Það var lögreglan á Vestfjörðum sem óskaði eftir því að Gæslan færi í eftirlitsflug yfir jakann í gær og á annes á Vestfjörðum til að ganga úr skugga um að engin hvítabjörn hefði tekið sér far með jakanum.
Tveir mánuðir eru síðan hvítabjörn var felldur á Höfðaströnd í Jökulfjörðum. Litlu mátti muna en kona á níræðisaldri sá til bjarnarins en náði að forða sér inn í hús.
Borgarísjaki er ísjaki sem hefur brotnað úr jöklum sem skríða í sjó fram eða liggja meðfram strönd. Stærsti hluti af borgarísjaka er neðansjávar. Hafís getur annaðhvort verið borgarís sem kemur úr jöklum eða frosið vatn á yfirborði sjávar.