn sækir nánast ekkert fylgi til kjósenda Viðreisnar og vinstriflokkanna.Maskína „En samt sem áður er þetta tiltölulega einangraður hægrimarkaður. Skipti þessarra tveggja flokka við aðra flokka eru minni heldur en er að færast á milli allra hinna flokkanna. Þannig að það er eins og þú sért með mengi 30 prósent hægrisinnaðara kjósenda og þeir séu allir í sínum eigin bergmálshelli. En það séu ekki margir utan bergmálshellisins að hlusta á þá,“ segir Ólafur. Í um hundrað ár hafa flokkar á Alþingi lengst af verið fjórir. Ólafur segir að það hafi breyst og þeir verði sennilega sjö til átta til framtíðar.Stöð 2/Einar Lengst af voru aðeins fjórir flokkar á Alþingi en frá því eftir hrun hafa þeir verið sjö til átta og nú eru níu flokkar í framboði í öllum kjördæmum. Ólafur telur líklegt að þessi fjöldi flokka sé að festa sig í sessi á Íslandi þótt tveir til þrír af núverandi flokkum í framboði væru í fallhættu samkvæmt könnunum. Sjálfstæðisflokkurinn sækir um 80 prósent atkvæða sinna til þeirra sem kusu flokkinn síðast. Hann kroppar síðan aðeins í fyrri kjósendur Framsóknarflokksins og Viðreisnar en höfðar nánast ekkert til annarra kjósenda.Maskína Þróunin hefur verið þannig að við erum að verða líkari flokkakerfunum á Norðurlöndunum. Þar hafa lengi verið allt upp í tólf flokkar á þingi,“ segir Ólafur. „Þar hafa menn lært að takast á við þennan nýja veruleika og myndað ríkisstjórnir með fleiri flokkum. Hér vorum við með þriggja flokka ríkisstjórn en lengst af síðustu hundrað árin höfum við alltaf verið með tveggja flokka ríkisstjórnir. Það er bara veruleiki sem er farinn,“ segir Ólafur. Flakkið á kjósendum Það er mjög fróðlegt að skoða í gögnum Maskínu hvaðan flokkarnir sem nú sækja helst á eru að fá fylgi sitt. Á þessari mynd sést hvaða flokka þeir sem ætla að kjósa Viðreisn næst komandi laugardag kusu í kosningunum 2021.Maskína „Við sjáum að um það bil þriðjungur þeirra sem nú segjast ætla að kjósa Viðreisn kusu flokkinn líka síðast. En 17 prósent af fylgi Viðreisnar kemur frá Framsókn, 14 prósent frá Vinstri grænum, 16 prósent frá Sjálfstæðisflokkum. Sitt hvort sjö prósentin koma síðan frá frá Pírötum og Samfylkingu,“ segir Ólafur. Viðreisn sæki því þriðjunginn af fylgi sínu til þeirra sem kusu Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn í síðustu kosningum. Tæplega 30 prósent komi samanlagt frá þeim sem kusu Vinstri græn, Pírata og Samfylkinguna í síðustu kosningum. Viðreisn sæki því fylgi bæði til hægri og vinstri. „Viðreisn er flokkur sem höfðar bæði til hægri og vinstri. Sem undirstrikar að hann er ekki hægrisinnaður markaðshyggjuflokkur. Svo er athyglivert að það er nánast enginn að færa sig frá Miðflokknum yfir á Viðreisn sem segir líka mikla sögu.“ Þetta er einnig athyglivert í ljósi þess að Viðreisn hefur lagt áherslu á þjóðaratkvæðagreiðslu snemma á næsta kjörtímabili um áframhaldandi viðræður um aðild að Evrópusambandinu. Stuðningur við ESB aðild hefur ekki verið talinn mikill innan Vinstri grænna og jafnvel Framsóknar. Stuðningur við ESB aðild liggur víða „Við höfum vitað lengi að í kjósendahópi Vinstri grænna eru margir sem vilja ganga í Evrópusambandið. Miklu fleiri en í kjósendahópi Sjálfstæðisflokksins. Við höfum líka tiltölulega nýlegar kannanir sem sýna að yfirgnæfandi meirihluti kjósenda Vinstri grænna vill að aðildarviðræðurnar við ESB verði teknar upp. Þeir eru sem sagt sammála Viðreisn, Samfylkingunni og Pírötum um þetta mál,“ sagði Ólafur í Samtalinu. Samfylkingin má muna tímana tvenna í kosningum. Þegar flokkurinn naut hvað mestra vinsælda upp úr aldamótunum fékk hann tæplega 30 prósent atkvæða en beið svo afhroð í kosningunum 2016 og hefur meira og minna sleikt sár sín síðan þar til nú. Hvernig kusu þeir sem segjast ætla að kjósa Samfylkinguna núna í síðustu kosningum? „Það er mjög fróðlegt að sjá hvaðan fylgið er að koma. Um 42 prósent þeirra sem ætla að kjósa Samfylkinguna núna kusu hana einnig síðast. Tuttugu og eitt prósent þeirra sem kusu VG síðast og 14 prósent þeirra sem kusu Pírata síðast ætla að kjósa Samfylkinguna núna. Þau fá svo níu prósent frá Framsókn og mjög lítið frá öðrum,“ segir Ólafur. Ólíkt Viðreisn tekur Samfylkingin lítið sem ekkert fylgi af Sjálfstæðisflokki og Miðflokki en töluvert fylgi af Vinstri grænum og Pírötum.Stöð 2/Einar Þannig að samanlagt væri Samfylkingin að fá 35 prósent af sínu fygli frá fyrri kjósendum Vinstri grænna og Pírata. „En þau eru einnig að fá smá fylgi hinum meginn við miðjuna en það fylgi kemur ekki frá Miðflokki og Sjálfstæðisflokki, sem eru lengst til hægri, heldur frá Framsóknarflokki og Viðreisn sem eru rétt hægra meginn við miðjuna, samkvæmt skoðunum kjósenda þessara flokka. Sextán prósent af fylgi Samfylkingarinnar er að koma þaðan.