Dómarinn fluttur í burtu á börum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2024 20:02 Mitch Dunning lá sárþjáður á eftir á ísnum í leik Colorado Avalanche og Philadelphia Flyers. Getty/Gregory Fisher Dómari í bandaríska íshokkíinu slasaðist illa í leik í NHL-deildinni í vikunni. Dómarinn heitir Mitch Dunning og var dómari í leik Philadelphia Flyers og Colorado Avalanche sem fór fram í Wells Fargo Center. Slysið varð eftir aðeins sex mínútna leik. Það gengur oft mikið á á ísnum og þá er eins gott að passa sig. Dómarinn var þarna að skauta aftur á bak til að fylgjast með því sem var að gerast í leiknum. Þegar hann var í kringum miðlínuna þá lenti hann í mjög slæmu samstuði við Avalanche leikmanninn Josh Manson. Manson sjálfur var að horfa á pökkinn og tók ekki eftir dómaranum. Dunning lá hreyfingalaus eftir og var sárþjáður. Leikmaðurinn er auðvitað mikið betur varinn heldur en dómarinn sem er bara með hjálm. Menn óttuðist strax um mænuskaða því dómarinn kvartaði undan verk í hálsi. Eftir langa meðferð á ísnum var dómarinn síðan fluttur í burtu á börum og á sjúkrahús. Það var mjög hljótt í höllinni þegar Dunning var tekinn í burtu á börum enda óttuðust margir hið versta. Dunning er 32 ára gamall kanadískur dómari en hann gat í fyrstu ekki hreyft hendurnar. Í þriðja leikhluta fréttist að honum liði betur, væri með fulla meðvitund og gæti nú hreyft alla hluti líkamans. Colorado vann leikinn á endanum 3-2 eftir tvo lagleg mörk frá stórstjörnunni Cale Makar. NHL referee Mitch Dunning communicative, can move extremities following violent collision https://t.co/0eUAZmI8Nf— The Associated Press (@AP) November 19, 2024 Íshokkí Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira
Dómarinn heitir Mitch Dunning og var dómari í leik Philadelphia Flyers og Colorado Avalanche sem fór fram í Wells Fargo Center. Slysið varð eftir aðeins sex mínútna leik. Það gengur oft mikið á á ísnum og þá er eins gott að passa sig. Dómarinn var þarna að skauta aftur á bak til að fylgjast með því sem var að gerast í leiknum. Þegar hann var í kringum miðlínuna þá lenti hann í mjög slæmu samstuði við Avalanche leikmanninn Josh Manson. Manson sjálfur var að horfa á pökkinn og tók ekki eftir dómaranum. Dunning lá hreyfingalaus eftir og var sárþjáður. Leikmaðurinn er auðvitað mikið betur varinn heldur en dómarinn sem er bara með hjálm. Menn óttuðist strax um mænuskaða því dómarinn kvartaði undan verk í hálsi. Eftir langa meðferð á ísnum var dómarinn síðan fluttur í burtu á börum og á sjúkrahús. Það var mjög hljótt í höllinni þegar Dunning var tekinn í burtu á börum enda óttuðust margir hið versta. Dunning er 32 ára gamall kanadískur dómari en hann gat í fyrstu ekki hreyft hendurnar. Í þriðja leikhluta fréttist að honum liði betur, væri með fulla meðvitund og gæti nú hreyft alla hluti líkamans. Colorado vann leikinn á endanum 3-2 eftir tvo lagleg mörk frá stórstjörnunni Cale Makar. NHL referee Mitch Dunning communicative, can move extremities following violent collision https://t.co/0eUAZmI8Nf— The Associated Press (@AP) November 19, 2024
Íshokkí Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira