Lífið samstarf

Smára­lindin fylltist af bókþyrstum gestum

Forlagið
Gunnar Helgason kynnti nýlega nýjustu bók sína, Stella segir bless, í Smáralind. Með í för voru Felix Bergsson, Tónafljóð og Skólakór Kársnesskóla.
Gunnar Helgason kynnti nýlega nýjustu bók sína, Stella segir bless, í Smáralind. Með í för voru Felix Bergsson, Tónafljóð og Skólakór Kársnesskóla.

Gunnar Helgason fyllti Smáralindina af bókþyrstum gestum á dögunum þegar hann kynnti nýja bók til leiks og tróð upp með fríðu föruneyti.

Hann bauð þjóðinni til veislu í tilefni útgáfu bókarinnar Stella segir bless en það er síðasta bókin í bókaflokknum um Stellu.

Gunnar var alsæll með móttökurnar og mjög þakklátur öllum sem mættu í Smáralindina og fögnuðu með honum útgáfu nýju bókarinnar.

Fyrsta bókin var Mamma klikk en hún kom út fyrir næstum 10 árum. Flestir krakkar á Íslandi þekkja nú til Stellu og skrautlegu fjölskyldunnar hennar: Mömmu klikk, pabba prófessors, ammanna, systkinanna fimm og nojaða nágrannans.

Dagskráin hófst með skemmtiatriðum frá Gunna og Felix, Tónafljóðum og Skólakór Kársnesskóla. Þar var á meðal annars frumflutt glænýtt jólalag þar sem Gunni og Felix fengu Tónafljóð til liðs við sig. Fjöldi fólks lagði leið sína í Smáralind til að horfa á þau syngja og sprella, ásamt því að taka á móti glaðningum frá Forlaginu og fá áritun frá metsöluhöfundinum sjálfum.

Óhætt er að segja að gleðin hafi verið við völd eins og sést á meðfylgjandi myndum. Gunnar var alsæll með móttökurnar og mjög þakklátur öllum þeim sem mættu í Smáralindina og fögnuðu með honum útgáfu nýju bókarinnar. „Þetta var ótrúlega skemmtilegt og ég vona að allir hafi skemmt sér jafn vel og við gerðum,“ sagði Gunnar.

Gunnar Helgason áritað fjölda bóka.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.