“ Á þessari mynd sést hvað þeir sem ætla að kjósa Samfylkinguna næst komandi laugardag kusu í kosningunum 2021.Maskína Samfylkingin væri því eins og Viðreisn að höfða til kjósenda bæði vinstra og hægra meginn við miðju. Hún væri þó meira eingöngu á vinstrimiðum þótt henni takist líka að fá fylgi frá flokkum hægra meginn við miðju. Hún höfði hins vegar ekki til þeirra sem áður kusu hægriflokkana Sjálfstæðisflokk og Miðflokk. Erfitt að spá fyrir um stjórnarmyndun Ólafur segir erfitt að spá í hvers konar stjórn verði mynduð eftir kosningar jafnvel þótt Sjálfstæðisflokkurinn bætti aðeins við sig fylgi fram að kjördegi. „Við vitum að það getur allt gerst í íslenskum stjórnarmyndunum.“ Hann hafi til að mynda átt erfitt með að skýra það út fyrir félögum sínum þegar hann var við nám í Lundúnum 1978 að Framsóknarflokkurinn sem tapaði mestu í þeim kosningum og var minnstur á þingi hafi engu að síður fengið forsætisráðherrann. „Ég held hins vegar að núna, eftir þessa stjórn frá hægri til vinstri, hafi bæði stjórnmálamenn og kjósendur minni áhuga en áður á því að mjög ólíkir flokkar vinni saman. Það er að segja að menn vilji núna samhentari ríkisstjórn,“ segir Ólafur. Ólafur Þ. Harðarson segir að þótt hlutverk leiðtoga flokkanna væri ofmetið í öflun vinsælda flokkanna, gegndu þeir mikilvægu hlutverki við stjórnarmyndun,Stöð 2/Einar Það væri nauðsynlegt að skoða flokkana ekki aðeins út frá hefðbundnum vinstri-hægri ás, heldur einnig út frá menningarásnum eins og gert væri í væntanlegri bók Íslensku kosningarannsóknarinnar. Þar væri til dæmis litið til málefna eins og afstöðunnar til innflytjendamála, evrópumála, stefnunnar í fíkniefnamálum, umhverfismálum og stöðu kvenna. „Til að skilja hvað er að gerast einmitt núna er mjög gagnlegt að skoða hvernig kjósendur og flokkar hafa verið að breytast síðustu fjörutíu árin,“ segir Ólafur. Bæði út frá markaðsásnum og menningarásnum þar sem væri til að mynda ginnungargap á milli Viðreisnar og Miðflokksins. Það væri því ákaflega erfitt að sjá fyrir sér að þessir tveir flokkar færu í stjórnarsamstarf. Leiðinlegar niðurstöður um hug kjósenda Rannsóknir sýndu að málefni réðu þrátt fyrir allt meiru en persónur í huga kjósenda. „Þvert á það sem margir halda eru vinsældir stjórnmálaforningja hreint ekki ávísun á gott fylgi flokkanna.“ „Hlutverk foringjanna í að ná í atkvæði er stórlega ofmetið. Það kemur líka fram í þessari bók hverjar eru helstu ástæður þess að kjósendur kjósa tiltekna flokka. Það er rosalega leiðinleg niðurstaða, sérstaklega fyrir auglýsingastofur. Það eru auðvitað mjög margir þættir sem skipta máli en kjósendur kjósa aðallega flokka sem eru sammála þeim sjálfum í þeim málefnum sem brenna á þeim,“ segir Ólafur. Leiðtogarnir skiptu þó einnig máli því þeir væru misjafnlega góðir í að kynna málefni flokka sinna. Þeir skiptu síðan meira máli við aðrar aðstæður. „Foringjarnir skipta grundvallarmáli þegar kemur að stjórnarmyndunum. Persónulegt traust á milli manna getur skipt mjög miklu máli eins og við sáum í síðustu stjórn. Þar virtist augljóst að það var mikið traust á milli Katrínar, Bjarna og Sigurðar Inga,“ sagði Ólafur Þ. Harðarson í Samtalinu á Stöð 2 á fimmtudag. Samtalið Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Alþingi Tengdar fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Sanna Magadela Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins fyrir komandi alþingiskosningar segir milljónir manna innan Evrópska efnahagssvæðisins og Schengen ekki hafa komið til Íslands þótt þær gætu það með fullum rétti. Í Samtalinu með Heimi Má á fimmtudag sagði hún Sjálfstæðisflokkinn hafa farið með dómsmálaráðuneytið meira og minna allt frá því þessi samningar voru gerðir og nú kvartaði flokkurinn yfir því að innviðir landsins þyldu ekki þær þúsundir manna sem hingað hafi komið til að vinna á undanförnum árum. 16. nóvember 2024 08:02 Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Þingflokksformaður Pírata telur að boða ætti til þjóðaratkvæðagreiðslu sem fyrst um hvort aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði haldið áfram. Ríkisstjórnin hafi með ósanngirni búið til flóttamannavandamál úr hælisleitendum frá Venesúela sem hún hafi fyrst boðið til landsins og svo ákveðið að reka á brott með ærnum tilkostnaði. Píratar stefni að því að komast í ríkisstjórn að loknum kosningum. 