Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2024 23:17 Roy Keane er ekki alveg búinn að skrifa undir það að dóttir hans standi við það að giftast Taylor Harwood-Bellis. Getty/James Gill - Taylor Harwood-Bellis opnaði markareikning sinn fyrir enska landsliðið í stórsigri á Írlandi í Þjóðadeildinni. Í ljós kom að verðandi tengdafaðir hans var í myndverinu hjá Sky Sports. Harwood-Bellis er 22 ára miðvörður Southampton og var þarna að spila sinn fyrsta A-landsleik. Hann hafði aldrei skorað í 26 leikjum fyrir enska 21 árs landsliðið en þarna tók hann aðeins sautján mínútur að opna markareikning sinn fyrir enska A-landsliðið. Harwood-Bellis kom inn á sem varamaður fyrir Kyle Walker á 62. mínútu og skoraði síðan fimmta og síðasta mark enska landsliðsins á 79. mínútu. Markið skoraði hann með skalla eftir fyrirgjöf frá Jude Bellingham. Það sem gerði þetta enn skemmtilegra var sú staðreynd að verðandi tengdafaðir hans er enginn annar en Roy Keane. Hann var líka í sjónvarpsútsendingunni að fjalla um leikinn á Sky Sports. Harwood-Bellis er trúlofaður Leuh Keane, dóttir Keane. Roy Keane varð hálfvandræðalegur þegar talið barst að þessu. Kannski vakti það enn meiri athygli að Keane er ekki pottþéttur á því að það verði af þessari boðuðu giftingu. Keane er auðvitað Íri og að baki 67 landsleiki fyrir Íra og tengdasonurinn því að skora á móti hans landsliði. „Þetta er nú súrsætt fyrir mig,“ sagði Roy Keane. „Það er samt ekkert öruggt ennþá. Ég get nefnilega sagt ykkur það að hlutirnir geta oft breyst fljótt á Keane heimilinu,“ sagði Keane og glotti. Leah Keane er ein af fimm börnum Keane og hann kallar hana vanalega númer fjögur á samfélagsmiðlum. Hann er líkur duglegur að ýta undir þá mýtu að það sé ekkert grín að eiga Keane sem tengdaföður. „Númer fjögur heldur kannski af því að hún býr í þrjú hundruð kílómetra fjarlægð að ég mæti ekki til hennar í tesopa. Alltaf að fylgjast með,“ skrifaði Roy Keane einu sinni á X-ið. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Enski boltinn Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira
Harwood-Bellis er 22 ára miðvörður Southampton og var þarna að spila sinn fyrsta A-landsleik. Hann hafði aldrei skorað í 26 leikjum fyrir enska 21 árs landsliðið en þarna tók hann aðeins sautján mínútur að opna markareikning sinn fyrir enska A-landsliðið. Harwood-Bellis kom inn á sem varamaður fyrir Kyle Walker á 62. mínútu og skoraði síðan fimmta og síðasta mark enska landsliðsins á 79. mínútu. Markið skoraði hann með skalla eftir fyrirgjöf frá Jude Bellingham. Það sem gerði þetta enn skemmtilegra var sú staðreynd að verðandi tengdafaðir hans er enginn annar en Roy Keane. Hann var líka í sjónvarpsútsendingunni að fjalla um leikinn á Sky Sports. Harwood-Bellis er trúlofaður Leuh Keane, dóttir Keane. Roy Keane varð hálfvandræðalegur þegar talið barst að þessu. Kannski vakti það enn meiri athygli að Keane er ekki pottþéttur á því að það verði af þessari boðuðu giftingu. Keane er auðvitað Íri og að baki 67 landsleiki fyrir Íra og tengdasonurinn því að skora á móti hans landsliði. „Þetta er nú súrsætt fyrir mig,“ sagði Roy Keane. „Það er samt ekkert öruggt ennþá. Ég get nefnilega sagt ykkur það að hlutirnir geta oft breyst fljótt á Keane heimilinu,“ sagði Keane og glotti. Leah Keane er ein af fimm börnum Keane og hann kallar hana vanalega númer fjögur á samfélagsmiðlum. Hann er líkur duglegur að ýta undir þá mýtu að það sé ekkert grín að eiga Keane sem tengdaföður. „Númer fjögur heldur kannski af því að hún býr í þrjú hundruð kílómetra fjarlægð að ég mæti ekki til hennar í tesopa. Alltaf að fylgjast með,“ skrifaði Roy Keane einu sinni á X-ið. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Enski boltinn Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira