Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Íþróttadeild Vísis skrifar 19. nóvember 2024 21:42 Valgeir Lunddal Friðriksson átti erfitt kvöld eins og öll varnarlína Íslands. Catherine Ivill - AMA/Getty Images Landsliðsmenn Íslands áttu misgott kvöld í kaflaskiptum leik við Wales í kvöld en tapaðist full stórt. 4-1 sigur Wales niðurstaðan í leik þar sem Ísland hefði hæglega getað skorað fleiri. Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður [6] Lítið út á hann að setja í mörkum Wales. Greip inn í þegar þurfti og skylduvörslurnar allar öruggar. Alfons Sampsted, hægri bakvörður [3] Missti af Cullen í fyrra markinu en var að valda tvo menn á þeim tímapunkti. Var í vandræðum eins og öll varnarlína Íslands. Fór meiddur af velli á 74. mínútu. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður [3] Oft virkað öruggari. Virkaði stundum eins og það vantaði upp á tengingu milli hans og Guðlaugs. Þeir félagar hafa átt betri daga og gekk ekki vel að glíma við skyndisóknir Walesverja. Guðlaugur Victor Pálsson, miðvörður [3] Tvö stór atvik þar sem hann tapar einvígjum sem hann verður fyrstur til að viðurkenna sjálfur að hann á að vinna og færi skapast í kjölfarið. Gekk eins og öðrum í vörninni illa að glíma við hraðar sóknir Walesverja. Valgeir Lunddal Friðriksson, vinstri bakvörður [2] Gerði sig sekan um mistök í aðdraganda annars marksins með slæmri sendingu. Átti ekki einfalt verkefni fyrir höndum að takast á við hraða Brennan Johnson sem átti til að valda usla. Féll við þegar Johnson skoraði þriðja markið. Ísak Bergmann Jóhannesson, hægri kantmaður [6] Reyndi sitt besta og var fínn framan af. Duglegur í pressunni en minna sjáanlegur eftir því sem leið á. Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður [6] Fínn í spili ásamt Jóa þegar Ísland hélt í boltann í fyrri hálfleik. Þreytulegur í lokin og fær verðskuldað gult spjald fyrir að stöðva skyndisókn. Jóhann Berg Guðmundsson, miðjumaður [5] Fór út af í hálfleik. Þreytulegur á köflum, Walesverjar komust stundum full auðveldlega í gegnum miðju Íslands. Góður á hinn endann og öflugur í spilinu. Átti frábæra fyrirgjöf sem mark Andra Lucasar kom upp úr. Jón Dagur Þorsteinsson, vinstri kantmaður [6] Duglegur í pressunni án bolta og áræðinn með bolta. Sótti alltaf á bakvörðinn þegar hann fékk boltann. Klúðraði tveimur upplögðum marktækifærum í röð snemma í síðari hálfleik. Orri Steinn Óskarsson, framherji [-] Orri Steinn var öflugur í þær rúmu tuttugu mínútur sem hann spilaði í kvöld. Skapaði færi fyrir Ísak snemma leiks og átti marktilraunina sem Andri Lucas fylgdi eftir er hann kom Íslandi yfir. Fór meiddur af velli. Andri Lucas Guðjohnsen, framherji [7] Skoraði fyrsta mark Íslands úr einkar þröngri stöðu og það mark hækkar einkunn hans. Fékk önnur færi til að bæta við sem verr gekk að nýta. Duglegur í pressunni og telst besti maður Íslands á erfiðu kvöldi. Varamenn: Mikael Egill Ellertsson kom inn á fyrir Orra Stein Óskarsson á 25. mínútu [5] Týndur í fyrri en vann á eftir hléið og var meira ógnandi. Átakanlegur munur að hafa hann í fremstu víglínu þegar maður er vanur Orra Steini í þeirri stöðu. Stefán Teitur Þórðarson kom inn á fyrir Jóhann Berg Guðmundsson á 46. mínútu. [5] Tapaði boltanum í aðdraganda þriðja marks Wales. Var reglulega sundurslitið milli miðju og varnar þegar Walesverjar sóttu hratt og Stefán náði því miður ekki að tengja það betur saman. Dagur Dan Þórhallsson kom inn á fyrir Alfons Sampsted á 74. mínútu. [] Spilaði of lítið til að fá einkunn. Willum Þór Willumsson kom inn á fyrir Jón Dag Þorsteinsson á 74. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp fyrir hvorn annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Varamennirnir lögðu upp fyrir hvorn annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Í beinni: Real Madrid - Marseille | Fyrsti Evrópuleikurinn hjá Alonso Í beinni: Tottenham - Villarreal | Guli kafbáturinn í London Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Sjá meira
Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður [6] Lítið út á hann að setja í mörkum Wales. Greip inn í þegar þurfti og skylduvörslurnar allar öruggar. Alfons Sampsted, hægri bakvörður [3] Missti af Cullen í fyrra markinu en var að valda tvo menn á þeim tímapunkti. Var í vandræðum eins og öll varnarlína Íslands. Fór meiddur af velli á 74. mínútu. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður [3] Oft virkað öruggari. Virkaði stundum eins og það vantaði upp á tengingu milli hans og Guðlaugs. Þeir félagar hafa átt betri daga og gekk ekki vel að glíma við skyndisóknir Walesverja. Guðlaugur Victor Pálsson, miðvörður [3] Tvö stór atvik þar sem hann tapar einvígjum sem hann verður fyrstur til að viðurkenna sjálfur að hann á að vinna og færi skapast í kjölfarið. Gekk eins og öðrum í vörninni illa að glíma við hraðar sóknir Walesverja. Valgeir Lunddal Friðriksson, vinstri bakvörður [2] Gerði sig sekan um mistök í aðdraganda annars marksins með slæmri sendingu. Átti ekki einfalt verkefni fyrir höndum að takast á við hraða Brennan Johnson sem átti til að valda usla. Féll við þegar Johnson skoraði þriðja markið. Ísak Bergmann Jóhannesson, hægri kantmaður [6] Reyndi sitt besta og var fínn framan af. Duglegur í pressunni en minna sjáanlegur eftir því sem leið á. Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður [6] Fínn í spili ásamt Jóa þegar Ísland hélt í boltann í fyrri hálfleik. Þreytulegur í lokin og fær verðskuldað gult spjald fyrir að stöðva skyndisókn. Jóhann Berg Guðmundsson, miðjumaður [5] Fór út af í hálfleik. Þreytulegur á köflum, Walesverjar komust stundum full auðveldlega í gegnum miðju Íslands. Góður á hinn endann og öflugur í spilinu. Átti frábæra fyrirgjöf sem mark Andra Lucasar kom upp úr. Jón Dagur Þorsteinsson, vinstri kantmaður [6] Duglegur í pressunni án bolta og áræðinn með bolta. Sótti alltaf á bakvörðinn þegar hann fékk boltann. Klúðraði tveimur upplögðum marktækifærum í röð snemma í síðari hálfleik. Orri Steinn Óskarsson, framherji [-] Orri Steinn var öflugur í þær rúmu tuttugu mínútur sem hann spilaði í kvöld. Skapaði færi fyrir Ísak snemma leiks og átti marktilraunina sem Andri Lucas fylgdi eftir er hann kom Íslandi yfir. Fór meiddur af velli. Andri Lucas Guðjohnsen, framherji [7] Skoraði fyrsta mark Íslands úr einkar þröngri stöðu og það mark hækkar einkunn hans. Fékk önnur færi til að bæta við sem verr gekk að nýta. Duglegur í pressunni og telst besti maður Íslands á erfiðu kvöldi. Varamenn: Mikael Egill Ellertsson kom inn á fyrir Orra Stein Óskarsson á 25. mínútu [5] Týndur í fyrri en vann á eftir hléið og var meira ógnandi. Átakanlegur munur að hafa hann í fremstu víglínu þegar maður er vanur Orra Steini í þeirri stöðu. Stefán Teitur Þórðarson kom inn á fyrir Jóhann Berg Guðmundsson á 46. mínútu. [5] Tapaði boltanum í aðdraganda þriðja marks Wales. Var reglulega sundurslitið milli miðju og varnar þegar Walesverjar sóttu hratt og Stefán náði því miður ekki að tengja það betur saman. Dagur Dan Þórhallsson kom inn á fyrir Alfons Sampsted á 74. mínútu. [] Spilaði of lítið til að fá einkunn. Willum Þór Willumsson kom inn á fyrir Jón Dag Þorsteinsson á 74. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp fyrir hvorn annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Varamennirnir lögðu upp fyrir hvorn annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Í beinni: Real Madrid - Marseille | Fyrsti Evrópuleikurinn hjá Alonso Í beinni: Tottenham - Villarreal | Guli kafbáturinn í London Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Sjá meira