9. nóvember 2024 08:02 Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Hún kom eins og óskrifað blað inn í íslensk stjórnmál fyrir alþingiskosningarnar 2021 og var orðin formaður Samfylkingarinnar um ári síðar. Fljótlega varð ljóst að hún var stjórnmálamaður af annarri skúffu en flestir. Hún ferðaðist um landið með opna fundi og upp úr þeim ferðum mótaði hún nýja stefnu fyrir Samfylkinguna sem var nálægt því að þurrkast út í kosningunum 2016. 2. nóvember 2024 08:02 Þakklát fyrir að missa ekki sjónina síðar á ævinni Inga Sæland formaður og stofnandi Flokks fólksins gerir lítið úr væringum innan flokksins nú þegar hún leiðir hann í fjórða sinn í kosningum til Alþingis. Tveir áberandi þingmenn í forystu flokksins, Tómas A. Tómasson í Reykjavíkurkjördæmi norður og Jakob Frímann Magnússon í Norðausturkjördæmi, fengu ekki brautargengi til að leiða flokkinn í kjördæmum sínum. 26. október 2024 08:02 Formaður Framsóknar segir ríkisstjórnina hafa talað sjálfa sig niður Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hefur lagt sjálfan sig að veði í komandi alþingiskosningum með því að taka annað sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi. Þar með baráttusætið því flokkurinn hefur ekki mælst með mann inni úr kjördæminu í nýjustu könnunum. 19. október 2024 08:02 Íslendingar eiga ekki að aðlaga sig innflytjendum heldur öfugt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir að vogunarsjóðir hafi hótað honum þegar hann var forsætisráðherra vegna þess að hann vildi láta sjóðina taka skellinn af falli íslensku bankanna. 10. október 2024 22:02 Þorgerður Katrín: Enginn ráðskonurass undir fólki í Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar er keppniskona með mikla reynslu af stjórnmálum og er kominn í hlaupaskóna fyrir næstu alþingiskosningar. Hún segir engann „ráðskonurass undir fólki í Viðreisn," sem taki almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni. Þegar Benedikt Jóhannesson, aðalhvatamaður að stofnun Viðreisnar og fyrsti formaður flokksins, sagði af sér formennskunni aðeins sautján dögum fyrir kosningarnar 2017, stökk Þorgerður Katrín upp í brú á þessu nýsjósetta skipi í ólgusjó íslenskra stjórnmála og kom því í höfn. 5. október 2024 08:00 Brotthvarf Katrínar hafði mikil áhrif Svandís Svavarsdóttir er staðráðin í að Vinstrihreyfingin grænt framboð nái fulltrúum á þing í næstu alþingiskosningum þótt kannanir að undanförnu sýni að þar verði á brattan að sækja. Í Samtalinu á Vísi á fimmtudag fór hún yfir erindi hreyfingarinnar, stjórnarsamstarfið með Sjálfstæðisflokki og Framsókn í sjö ár og hvaða mál það eru sem hún telur mikilvægt að ná í gegn á Alþingi fyrir kosningar. 28. september 2024 08:01 Maður margra storma íhugar stöðu sína Bjarni Benediktsson hefur í fyrsta sinn opinberlega greint frá því að hann íhugi nú stöðu sína eftir fimmtán ár í formannsstóli Sjálfstæðisflokksins. Hann geri sér grein fyrir að dagur ákvörðunar renni upp innan hálfs árs, eða fyrir landsfund flokksins sem fram fer um mánaðamótin febrúar-mars á næsta ári. Ef til vill væri kominn tími til að hleypa nýju blóði inn í forystu flokksins. 21. september 2024 08:00 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Fáir þekkja kosningahegðun Íslendinga betur en Ólafur Þ. Harðarson. Hann var meðal fyrstu kennara við stjórnmálafræðiskor Háskóla Íslands og fór lengst af fyrir Íslensku kosningarannsókninni sem hófst 1983 og stendur enn. Nú þegar vika er til kosninga segir hann fylgið enn ekki hafa sest en hann búist ekki við miklum breytingum. Litlar breytingar geti hins vegar haft mikil áhrif á möguleika til stjórnarmyndana. Samfylkingin leiðir enn með 23 prósenta fylgi samkvæmt nýjustu könnun Maskínu sem birt var á fimmtudag en Viðreisn kemur fast á hæla hennar með 21 prósent. Þar á eftir koma Sjálfstæðisflokkur með 15 prósent og Miðflokkurinn með 13. Í Samtalinu með Heimi Má á Stöð 2 á fimmtudag sagði Ólafur hlutverk leiðtoga stjórnmálaflokkana stórlega ofmetið samkvæmt niðurstöðum Íslensku kosningarannsóknarinnar. Málefnin skiptu lang mestu máli. „Það geta ennþá orðið breytingar fram að kosningum. Það er ekki líklegt að þær verði stórfenglegar en geta hins vegar skipt sköpum til dæmis við ríkisstjórnarmyndun og hvaða flokkar komast inn á þing. Ef við skoðum heildarmyndina þá er ekki mjög stór breyting í þessari könnun miðað við það sem hefur verið að teiknast upp undanfarið,“ sagði Ólafur í Samtalinu. Umbreyting á stöðu flokkanna Samfylkingin hafi farið með himinskautum í sumar en væri nú að bæta við sig fylgi í fyrsta skipti frá því síðast liðið vor. Flokkurinn bætti við sig þremur prósentustigum sem væri ekki mikið en samfylkingarfólk gæti glaðst yfir því að flokkurinn væri alla vega ekki áfram á niðurleið. Margt minnir á stöðuna nú og í kosningunum 1978 þegar A-flokkarnir svo kölluðu unnu sameiginlega sögulegan kosningasigur.Stöð 2/Einar „Viðreisn hins vegar hefur verið að taka mjög gott stökk undanfarið en ef við skoðum lengri þróun hefur Viðreisn hægt og rólega verið að bæta við sig fylgi allar götur síðan í vor,“ segir Ólafur. En segja mætti að Viðreisn hafi tekið stökk á haustmánuðum því flokkurinn hefði bætt við sig tíu prósentustigum í könnunum Maskínu frá því í ágúst. Það er margt sem minnir nú á stöðuna eins og hún var eftir alþingiskosningarnar 1978 þegar A-flokkarnir svo kölluðu, Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag, unnu mikla kosningasigra. Alþýðubandagðið fékk þá 22,9 prósent atkvæða og Alþýðuflokkurinn 22 prósent, eða samanlagt 45 prósent atkvæða. Það er ekki ósvipað stöðu Viðreisnar og Samfylkingarinnar um þessar mundir. A-flokkarnir mynduðu þá stjórn undir forsæti Ólafs Jóhannessonar formanns Framsóknarflokksins. Ólafur segir vel hægt að bera þetta saman. „Árið 1978 hrundi fylgi ríkisstjórnarflokkanna sem þá voru Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur. Miðað við allar kannanir núna er fylgi stjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna líka að hrynja,“ segir Ólafur. Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag hefðu aldrei áður fengið eins mikið sameiginlegt fylgi og í kosningunum 1978. Samfylkingin og Viðreisn væru á sömu fylgisslóðum nú samkvæmt könnunum. Framsókn hefur sjaldan flotinu neitað Miðað við nýjustu könnun Maskínu gætu Samfylkingin og Viðreisn myndað ríkisstjórn með Framsóknarflokknum.Stöð 2/Einar „Þeir sem eru óánægðir með núverandi ríkisstjórn hefðu auðvitað getað farið á aðra stjórnarandstöðuflokka en þessa tvo. Mest allur flóttinn undan ríkisstjórninni er hins vegar til þessarra tveggja flokka,“ segir Ólafur. Fylgið væri þó ekki enn í hendi og þetta myndi ekki duga þeim til að mynda tveggja flokka meirihlutastjórn. Þeir þyrftu að fá einn eða tvo flokka með sér í samstarf. Samkvæmt könnun Maskínu frá því á fimmtudag gætu þeir hins vegar myndað ríkisstjórn með fjórum þingmönnum Framsóknarflokksins. „Það myndi duga og málefnalega ættu þessir þrír flokkar held ég að geta náð saman um flesta hluti. Framsókn hefur nú sjaldan flotinu neitað,“ segir prófessorinn fyrrverandi. Flokkurinn hafi oftast viljað vera í ríkisstjórn þótt hann þyrfti ef til vill að gefa eitthvað eftir í stefnu sinni. En það hafa líka orðið miklar breytingar á hægri vængnum þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er ekki lengur einn um hituna. Miðflokkurinn hefur einnig tekið sér stöðu hægra meginn við miðjuna. Uppstokkun á hægri vængnum „Það er algerlega rétt og er algerlega ný staða. Hingað til hefur Sjálfstæðisflokkurinn alltaf verið langlengst til hægri og helgað sér stöðu sem markaðssinnaðisti flokkurinn og hann er það enn. Kosningarannsóknir okkar sýna að kjósendur Sjálfstæðisflokksins 2021 voru miklu markaðssinnaðri en kjósendur Viðreisnar sem þá voru rétt hægra meginn við miðju. Alveg eins og kjósendur Framsóknarflokksins voru þá,“ segir Ólafur. „Ef við skoðum kjósendur Miðflokksins 2021 þá voru þeir álíka langt til hægri og kjósendur Sjálfstæðisflokksins. Þeir voru sem sagt álíka markaðssinnaðir. Þetta finnst mér endurspeglast mjög vel í kosningaáherslum beggja þessara flokka í þessari kosningabaráttu,“ segir Ólafur. Dragið bendilinn yfir línurnar á myndinni hér fyrir ofan til að sjá fylgistölur. Flokkarnir væru nú að skipta á milli sín hægra fylginu sem virtist vera í kring um 30 prósent. Í síðustu kosningum hafi Sjálfstæðisflokkurinn fengið 25 prósent atkvæða en Miðflokkurinn fimm prósent. Þessi samanlögð 30 prósent virtust nú hafa skipst upp á nýtt þannig að 15 prósent væru hjá Sjálfstæðisflokknum og 15 hjá Miðflokknum. Þessir flokkar virtust ekki sækja mikið fylgi frá kjósendum annarra flokka. „Nei, Miðflokkurinn er að sækja svolítið frá Framsóknarflokknum,“ segir Ólafur. Annars sæktu þeir nánast ekki neitt frá flokkunum vinstra meginn við miðju. Á þessari mynd sést að Miðflokkurinn sækir lang mest af fylgi sínu um þessar mundir frá fólki sem kaus Sjálfstæðisflokkinn í kosningunum 2021. Flokkurinn sækir nánast ekkert fylgi til kjósenda Viðreisnar og vinstriflokkanna.Maskína „En samt sem áður er þetta tiltölulega einangraður hægrimarkaður. Skipti þessarra tveggja flokka við aðra flokka eru minni heldur en er að færast á milli allra hinna flokkanna. Þannig að það er eins og þú sért með mengi 30 prósent hægrisinnaðara kjósenda og þeir séu allir í sínum eigin bergmálshelli. En það séu ekki margir utan bergmálshellisins að hlusta á þá,“ segir Ólafur. Í um hundrað ár hafa flokkar á Alþingi lengst af verið fjórir. Ólafur segir að það hafi breyst og þeir verði sennilega sjö til átta til framtíðar.Stöð 2/Einar Lengst af voru aðeins fjórir flokkar á Alþingi en frá því eftir hrun hafa þeir verið sjö til átta og nú eru níu flokkar í framboði í öllum kjördæmum. Ólafur telur líklegt að þessi fjöldi flokka sé að festa sig í sessi á Íslandi þótt tveir til þrír af núverandi flokkum í framboði væru í fallhættu samkvæmt könnunum. Sjálfstæðisflokkurinn sækir um 80 prósent atkvæða sinna til þeirra sem kusu flokkinn síðast. Hann kroppar síðan aðeins í fyrri kjósendur Framsóknarflokksins og Viðreisnar en höfðar nánast ekkert til annarra kjósenda.Maskína Þróunin hefur verið þannig að við erum að verða líkari flokkakerfunum á Norðurlöndunum. Þar hafa lengi verið allt upp í tólf flokkar á þingi,“ segir Ólafur. „Þar hafa menn lært að takast á við þennan nýja veruleika og myndað ríkisstjórnir með fleiri flokkum. Hér vorum við með þriggja flokka ríkisstjórn en lengst af síðustu hundrað árin höfum við alltaf verið með tveggja flokka ríkisstjórnir. Það er bara veruleiki sem er farinn,“ segir Ólafur. Flakkið á kjósendum Það er mjög fróðlegt að skoða í gögnum Maskínu hvaðan flokkarnir sem nú sækja helst á eru að fá fylgi sitt. Á þessari mynd sést hvaða flokka þeir sem ætla að kjósa Viðreisn næst komandi laugardag kusu í kosningunum 2021.Maskína „Við sjáum að um það bil þriðjungur þeirra sem nú segjast ætla að kjósa Viðreisn kusu flokkinn líka síðast. En 17 prósent af fylgi Viðreisnar kemur frá Framsókn, 14 prósent frá Vinstri grænum, 16 prósent frá Sjálfstæðisflokkum. Sitt hvort sjö prósentin koma síðan frá frá Pírötum og Samfylkingu,“ segir Ólafur. Viðreisn sæki því þriðjunginn af fylgi sínu til þeirra sem kusu Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn í síðustu kosningum. Tæplega 30 prósent komi samanlagt frá þeim sem kusu Vinstri græn, Pírata og Samfylkinguna í síðustu kosningum. Viðreisn sæki því fylgi bæði til hægri og vinstri. „Viðreisn er flokkur sem höfðar bæði til hægri og vinstri. Sem undirstrikar að hann er ekki hægrisinnaður markaðshyggjuflokkur. Svo er athyglivert að það er nánast enginn að færa sig frá Miðflokknum yfir á Viðreisn sem segir líka mikla sögu.“ Þetta er einnig athyglivert í ljósi þess að Viðreisn hefur lagt áherslu á þjóðaratkvæðagreiðslu snemma á næsta kjörtímabili um áframhaldandi viðræður um aðild að Evrópusambandinu. Stuðningur við ESB aðild hefur ekki verið talinn mikill innan Vinstri grænna og jafnvel Framsóknar. Stuðningur við ESB aðild liggur víða „Við höfum vitað lengi að í kjósendahópi Vinstri grænna eru margir sem vilja ganga í Evrópusambandið. Miklu fleiri en í kjósendahópi Sjálfstæðisflokksins. Við höfum líka tiltölulega nýlegar kannanir sem sýna að yfirgnæfandi meirihluti kjósenda Vinstri grænna vill að aðildarviðræðurnar við ESB verði teknar upp. Þeir eru sem sagt sammála Viðreisn, Samfylkingunni og Pírötum um þetta mál,“ sagði Ólafur í Samtalinu. Samfylkingin má muna tímana tvenna í kosningum. Þegar flokkurinn naut hvað mestra vinsælda upp úr aldamótunum fékk hann tæplega 30 prósent atkvæða en beið svo afhroð í kosningunum 2016 og hefur meira og minna sleikt sár sín síðan þar til nú. Hvernig kusu þeir sem segjast ætla að kjósa Samfylkinguna núna í síðustu kosningum? „Það er mjög fróðlegt að sjá hvaðan fylgið er að koma. Um 42 prósent þeirra sem ætla að kjósa Samfylkinguna núna kusu hana einnig síðast. Tuttugu og eitt prósent þeirra sem kusu VG síðast og 14 prósent þeirra sem kusu Pírata síðast ætla að kjósa Samfylkinguna núna. Þau fá svo níu prósent frá Framsókn og mjög lítið frá öðrum,“ segir Ólafur. Ólíkt Viðreisn tekur Samfylkingin lítið sem ekkert fylgi af Sjálfstæðisflokki og Miðflokki en töluvert fylgi af Vinstri grænum og Pírötum.Stöð 2/Einar Þannig að samanlagt væri Samfylkingin að fá 35 prósent af sínu fygli frá fyrri kjósendum Vinstri grænna og Pírata. „En þau eru einnig að fá smá fylgi hinum meginn við miðjuna en það fylgi kemur ekki frá Miðflokki og Sjálfstæðisflokki, sem eru lengst til hægri, heldur frá Framsóknarflokki og Viðreisn sem eru rétt hægra meginn við miðjuna, samkvæmt skoðunum kjósenda þessara flokka. Sextán prósent af fylgi Samfylkingarinnar er að koma þaðan.“ Á þessari mynd sést hvað þeir sem ætla að kjósa Samfylkinguna næst komandi laugardag kusu í kosningunum 2021.Maskína Samfylkingin væri því eins og Viðreisn að höfða til kjósenda bæði vinstra og hægra meginn við miðju. Hún væri þó meira eingöngu á vinstrimiðum þótt henni takist líka að fá fylgi frá flokkum hægra meginn við miðju. Hún höfði hins vegar ekki til þeirra sem áður kusu hægriflokkana Sjálfstæðisflokk og Miðflokk. Erfitt að spá fyrir um stjórnarmyndun Ólafur segir erfitt að spá í hvers konar stjórn verði mynduð eftir kosningar jafnvel þótt Sjálfstæðisflokkurinn bætti aðeins við sig fylgi fram að kjördegi. „Við vitum að það getur allt gerst í íslenskum stjórnarmyndunum.“ Hann hafi til að mynda átt erfitt með að skýra það út fyrir félögum sínum þegar hann var við nám í Lundúnum 1978 að Framsóknarflokkurinn sem tapaði mestu í þeim kosningum og var minnstur á þingi hafi engu að síður fengið forsætisráðherrann. „Ég held hins vegar að núna, eftir þessa stjórn frá hægri til vinstri, hafi bæði stjórnmálamenn og kjósendur minni áhuga en áður á því að mjög ólíkir flokkar vinni saman. Það er að segja að menn vilji núna samhentari ríkisstjórn,“ segir Ólafur. Ólafur Þ. Harðarson segir að þótt hlutverk leiðtoga flokkanna væri ofmetið í öflun vinsælda flokkanna, gegndu þeir mikilvægu hlutverki við stjórnarmyndun,Stöð 2/Einar Það væri nauðsynlegt að skoða flokkana ekki aðeins út frá hefðbundnum vinstri-hægri ás, heldur einnig út frá menningarásnum eins og gert væri í væntanlegri bók Íslensku kosningarannsóknarinnar. Þar væri til dæmis litið til málefna eins og afstöðunnar til innflytjendamála, evrópumála, stefnunnar í fíkniefnamálum, umhverfismálum og stöðu kvenna. „Til að skilja hvað er að gerast einmitt núna er mjög gagnlegt að skoða hvernig kjósendur og flokkar hafa verið að breytast síðustu fjörutíu árin,“ segir Ólafur. Bæði út frá markaðsásnum og menningarásnum þar sem væri til að mynda ginnungargap á milli Viðreisnar og Miðflokksins. Það væri því ákaflega erfitt að sjá fyrir sér að þessir tveir flokkar færu í stjórnarsamstarf. Leiðinlegar niðurstöður um hug kjósenda Rannsóknir sýndu að málefni réðu þrátt fyrir allt meiru en persónur í huga kjósenda. „Þvert á það sem margir halda eru vinsældir stjórnmálaforningja hreint ekki ávísun á gott fylgi flokkanna.“ „Hlutverk foringjanna í að ná í atkvæði er stórlega ofmetið. Það kemur líka fram í þessari bók hverjar eru helstu ástæður þess að kjósendur kjósa tiltekna flokka. Það er rosalega leiðinleg niðurstaða, sérstaklega fyrir auglýsingastofur. Það eru auðvitað mjög margir þættir sem skipta máli en kjósendur kjósa aðallega flokka sem eru sammála þeim sjálfum í þeim málefnum sem brenna á þeim,“ segir Ólafur. Leiðtogarnir skiptu þó einnig máli því þeir væru misjafnlega góðir í að kynna málefni flokka sinna. Þeir skiptu síðan meira máli við aðrar aðstæður. „Foringjarnir skipta grundvallarmáli þegar kemur að stjórnarmyndunum. Persónulegt traust á milli manna getur skipt mjög miklu máli eins og við sáum í síðustu stjórn. Þar virtist augljóst að það var mikið traust á milli Katrínar, Bjarna og Sigurðar Inga,“ sagði Ólafur Þ. Harðarson í Samtalinu á Stöð 2 á fimmtudag.
Samtalið Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Alþingi Tengdar fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Sanna Magadela Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins fyrir komandi alþingiskosningar segir milljónir manna innan Evrópska efnahagssvæðisins og Schengen ekki hafa komið til Íslands þótt þær gætu það með fullum rétti. Í Samtalinu með Heimi Má á fimmtudag sagði hún Sjálfstæðisflokkinn hafa farið með dómsmálaráðuneytið meira og minna allt frá því þessi samningar voru gerðir og nú kvartaði flokkurinn yfir því að innviðir landsins þyldu ekki þær þúsundir manna sem hingað hafi komið til að vinna á undanförnum árum. 16. nóvember 2024 08:02 Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Þingflokksformaður Pírata telur að boða ætti til þjóðaratkvæðagreiðslu sem fyrst um hvort aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði haldið áfram. Ríkisstjórnin hafi með ósanngirni búið til flóttamannavandamál úr hælisleitendum frá Venesúela sem hún hafi fyrst boðið til landsins og svo ákveðið að reka á brott með ærnum tilkostnaði. Píratar stefni að því að komast í ríkisstjórn að loknum kosningum. 9. nóvember 2024 08:02 Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Hún kom eins og óskrifað blað inn í íslensk stjórnmál fyrir alþingiskosningarnar 2021 og var orðin formaður Samfylkingarinnar um ári síðar. Fljótlega varð ljóst að hún var stjórnmálamaður af annarri skúffu en flestir. Hún ferðaðist um landið með opna fundi og upp úr þeim ferðum mótaði hún nýja stefnu fyrir Samfylkinguna sem var nálægt því að þurrkast út í kosningunum 2016. 2. nóvember 2024 08:02 Þakklát fyrir að missa ekki sjónina síðar á ævinni Inga Sæland formaður og stofnandi Flokks fólksins gerir lítið úr væringum innan flokksins nú þegar hún leiðir hann í fjórða sinn í kosningum til Alþingis. Tveir áberandi þingmenn í forystu flokksins, Tómas A. Tómasson í Reykjavíkurkjördæmi norður og Jakob Frímann Magnússon í Norðausturkjördæmi, fengu ekki brautargengi til að leiða flokkinn í kjördæmum sínum. 26. október 2024 08:02 Formaður Framsóknar segir ríkisstjórnina hafa talað sjálfa sig niður Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hefur lagt sjálfan sig að veði í komandi alþingiskosningum með því að taka annað sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi. Þar með baráttusætið því flokkurinn hefur ekki mælst með mann inni úr kjördæminu í nýjustu könnunum. 19. október 2024 08:02 Íslendingar eiga ekki að aðlaga sig innflytjendum heldur öfugt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir að vogunarsjóðir hafi hótað honum þegar hann var forsætisráðherra vegna þess að hann vildi láta sjóðina taka skellinn af falli íslensku bankanna. 10. október 2024 22:02 Þorgerður Katrín: Enginn ráðskonurass undir fólki í Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar er keppniskona með mikla reynslu af stjórnmálum og er kominn í hlaupaskóna fyrir næstu alþingiskosningar. Hún segir engann „ráðskonurass undir fólki í Viðreisn," sem taki almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni. Þegar Benedikt Jóhannesson, aðalhvatamaður að stofnun Viðreisnar og fyrsti formaður flokksins, sagði af sér formennskunni aðeins sautján dögum fyrir kosningarnar 2017, stökk Þorgerður Katrín upp í brú á þessu nýsjósetta skipi í ólgusjó íslenskra stjórnmála og kom því í höfn. 5. október 2024 08:00 Brotthvarf Katrínar hafði mikil áhrif Svandís Svavarsdóttir er staðráðin í að Vinstrihreyfingin grænt framboð nái fulltrúum á þing í næstu alþingiskosningum þótt kannanir að undanförnu sýni að þar verði á brattan að sækja. Í Samtalinu á Vísi á fimmtudag fór hún yfir erindi hreyfingarinnar, stjórnarsamstarfið með Sjálfstæðisflokki og Framsókn í sjö ár og hvaða mál það eru sem hún telur mikilvægt að ná í gegn á Alþingi fyrir kosningar. 28. september 2024 08:01 Maður margra storma íhugar stöðu sína Bjarni Benediktsson hefur í fyrsta sinn opinberlega greint frá því að hann íhugi nú stöðu sína eftir fimmtán ár í formannsstóli Sjálfstæðisflokksins. Hann geri sér grein fyrir að dagur ákvörðunar renni upp innan hálfs árs, eða fyrir landsfund flokksins sem fram fer um mánaðamótin febrúar-mars á næsta ári. Ef til vill væri kominn tími til að hleypa nýju blóði inn í forystu flokksins. 21. september 2024 08:00 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Sanna Magadela Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins fyrir komandi alþingiskosningar segir milljónir manna innan Evrópska efnahagssvæðisins og Schengen ekki hafa komið til Íslands þótt þær gætu það með fullum rétti. Í Samtalinu með Heimi Má á fimmtudag sagði hún Sjálfstæðisflokkinn hafa farið með dómsmálaráðuneytið meira og minna allt frá því þessi samningar voru gerðir og nú kvartaði flokkurinn yfir því að innviðir landsins þyldu ekki þær þúsundir manna sem hingað hafi komið til að vinna á undanförnum árum. 16. nóvember 2024 08:02
Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Þingflokksformaður Pírata telur að boða ætti til þjóðaratkvæðagreiðslu sem fyrst um hvort aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði haldið áfram. Ríkisstjórnin hafi með ósanngirni búið til flóttamannavandamál úr hælisleitendum frá Venesúela sem hún hafi fyrst boðið til landsins og svo ákveðið að reka á brott með ærnum tilkostnaði. Píratar stefni að því að komast í ríkisstjórn að loknum kosningum. 9. nóvember 2024 08:02
Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Hún kom eins og óskrifað blað inn í íslensk stjórnmál fyrir alþingiskosningarnar 2021 og var orðin formaður Samfylkingarinnar um ári síðar. Fljótlega varð ljóst að hún var stjórnmálamaður af annarri skúffu en flestir. Hún ferðaðist um landið með opna fundi og upp úr þeim ferðum mótaði hún nýja stefnu fyrir Samfylkinguna sem var nálægt því að þurrkast út í kosningunum 2016. 2. nóvember 2024 08:02
Þakklát fyrir að missa ekki sjónina síðar á ævinni Inga Sæland formaður og stofnandi Flokks fólksins gerir lítið úr væringum innan flokksins nú þegar hún leiðir hann í fjórða sinn í kosningum til Alþingis. Tveir áberandi þingmenn í forystu flokksins, Tómas A. Tómasson í Reykjavíkurkjördæmi norður og Jakob Frímann Magnússon í Norðausturkjördæmi, fengu ekki brautargengi til að leiða flokkinn í kjördæmum sínum. 26. október 2024 08:02
Formaður Framsóknar segir ríkisstjórnina hafa talað sjálfa sig niður Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hefur lagt sjálfan sig að veði í komandi alþingiskosningum með því að taka annað sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi. Þar með baráttusætið því flokkurinn hefur ekki mælst með mann inni úr kjördæminu í nýjustu könnunum. 19. október 2024 08:02
Íslendingar eiga ekki að aðlaga sig innflytjendum heldur öfugt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir að vogunarsjóðir hafi hótað honum þegar hann var forsætisráðherra vegna þess að hann vildi láta sjóðina taka skellinn af falli íslensku bankanna. 10. október 2024 22:02
Þorgerður Katrín: Enginn ráðskonurass undir fólki í Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar er keppniskona með mikla reynslu af stjórnmálum og er kominn í hlaupaskóna fyrir næstu alþingiskosningar. Hún segir engann „ráðskonurass undir fólki í Viðreisn," sem taki almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni. Þegar Benedikt Jóhannesson, aðalhvatamaður að stofnun Viðreisnar og fyrsti formaður flokksins, sagði af sér formennskunni aðeins sautján dögum fyrir kosningarnar 2017, stökk Þorgerður Katrín upp í brú á þessu nýsjósetta skipi í ólgusjó íslenskra stjórnmála og kom því í höfn. 5. október 2024 08:00
Brotthvarf Katrínar hafði mikil áhrif Svandís Svavarsdóttir er staðráðin í að Vinstrihreyfingin grænt framboð nái fulltrúum á þing í næstu alþingiskosningum þótt kannanir að undanförnu sýni að þar verði á brattan að sækja. Í Samtalinu á Vísi á fimmtudag fór hún yfir erindi hreyfingarinnar, stjórnarsamstarfið með Sjálfstæðisflokki og Framsókn í sjö ár og hvaða mál það eru sem hún telur mikilvægt að ná í gegn á Alþingi fyrir kosningar. 28. september 2024 08:01
Maður margra storma íhugar stöðu sína Bjarni Benediktsson hefur í fyrsta sinn opinberlega greint frá því að hann íhugi nú stöðu sína eftir fimmtán ár í formannsstóli Sjálfstæðisflokksins. Hann geri sér grein fyrir að dagur ákvörðunar renni upp innan hálfs árs, eða fyrir landsfund flokksins sem fram fer um mánaðamótin febrúar-mars á næsta ári. Ef til vill væri kominn tími til að hleypa nýju blóði inn í forystu flokksins. 21. september 2024 08:00