Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Lestrarklefinn og Rebekka Sif Stefánsdóttir 22. nóvember 2024 11:00 Guðrún Eva Mínervudóttir hefur sent frá sér skáldævisögu, Í skugga trjánna. Fjallað er um bókina á menningarvefnum Lestrarklefinn.is Rebekka Sif Stefánsdóttir fjallar hér um nýjustu bók Guðrúnar Evu Mínervudóttur, Í skugga trjánna. Umfjöllunina er að finna á menningarvefnum Lestrarklefinn. Fyrir þessi jól teflir Guðrún Eva Mínervudóttir fram skáldævisögunni Í skugga trjánna. Það er engin lýsing á söguþræði aftan á bókinni, enda erfitt að henda reiður á óreiðukenndu lífi sem hefur verið fært með verkfærum skáldskaparins á blað. En víst er að þau sem lásu Skegg Raspútíns á sínum tíma og kunnu vel að meta munu svo sannarlega hrífast af þessari bók sem hefst á þennan stórkostlega og óvænta hátt: „Einu sinni tók ég óviljandi þátt í ayahuasca guðþjónustu í Skipholti.“ (bls. 7). Rebekka Sif Stefánsdóttir Rithöfundurinn Eva er stödd á mögulega ólíklegasta stað sem lesandinn hefði getið órað fyrir, þriggja hæða einbýlishúsi á Arnarnesi í Garðabæ. Þar mun gestum verða boðið upp á ofskynunarlyf, eða LSD, sem reyndar Eva afþakkar þar sem hún þarf að skemmta hópi af erlendum rithöfundum á vegum Iceland Writers Retreat seinna um daginn. Betra að vera allsgáð þá. En þetta furðulega samkvæmi er rammafrásögn bókarinnar, einhversslags nútíð sem sögumaður ferðast í og úr til að halda utan um frásögnina. Þó þetta partý gefi frásögninni skondinn blæ inn á milli eru þyngri kaflarnir, þar sem Eva rifjar upp fortíðina og nýyfirstaðinn skilnað, kjarninn í verkinu. „Buslugangurinn falinn undir yfirborðinu“ Fyrri hluti bókar er eins og upphitun, sögumaður að koma sér að því sem honum liggur mest á hjarta. Hjónaskilnaðurinn. Ástarsorgin. Sársaukinn. Að líða eins og maður hafi stíað í sundur eigin fjölskyldu, gefið draumalífið upp á bátinn. „Án þess að spyrja kóng né prest tékkaði ég óvart út úr sambandinu. Stakk af hægt og hljóðalaust …“ (bls. 110). Eva ásakar sjálfa sig, veltir fyrir sér hvort hún sé „tæfa dulbúin sem umburðarlyndur vinnuþjarkur“. Hún er óvægin á eigin gjörðir og er óhrædd að birta lesandanum sína eigin galla. En lesandinn sér að hún er einfaldlega mennsk, breysk eins og við öll. Manneskja sem vil koma sér út úr aðstæðum sem gera hana ekki hamingjusama lengur. Þrátt fyrir að hafa komist að þeirri niðurstöðu tekur þetta óendanlega mikið á hana: „Ég reyndi að vera svanur; líða tignarlega áfram með erfiðið falið undir yfirborðinu, en var líklega meira eins og drukknandi manneskja. Drukknun er víst mjög kyrrlát utan frá séð, buslugangurinn falinn undir yfirborðinu.“ (bls. 110) Umfjöllunina má lesa í heild sinni hér. Bókaútgáfa Bókmenntir Menning Jól Mest lesið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Lífið Fleiri fréttir Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu „Við eigum meira blóð en blóðbankinn!“ Flytja alla Springsteen slagarana í Hörpu Frábær árangur í meðferðarstarfi Kalklitir og Slippfélagið mála framtíðina saman Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Dineout gjafabréf er jólagjöfin í ár Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Þarf alltaf að vera vín? Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Sjá meira
Fyrir þessi jól teflir Guðrún Eva Mínervudóttir fram skáldævisögunni Í skugga trjánna. Það er engin lýsing á söguþræði aftan á bókinni, enda erfitt að henda reiður á óreiðukenndu lífi sem hefur verið fært með verkfærum skáldskaparins á blað. En víst er að þau sem lásu Skegg Raspútíns á sínum tíma og kunnu vel að meta munu svo sannarlega hrífast af þessari bók sem hefst á þennan stórkostlega og óvænta hátt: „Einu sinni tók ég óviljandi þátt í ayahuasca guðþjónustu í Skipholti.“ (bls. 7). Rebekka Sif Stefánsdóttir Rithöfundurinn Eva er stödd á mögulega ólíklegasta stað sem lesandinn hefði getið órað fyrir, þriggja hæða einbýlishúsi á Arnarnesi í Garðabæ. Þar mun gestum verða boðið upp á ofskynunarlyf, eða LSD, sem reyndar Eva afþakkar þar sem hún þarf að skemmta hópi af erlendum rithöfundum á vegum Iceland Writers Retreat seinna um daginn. Betra að vera allsgáð þá. En þetta furðulega samkvæmi er rammafrásögn bókarinnar, einhversslags nútíð sem sögumaður ferðast í og úr til að halda utan um frásögnina. Þó þetta partý gefi frásögninni skondinn blæ inn á milli eru þyngri kaflarnir, þar sem Eva rifjar upp fortíðina og nýyfirstaðinn skilnað, kjarninn í verkinu. „Buslugangurinn falinn undir yfirborðinu“ Fyrri hluti bókar er eins og upphitun, sögumaður að koma sér að því sem honum liggur mest á hjarta. Hjónaskilnaðurinn. Ástarsorgin. Sársaukinn. Að líða eins og maður hafi stíað í sundur eigin fjölskyldu, gefið draumalífið upp á bátinn. „Án þess að spyrja kóng né prest tékkaði ég óvart út úr sambandinu. Stakk af hægt og hljóðalaust …“ (bls. 110). Eva ásakar sjálfa sig, veltir fyrir sér hvort hún sé „tæfa dulbúin sem umburðarlyndur vinnuþjarkur“. Hún er óvægin á eigin gjörðir og er óhrædd að birta lesandanum sína eigin galla. En lesandinn sér að hún er einfaldlega mennsk, breysk eins og við öll. Manneskja sem vil koma sér út úr aðstæðum sem gera hana ekki hamingjusama lengur. Þrátt fyrir að hafa komist að þeirri niðurstöðu tekur þetta óendanlega mikið á hana: „Ég reyndi að vera svanur; líða tignarlega áfram með erfiðið falið undir yfirborðinu, en var líklega meira eins og drukknandi manneskja. Drukknun er víst mjög kyrrlát utan frá séð, buslugangurinn falinn undir yfirborðinu.“ (bls. 110) Umfjöllunina má lesa í heild sinni hér.
Bókaútgáfa Bókmenntir Menning Jól Mest lesið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Lífið Fleiri fréttir Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu „Við eigum meira blóð en blóðbankinn!“ Flytja alla Springsteen slagarana í Hörpu Frábær árangur í meðferðarstarfi Kalklitir og Slippfélagið mála framtíðina saman Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Dineout gjafabréf er jólagjöfin í ár Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Þarf alltaf að vera vín? Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Sjá meira