Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 19. nóvember 2024 14:33 Óskarsverðlaunahafinn Robert Zemeckis til vinstri hér ásamt Tom Hanks. Zemeckis er meðal gesta á bókmenntahátíðinni Iceland Noir. Axelle/Bauer-Griffin/FilmMagic „Við erum með marga stóra erlenda gesti og það hefur aldrei verið svona mikið af stórum nöfnum. Það er margt að sjá og erfitt að velja hvað stendur upp úr,“ segir rithöfundurinn Ragnar Jónasson í samtali við blaðamann en hann og Yrsa Sigurðardóttir eru forsprakkar bókmenntahátíðarinnar Iceland Noir sem hefst með pompi og prakt í Reykjavík í kvöld. Meðal erlendra gesta hátíðarinnar er leikstjórinn og Óskarsverðlaunahafinn Robert Zemeckis. Hann hlaut Óskarinn fyrir leikstjórn sína á kvikmyndinni Forrest Gump og hefur auk þess þess leikstýrt Back to the Future þríleiknum og framleitt og leikstýrt myndum á borð við Cast Away og Polar Express. „Við Yrsa erum spennt og þreytt eftir langan undirbúning og við ætlum að reyna að njóta,“ segir Ragnar fullur tilhlökkunar. Bróðir Díönu prinsessu meðal gesta Hátíðin hefur sjaldan eða jafnvel aldrei verið stærri. „Barnabókahöfundurinn og grínistinn David Walliams er að koma í annað skipti og það er auðvitað mikið tilhlökkunarefni að fá hann aftur. Síðast þegar hann kom mynduðust svo langar biðraðir að það náðu ekki allir að hitta á hann en hann vildi bæta úr því og koma aftur. Hann verður á laugardagskvöld í Fríkirkjunni sem ég held að verði alveg frábær stemning. Þetta er sömuleiðis lokaviðburður hátíðarinnar, við verðum með frábæran spyril sem er írskur sjónvarpsmaður og það verður líklega smá uppistands stemning þar sem má búast við miklum hlátri. Við erum sömuleiðis spennt að fá Charles Spencer, bróður Díönu prinsessu, en hann verður með viðburð á föstudaginn í Fríkirkjunni. Hann er auðvitað frægur fyrir sína fjölskyldu en er líka rithöfundur sem hefur skrifað frábærar bækur og það verður gaman að hitta hann.“ Ragnar Jónasson stendur fyrir bókmenntahátíðinni Iceland Noir ásamt Yrsu Sigurðardóttur og fleiri rithöfundum.Vísir/Vilhelm Kynntist Zemeckis hjónum í gegnum bækur sínar Meðal stærstu nafna hátíðarinnar er svo auðvitað leikstjórinn Robert Zemeckis og eiginkona hans, verðlaunahöfundurinn Leslie Zemeckis. „Ég hef aldrei hitt þau en ég kannast samt við konuna hans, hún hefur lesið bækurnar mínar og við höfum aðeins kynnst í gegnum það. Þannig kom þetta til, þau eru að koma í stutt tveggja daga stopp og verða í Fríkirkjunni á morgun. Ég er mjög spenntur að hitta hann, alveg stórkostlegur leikstjóri og örugglega eitt stærsta nafnið sem við höfum fengið. Að lokum verð ég að nefna Brendu Blethyn sem leikur aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttunum Veru eftir Ann Cleaves. Vera eru bækur og þættir sem eiga marga aðdáendur og þetta er einstakt tækifæri fyrir þá til þess að hitta leikstjórann og aðalleikkonuna,“ segir Ragnar að lokum. Hér má nálgast dagskrána fyrir Iceland Noir. Bókmenntahátíð Bókmenntir Hollywood Bíó og sjónvarp Íslandsvinir Mest lesið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Lífið Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Lífið Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Lífið Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Fleiri fréttir Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Meðal erlendra gesta hátíðarinnar er leikstjórinn og Óskarsverðlaunahafinn Robert Zemeckis. Hann hlaut Óskarinn fyrir leikstjórn sína á kvikmyndinni Forrest Gump og hefur auk þess þess leikstýrt Back to the Future þríleiknum og framleitt og leikstýrt myndum á borð við Cast Away og Polar Express. „Við Yrsa erum spennt og þreytt eftir langan undirbúning og við ætlum að reyna að njóta,“ segir Ragnar fullur tilhlökkunar. Bróðir Díönu prinsessu meðal gesta Hátíðin hefur sjaldan eða jafnvel aldrei verið stærri. „Barnabókahöfundurinn og grínistinn David Walliams er að koma í annað skipti og það er auðvitað mikið tilhlökkunarefni að fá hann aftur. Síðast þegar hann kom mynduðust svo langar biðraðir að það náðu ekki allir að hitta á hann en hann vildi bæta úr því og koma aftur. Hann verður á laugardagskvöld í Fríkirkjunni sem ég held að verði alveg frábær stemning. Þetta er sömuleiðis lokaviðburður hátíðarinnar, við verðum með frábæran spyril sem er írskur sjónvarpsmaður og það verður líklega smá uppistands stemning þar sem má búast við miklum hlátri. Við erum sömuleiðis spennt að fá Charles Spencer, bróður Díönu prinsessu, en hann verður með viðburð á föstudaginn í Fríkirkjunni. Hann er auðvitað frægur fyrir sína fjölskyldu en er líka rithöfundur sem hefur skrifað frábærar bækur og það verður gaman að hitta hann.“ Ragnar Jónasson stendur fyrir bókmenntahátíðinni Iceland Noir ásamt Yrsu Sigurðardóttur og fleiri rithöfundum.Vísir/Vilhelm Kynntist Zemeckis hjónum í gegnum bækur sínar Meðal stærstu nafna hátíðarinnar er svo auðvitað leikstjórinn Robert Zemeckis og eiginkona hans, verðlaunahöfundurinn Leslie Zemeckis. „Ég hef aldrei hitt þau en ég kannast samt við konuna hans, hún hefur lesið bækurnar mínar og við höfum aðeins kynnst í gegnum það. Þannig kom þetta til, þau eru að koma í stutt tveggja daga stopp og verða í Fríkirkjunni á morgun. Ég er mjög spenntur að hitta hann, alveg stórkostlegur leikstjóri og örugglega eitt stærsta nafnið sem við höfum fengið. Að lokum verð ég að nefna Brendu Blethyn sem leikur aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttunum Veru eftir Ann Cleaves. Vera eru bækur og þættir sem eiga marga aðdáendur og þetta er einstakt tækifæri fyrir þá til þess að hitta leikstjórann og aðalleikkonuna,“ segir Ragnar að lokum. Hér má nálgast dagskrána fyrir Iceland Noir.
Bókmenntahátíð Bókmenntir Hollywood Bíó og sjónvarp Íslandsvinir Mest lesið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Lífið Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Lífið Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Lífið Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Fleiri fréttir Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira