Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2024 23:17 Roy Keane er ekki alveg búinn að skrifa undir það að dóttir hans standi við það að giftast Taylor Harwood-Bellis. Getty/James Gill - Taylor Harwood-Bellis opnaði markareikning sinn fyrir enska landsliðið í stórsigri á Írlandi í Þjóðadeildinni. Í ljós kom að verðandi tengdafaðir hans var í myndverinu hjá Sky Sports. Harwood-Bellis er 22 ára miðvörður Southampton og var þarna að spila sinn fyrsta A-landsleik. Hann hafði aldrei skorað í 26 leikjum fyrir enska 21 árs landsliðið en þarna tók hann aðeins sautján mínútur að opna markareikning sinn fyrir enska A-landsliðið. Harwood-Bellis kom inn á sem varamaður fyrir Kyle Walker á 62. mínútu og skoraði síðan fimmta og síðasta mark enska landsliðsins á 79. mínútu. Markið skoraði hann með skalla eftir fyrirgjöf frá Jude Bellingham. Það sem gerði þetta enn skemmtilegra var sú staðreynd að verðandi tengdafaðir hans er enginn annar en Roy Keane. Hann var líka í sjónvarpsútsendingunni að fjalla um leikinn á Sky Sports. Harwood-Bellis er trúlofaður Leuh Keane, dóttir Keane. Roy Keane varð hálfvandræðalegur þegar talið barst að þessu. Kannski vakti það enn meiri athygli að Keane er ekki pottþéttur á því að það verði af þessari boðuðu giftingu. Keane er auðvitað Íri og að baki 67 landsleiki fyrir Íra og tengdasonurinn því að skora á móti hans landsliði. „Þetta er nú súrsætt fyrir mig,“ sagði Roy Keane. „Það er samt ekkert öruggt ennþá. Ég get nefnilega sagt ykkur það að hlutirnir geta oft breyst fljótt á Keane heimilinu,“ sagði Keane og glotti. Leah Keane er ein af fimm börnum Keane og hann kallar hana vanalega númer fjögur á samfélagsmiðlum. Hann er líkur duglegur að ýta undir þá mýtu að það sé ekkert grín að eiga Keane sem tengdaföður. „Númer fjögur heldur kannski af því að hún býr í þrjú hundruð kílómetra fjarlægð að ég mæti ekki til hennar í tesopa. Alltaf að fylgjast með,“ skrifaði Roy Keane einu sinni á X-ið. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Enski boltinn Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Formúla 1 Fleiri fréttir Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn Sjá meira
Harwood-Bellis er 22 ára miðvörður Southampton og var þarna að spila sinn fyrsta A-landsleik. Hann hafði aldrei skorað í 26 leikjum fyrir enska 21 árs landsliðið en þarna tók hann aðeins sautján mínútur að opna markareikning sinn fyrir enska A-landsliðið. Harwood-Bellis kom inn á sem varamaður fyrir Kyle Walker á 62. mínútu og skoraði síðan fimmta og síðasta mark enska landsliðsins á 79. mínútu. Markið skoraði hann með skalla eftir fyrirgjöf frá Jude Bellingham. Það sem gerði þetta enn skemmtilegra var sú staðreynd að verðandi tengdafaðir hans er enginn annar en Roy Keane. Hann var líka í sjónvarpsútsendingunni að fjalla um leikinn á Sky Sports. Harwood-Bellis er trúlofaður Leuh Keane, dóttir Keane. Roy Keane varð hálfvandræðalegur þegar talið barst að þessu. Kannski vakti það enn meiri athygli að Keane er ekki pottþéttur á því að það verði af þessari boðuðu giftingu. Keane er auðvitað Íri og að baki 67 landsleiki fyrir Íra og tengdasonurinn því að skora á móti hans landsliði. „Þetta er nú súrsætt fyrir mig,“ sagði Roy Keane. „Það er samt ekkert öruggt ennþá. Ég get nefnilega sagt ykkur það að hlutirnir geta oft breyst fljótt á Keane heimilinu,“ sagði Keane og glotti. Leah Keane er ein af fimm börnum Keane og hann kallar hana vanalega númer fjögur á samfélagsmiðlum. Hann er líkur duglegur að ýta undir þá mýtu að það sé ekkert grín að eiga Keane sem tengdaföður. „Númer fjögur heldur kannski af því að hún býr í þrjú hundruð kílómetra fjarlægð að ég mæti ekki til hennar í tesopa. Alltaf að fylgjast með,“ skrifaði Roy Keane einu sinni á X-ið. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Enski boltinn Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Formúla 1 Fleiri fréttir Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn Sjá meira