Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Kjartan Kjartansson skrifar 22. nóvember 2024 11:17 Jair Bolsonaro fór ekki þegjandi og hljóðalaust úr forsetahöllinni eftir að hann tapaði kosningum árið 2022. Hann er nú sakaður um tilraun til valdaráns. Vísir/EPA Brasilíska lögreglan hefur kært Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseta, og nokkra ráðherra í ríkisstjórn hans fyrir tilraun til þess að ræna völdum með því að snúa við úrslitum forsetakosninganna 2022. Bolsonaro stefnir á forsetaframboð eftir tvö ár. Kæran til hæstaréttar Brasilíu kemur í kjölfar skýrslu lögreglunnar um tveggja ára langa rannsókn hennar á hlutdeild Bolsonaro í að afneita úrslitum kosninganna sem hann tapaði fyrir Luis Inacio Lula da Silva. Hæstiréttur segist ætla að senda kæruna áfram til ríkissaksóknara í næstu viku. Sá tekur ákvörðun um hvort að Bolsonaro og 36 aðrir verði ákærðir fyrir að reyna að ræna völdum. Í þessum hópi eru meðal annars tveir fyrrverandi varnarmálaráðherrar Bolsonaro, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi hans og dómsmálaráðherra. Sakborningarnir eru sakaðir um að hafa lagt á ráðin um að dreifa fölskum áróðri um kosningarnar, hvetja herinn til að fremja valdarán og styðja tilraunir til þess. Bolsonaro brást við kærunni á samfélagsmiðlum og sagði að lögregla og hæstaréttardómari sem hefur umsjón með rannsókninni hefðu verið „skapandi“ og gert „allt það sem lögin segja ekki“, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þá segir lögreglan að hún hafi fundið vísbendingar um að Bolsonaro hafi vitað af ráðabruggi um að ráða Lula forseta af dögum áður en hann tók við embættinu. Fimm menn voru handteknir vegna þess í þessari viku. Bolsonaro er bannað að bjóða sig fram til embættis vegna árása hans á trúverðugleika kosninganna fyrir tveimur árum. Hann stefnir engu að síður ótrauður að því að bjóða sig fram aftur til forseta árið 2026. Stuðningsmenn Bolsonaro réðust á stjórnarbyggingar í höfuðborginni Brasilíu viku áður en Lula tók við embætti í janúar í fyrra. Margir þeirra sögðust hafa viljað skapa óróa sem réttlætti valdarán hersins sem þeir töldu yfirvofandi. Brasilía Erlend sakamál Tengdar fréttir Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Karlmaður sem reyndi að komast inn í hús hæstaréttar í höfuðborg Brasilíu sprengdi sig í loft upp fyrir utan bygginguna í gærkvöldi. Aðeins fimm dagar eru þar til að leiðtogar G20-ríkjanna koma saman í Ríó de Janeiro. 14. nóvember 2024 10:05 Bolsonaro bannað að bjóða sig fram Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseta Brasilíu, hefur verið bannað að bjóða sig fram í átta ár. Yfirkjörstjórn landsins komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði framið embættisbrot í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. 30. júní 2023 18:34 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Sjá meira
Kæran til hæstaréttar Brasilíu kemur í kjölfar skýrslu lögreglunnar um tveggja ára langa rannsókn hennar á hlutdeild Bolsonaro í að afneita úrslitum kosninganna sem hann tapaði fyrir Luis Inacio Lula da Silva. Hæstiréttur segist ætla að senda kæruna áfram til ríkissaksóknara í næstu viku. Sá tekur ákvörðun um hvort að Bolsonaro og 36 aðrir verði ákærðir fyrir að reyna að ræna völdum. Í þessum hópi eru meðal annars tveir fyrrverandi varnarmálaráðherrar Bolsonaro, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi hans og dómsmálaráðherra. Sakborningarnir eru sakaðir um að hafa lagt á ráðin um að dreifa fölskum áróðri um kosningarnar, hvetja herinn til að fremja valdarán og styðja tilraunir til þess. Bolsonaro brást við kærunni á samfélagsmiðlum og sagði að lögregla og hæstaréttardómari sem hefur umsjón með rannsókninni hefðu verið „skapandi“ og gert „allt það sem lögin segja ekki“, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þá segir lögreglan að hún hafi fundið vísbendingar um að Bolsonaro hafi vitað af ráðabruggi um að ráða Lula forseta af dögum áður en hann tók við embættinu. Fimm menn voru handteknir vegna þess í þessari viku. Bolsonaro er bannað að bjóða sig fram til embættis vegna árása hans á trúverðugleika kosninganna fyrir tveimur árum. Hann stefnir engu að síður ótrauður að því að bjóða sig fram aftur til forseta árið 2026. Stuðningsmenn Bolsonaro réðust á stjórnarbyggingar í höfuðborginni Brasilíu viku áður en Lula tók við embætti í janúar í fyrra. Margir þeirra sögðust hafa viljað skapa óróa sem réttlætti valdarán hersins sem þeir töldu yfirvofandi.
Brasilía Erlend sakamál Tengdar fréttir Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Karlmaður sem reyndi að komast inn í hús hæstaréttar í höfuðborg Brasilíu sprengdi sig í loft upp fyrir utan bygginguna í gærkvöldi. Aðeins fimm dagar eru þar til að leiðtogar G20-ríkjanna koma saman í Ríó de Janeiro. 14. nóvember 2024 10:05 Bolsonaro bannað að bjóða sig fram Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseta Brasilíu, hefur verið bannað að bjóða sig fram í átta ár. Yfirkjörstjórn landsins komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði framið embættisbrot í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. 30. júní 2023 18:34 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Sjá meira
Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Karlmaður sem reyndi að komast inn í hús hæstaréttar í höfuðborg Brasilíu sprengdi sig í loft upp fyrir utan bygginguna í gærkvöldi. Aðeins fimm dagar eru þar til að leiðtogar G20-ríkjanna koma saman í Ríó de Janeiro. 14. nóvember 2024 10:05
Bolsonaro bannað að bjóða sig fram Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseta Brasilíu, hefur verið bannað að bjóða sig fram í átta ár. Yfirkjörstjórn landsins komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði framið embættisbrot í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. 30. júní 2023 18:34
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“