Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar 22. nóvember 2024 12:15 Kjördæmaþáttur RUV á miðvikudaginn var að mörgu leyti lýsandi fyrir stöðu laxeldisins. Undanfarin tvö ár hefur verið samfelldur áróður gegn sjókvíaeldinu og þá sérstaklega gegn eldinu á Vestfjörðum. Þar hafa einstakir hópar og samtök á vegum fjársterkra aðila varið miklu fé til að kosta áróðurinn. Nægir þar að nefna IWF, sem nefnir sig nú íslenska náttúruverndarsjóðinn og erlenda fyrirtækið Patagoníu. Reykjavíkurfjölmiðlarnir hafa verið galopnir fyrir andstæðinga laxeldisins sem hafa fengið að valsa inn og út að eigin vild og útvarpa sínum áróðri en staðreyndir legið óbættar hjá garði. Á síðasta ári var sett fram krafan um að eldið yrði stöðvað með öllu og haldinn útifundur á Austurvelli því til stuðnings. Fyrir komandi kosningar er enn krafist banns við fiskeldi og farið með áróðursmynd um landið um stöðu laxveiðiáa í Noregi og frambjóðendum stillt upp við vegg og þeir krafðir um stuðning við bann. En svör frambjóðendanna í Norðvesturkjördæmi í þættinum sýndu áhorfendum brotlendingu á þessari áróðursherferð. Það er aðeins einn flokkur sem gengst við því að hann vilji banna laxeldið. Annar reynir að troða marvaðann. Að öðru leyti voru frambjóðendur flokkanna tíu sammála um að laxeldi í sjókvíum á Vestfjörðum er komið til að vera og meira en það, það er komið til þess að vaxa og dafna. Veruleikinn á Vestfjörðum Frambjóðendunum er ljóst að laxeldið hefur skipt sköpum á Vestfjörðum. Það hefur dregið Vestfirði úr aldarfjórðungs hnignun og samdrætti og breytt því í landssvæði þar sem framfarir ríkja, fólki fjölgar, öflug fyrirtæki byggjast upp og skapa störf sem eru talin í hundruðum og greiða laun sem eru með þeim hæstu á landinu. Því fylgir að verðmæti fasteigna hefur hækkað stórum skrefum og myndað eigið fé hjá fjölskyldunum sem eiga þær. Þegar frambjóðendurnir sjá þennan veruleika og hafa í huga áratugina þegar allt gekk á verri veg, Vestfirðingum fækkaði um 40% og samdráttur einkenndi hvert pláss hrýs þeim auðvitað hugur við kröfunni um að banna laxeldið og taka vonina frá fólki. Því fylgir sú ábyrgð að koma með annað í staðinn fyrir það sem bannað er og þar hafa menn engin svör. Krafan um bann við laxeldið er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum. Frammi fyrir þessum veruleika verður frambjóðendunum ljóst að þeir vilja ekki axla ábyrgð á afleiðingum bannsins. Þess vegna voru frambjóðendurnir nær samhljóða í svörum sínum á þá lund að fiskeldið myndi halda áfram. Það er stóra niðurstaðan, ekki bara í kjördæminu heldur líka á landsvísu. Það verður framhaldið að byggja áfram upp laxeldið og samhliða finna lausnir á umhverfisáhrifum þess og koma í veg fyrir að eldislax fari upp í árnar í einhverjum þeim mæli að skaðlegt geti orðið. Þetta verkefni er vel gerlegt, eldisfyrirtækin eru að þróa ýmsar aðferðir gegn lús, sjúkdómum og sleppningum og eru að ná árangri í þeim efnum. Hverja þá á er hægt að vernda fyrir uppgöngu eldislax sem menn vilja með tæknibúnaði. Meint skaðsemi laxeldisins er stórlega orðum aukið og hefur enn engin orðið í einstökum ám. Hvergi hefur verið sýnt fram á skaða og efnahagslegt tjón á stangveiðihlunnindum á landinu enda hefur það ekki orðið. Veruleikinn á landsvísu Annað sem vert er að draga fram er hin efnahagslega þýðing laxeldisins. Hún er kannski stærsta ástæðan fyrir því að bannherferðin hefur beðið skipbrot. Síðustu ár eru tekjur þjóðarbúsins um 40 – 45 milljarðar króna á ári. Þó er framleiðslan um eða innan við helmingur þess sem leyft er í þegar útgefnum leyfum. Fyrirtækin í fiskeldinu hafa verið að búa sig undir aukna framleiðslu með fjárfestingum í seiðaframleiðslu, vinnsluhúsum, þjónustuskipum og öðrum tækjum og búnaði sem þarf til eldisins. Fjárhæðirnar eru taldar í tugum milljarða króna. Fyrirsjáanlegt er að eftir um það bil þrjú ár verður árleg framleiðsla orðin um 90 þúsund tonn, nær eingöngu í sjókvíaeldi. Útflutningsverðmæti atvinnugreinarinnar verður þá orðið um 100 milljarðar króna á hverju ári. Það eru slíkar stærðir að þjóðarbúið ræður ekki við að slík framleiðsla verði bönnuð og kippt út.Lífskjarabati almennings á næstu árum verður borinn uppi af vextinum í laxeldinu. Tekjurnar dreifast um þjóðfélagið svo sem til ríkisins, sveitarfélaga, þjónustufyrirtækja, launþega o.s.frv. Laxeldið mun hafa mikil áhrif á viðskiptajöfnuð, gengi krónunnar og verðbólgu. Frambjóðendunum flestum og flokkum þeirra er þetta að verða ljóst og það mátti sjá og heyra í þættinum. Jafnvel frambjóðendur runnir upp úr sveitum laxveiðiánna létu sig hafa það að segja fyrir framan alþjóð að laxeldið yrði ekki bannað og að atvinnugreinin væri nauðsynleg. Það staðfesti að bannbaráttan er töpuð hjá öfgaliðinu sem hefur undanfarin ár hamast gegn laxeldinu á Vestfjörðum og það með verulega óvönduðum málflutningi. Laxeldi og lífskjörin Héðan í frá mun umræða snúast um gagnsemi laxeldis fyrir land og þjóð og þróun lausna þar sem þörf er á. Frambjóðendur lögðu áherslu á að vinna að meiri sátt um eldið. Þar er hlutverk fjölmiðla stórt vilji þeir vinna að því og kannski má segja að þar sé mikið svigrúm til þess að gera betur en þeir hafa hingað til gert. Vilji Reykjavíkurfjölmiðlarnir vinna að þessu markmiði þurfa þeir að hafa það í huga. Þátturinn var ágæt byrjun á þeim efnum. Höfundur er fyrrverandi þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Fiskeldi Byggðamál Mest lesið Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Kjördæmaþáttur RUV á miðvikudaginn var að mörgu leyti lýsandi fyrir stöðu laxeldisins. Undanfarin tvö ár hefur verið samfelldur áróður gegn sjókvíaeldinu og þá sérstaklega gegn eldinu á Vestfjörðum. Þar hafa einstakir hópar og samtök á vegum fjársterkra aðila varið miklu fé til að kosta áróðurinn. Nægir þar að nefna IWF, sem nefnir sig nú íslenska náttúruverndarsjóðinn og erlenda fyrirtækið Patagoníu. Reykjavíkurfjölmiðlarnir hafa verið galopnir fyrir andstæðinga laxeldisins sem hafa fengið að valsa inn og út að eigin vild og útvarpa sínum áróðri en staðreyndir legið óbættar hjá garði. Á síðasta ári var sett fram krafan um að eldið yrði stöðvað með öllu og haldinn útifundur á Austurvelli því til stuðnings. Fyrir komandi kosningar er enn krafist banns við fiskeldi og farið með áróðursmynd um landið um stöðu laxveiðiáa í Noregi og frambjóðendum stillt upp við vegg og þeir krafðir um stuðning við bann. En svör frambjóðendanna í Norðvesturkjördæmi í þættinum sýndu áhorfendum brotlendingu á þessari áróðursherferð. Það er aðeins einn flokkur sem gengst við því að hann vilji banna laxeldið. Annar reynir að troða marvaðann. Að öðru leyti voru frambjóðendur flokkanna tíu sammála um að laxeldi í sjókvíum á Vestfjörðum er komið til að vera og meira en það, það er komið til þess að vaxa og dafna. Veruleikinn á Vestfjörðum Frambjóðendunum er ljóst að laxeldið hefur skipt sköpum á Vestfjörðum. Það hefur dregið Vestfirði úr aldarfjórðungs hnignun og samdrætti og breytt því í landssvæði þar sem framfarir ríkja, fólki fjölgar, öflug fyrirtæki byggjast upp og skapa störf sem eru talin í hundruðum og greiða laun sem eru með þeim hæstu á landinu. Því fylgir að verðmæti fasteigna hefur hækkað stórum skrefum og myndað eigið fé hjá fjölskyldunum sem eiga þær. Þegar frambjóðendurnir sjá þennan veruleika og hafa í huga áratugina þegar allt gekk á verri veg, Vestfirðingum fækkaði um 40% og samdráttur einkenndi hvert pláss hrýs þeim auðvitað hugur við kröfunni um að banna laxeldið og taka vonina frá fólki. Því fylgir sú ábyrgð að koma með annað í staðinn fyrir það sem bannað er og þar hafa menn engin svör. Krafan um bann við laxeldið er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum. Frammi fyrir þessum veruleika verður frambjóðendunum ljóst að þeir vilja ekki axla ábyrgð á afleiðingum bannsins. Þess vegna voru frambjóðendurnir nær samhljóða í svörum sínum á þá lund að fiskeldið myndi halda áfram. Það er stóra niðurstaðan, ekki bara í kjördæminu heldur líka á landsvísu. Það verður framhaldið að byggja áfram upp laxeldið og samhliða finna lausnir á umhverfisáhrifum þess og koma í veg fyrir að eldislax fari upp í árnar í einhverjum þeim mæli að skaðlegt geti orðið. Þetta verkefni er vel gerlegt, eldisfyrirtækin eru að þróa ýmsar aðferðir gegn lús, sjúkdómum og sleppningum og eru að ná árangri í þeim efnum. Hverja þá á er hægt að vernda fyrir uppgöngu eldislax sem menn vilja með tæknibúnaði. Meint skaðsemi laxeldisins er stórlega orðum aukið og hefur enn engin orðið í einstökum ám. Hvergi hefur verið sýnt fram á skaða og efnahagslegt tjón á stangveiðihlunnindum á landinu enda hefur það ekki orðið. Veruleikinn á landsvísu Annað sem vert er að draga fram er hin efnahagslega þýðing laxeldisins. Hún er kannski stærsta ástæðan fyrir því að bannherferðin hefur beðið skipbrot. Síðustu ár eru tekjur þjóðarbúsins um 40 – 45 milljarðar króna á ári. Þó er framleiðslan um eða innan við helmingur þess sem leyft er í þegar útgefnum leyfum. Fyrirtækin í fiskeldinu hafa verið að búa sig undir aukna framleiðslu með fjárfestingum í seiðaframleiðslu, vinnsluhúsum, þjónustuskipum og öðrum tækjum og búnaði sem þarf til eldisins. Fjárhæðirnar eru taldar í tugum milljarða króna. Fyrirsjáanlegt er að eftir um það bil þrjú ár verður árleg framleiðsla orðin um 90 þúsund tonn, nær eingöngu í sjókvíaeldi. Útflutningsverðmæti atvinnugreinarinnar verður þá orðið um 100 milljarðar króna á hverju ári. Það eru slíkar stærðir að þjóðarbúið ræður ekki við að slík framleiðsla verði bönnuð og kippt út.Lífskjarabati almennings á næstu árum verður borinn uppi af vextinum í laxeldinu. Tekjurnar dreifast um þjóðfélagið svo sem til ríkisins, sveitarfélaga, þjónustufyrirtækja, launþega o.s.frv. Laxeldið mun hafa mikil áhrif á viðskiptajöfnuð, gengi krónunnar og verðbólgu. Frambjóðendunum flestum og flokkum þeirra er þetta að verða ljóst og það mátti sjá og heyra í þættinum. Jafnvel frambjóðendur runnir upp úr sveitum laxveiðiánna létu sig hafa það að segja fyrir framan alþjóð að laxeldið yrði ekki bannað og að atvinnugreinin væri nauðsynleg. Það staðfesti að bannbaráttan er töpuð hjá öfgaliðinu sem hefur undanfarin ár hamast gegn laxeldinu á Vestfjörðum og það með verulega óvönduðum málflutningi. Laxeldi og lífskjörin Héðan í frá mun umræða snúast um gagnsemi laxeldis fyrir land og þjóð og þróun lausna þar sem þörf er á. Frambjóðendur lögðu áherslu á að vinna að meiri sátt um eldið. Þar er hlutverk fjölmiðla stórt vilji þeir vinna að því og kannski má segja að þar sé mikið svigrúm til þess að gera betur en þeir hafa hingað til gert. Vilji Reykjavíkurfjölmiðlarnir vinna að þessu markmiði þurfa þeir að hafa það í huga. Þátturinn var ágæt byrjun á þeim efnum. Höfundur er fyrrverandi þingmaður.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun