Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 2. desember 2024 07:00 Lífið á Vísi tók saman lista með nokkrum af þeim töskum sem leynast í fataskáp Laufeyjar Línar. Íslenska stórstjarnan Laufey Lín Jónsdóttir virðist hafa dálæti á fallegum handtöskum. Hún er þekkt fyrir að deila smart myndum af sér á Instagram hvaðanæva úr heiminum þar sem hún er oftar en ekki með handtösku frá virtustu hátískuhúsum heims til að toppa dressið. Má þar nefna merki á borð við Chanel, Gucci og Chloé. Lífið á Vísi tók saman lista með nokkrum af þeim töskum sem leynast í skápnum hjá Laufey Lín. Listinn er síður en svo tæmandi en nemur engu að síður yfir fimm milljónir íslenskra króna. Gucci Château Marmont Jackie 1961 Gucci Château Marmont Jackie 1961 Hobo var upphaflega hönnuð fyrir Jackie Kennedy, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, sem var ein helsta talskona Gucci. Árið 2020 endurgerði Gucci töskuna sem hluti af línu sem var tileinkuð hótelinu Château Marmont í Los Angeles sem hefur verið vinsæll vettvangur fræga og ríka fólksins. Taskan er unnin úr vönduðu leðri með veglegri málmsylgju fyrir miðju. Verð: 1900 til 2500 dollara, eða 266-350 þúsund króna íslenskar. Fendi klassísk Vintage Mamma baguette shoulder bag Zucca canvas er hönnun frá árinu 1990-2000. Taskan er úr leðri með hinu sígildu Fendi-prenti. Verð fyrir sambærilega tösku: 1500 bandaríkjadalir, eða rúmlega 210 þúsund íslenskra króna. Chloé Camera Chloé Camera medium leðurtaska í svörtu með gylltum smáatriðum. Taskan er með stillanlegri axlaról. Verð: 2015 evrur, eða rúmlega 290 þúsund íslenskar krónur. Chanel 22 hobo Talan 22 vísar til ársins 2022 og ilmvatnsins Chanel No. 22 sem kom út árið 1922 sem var annað ilmvatn hússins á eftir No. 5. Taskan er framleidd í þremur stærðum og nokkrum litum. Þess má geta að Laufey á aðra eins í hvítum lit. Verð: 5800 bandaríkjadalir eða rúmlega 800 þúsund íslenskar krónur. Chanel Classic 11.12 Hin klassíska handtaska frá Chanel 11.12 var hönnuð af Karli Lagerfeld árið 1983. Taskan er úr lambaskinni með leðuról og klassíska CC lógóinu að framan. Verð: 10800 bandaríkjadalir eða tæpar 1,5 milljónir íslenskra króna. Loewe Anagram basket bag Taskan, Anagram Basket bag, er búin til úr svokölluðum iraca-pálmablöðum sem hafa verið ræktuð, þurrkuð og handunnin í Kólumbíu. Handföngin og lógóið eru kóníaks-brúnu kálfaskinni. Verð fyrir millistærð: 1100 bandaríkjadali eða rúmlega 152 þúsund íslenskar krónur. Loewe Mini Puzzle Mini Puzzle bag er unnin úr mjúku kálfaskinni með axlaról og handfangi. Fallegar línur mynda skemmtilegt geómetrískt mynstur. Laufey á töskuna í ljósgráu en hún fæst í fleiri litum. Verð: 2650 bandaríkjadollarar eða rúmlega 366 þúsund íslenskar krónur. Bottega veneta hobo bag Bottega Veneta hobo er rúmgóð handtaska unnin úr mjúku kálfaskinni. Taska Laufeyjar er í blágráum lit, en hún fæst einnig í fleiri litum og stærðum. Verð: 3200 bandaríkjadalir, eða 440 þúsund íslenskar krónur. Classic Clutch Chanel Klassísk og stílhrein lítil taska úr nýrri vörulínu Chanel 2024/25. Taskan er úr hágæða kálfaskinni, með fallega hvítri áferð og gylltri keðju og lógói. Verðið hefur enn ekki verið opinberað þar sem hún er hluti af nýrri vörulínu. Tíska og hönnun Tónlist Laufey Lín Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Sjá meira
Lífið á Vísi tók saman lista með nokkrum af þeim töskum sem leynast í skápnum hjá Laufey Lín. Listinn er síður en svo tæmandi en nemur engu að síður yfir fimm milljónir íslenskra króna. Gucci Château Marmont Jackie 1961 Gucci Château Marmont Jackie 1961 Hobo var upphaflega hönnuð fyrir Jackie Kennedy, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, sem var ein helsta talskona Gucci. Árið 2020 endurgerði Gucci töskuna sem hluti af línu sem var tileinkuð hótelinu Château Marmont í Los Angeles sem hefur verið vinsæll vettvangur fræga og ríka fólksins. Taskan er unnin úr vönduðu leðri með veglegri málmsylgju fyrir miðju. Verð: 1900 til 2500 dollara, eða 266-350 þúsund króna íslenskar. Fendi klassísk Vintage Mamma baguette shoulder bag Zucca canvas er hönnun frá árinu 1990-2000. Taskan er úr leðri með hinu sígildu Fendi-prenti. Verð fyrir sambærilega tösku: 1500 bandaríkjadalir, eða rúmlega 210 þúsund íslenskra króna. Chloé Camera Chloé Camera medium leðurtaska í svörtu með gylltum smáatriðum. Taskan er með stillanlegri axlaról. Verð: 2015 evrur, eða rúmlega 290 þúsund íslenskar krónur. Chanel 22 hobo Talan 22 vísar til ársins 2022 og ilmvatnsins Chanel No. 22 sem kom út árið 1922 sem var annað ilmvatn hússins á eftir No. 5. Taskan er framleidd í þremur stærðum og nokkrum litum. Þess má geta að Laufey á aðra eins í hvítum lit. Verð: 5800 bandaríkjadalir eða rúmlega 800 þúsund íslenskar krónur. Chanel Classic 11.12 Hin klassíska handtaska frá Chanel 11.12 var hönnuð af Karli Lagerfeld árið 1983. Taskan er úr lambaskinni með leðuról og klassíska CC lógóinu að framan. Verð: 10800 bandaríkjadalir eða tæpar 1,5 milljónir íslenskra króna. Loewe Anagram basket bag Taskan, Anagram Basket bag, er búin til úr svokölluðum iraca-pálmablöðum sem hafa verið ræktuð, þurrkuð og handunnin í Kólumbíu. Handföngin og lógóið eru kóníaks-brúnu kálfaskinni. Verð fyrir millistærð: 1100 bandaríkjadali eða rúmlega 152 þúsund íslenskar krónur. Loewe Mini Puzzle Mini Puzzle bag er unnin úr mjúku kálfaskinni með axlaról og handfangi. Fallegar línur mynda skemmtilegt geómetrískt mynstur. Laufey á töskuna í ljósgráu en hún fæst í fleiri litum. Verð: 2650 bandaríkjadollarar eða rúmlega 366 þúsund íslenskar krónur. Bottega veneta hobo bag Bottega Veneta hobo er rúmgóð handtaska unnin úr mjúku kálfaskinni. Taska Laufeyjar er í blágráum lit, en hún fæst einnig í fleiri litum og stærðum. Verð: 3200 bandaríkjadalir, eða 440 þúsund íslenskar krónur. Classic Clutch Chanel Klassísk og stílhrein lítil taska úr nýrri vörulínu Chanel 2024/25. Taskan er úr hágæða kálfaskinni, með fallega hvítri áferð og gylltri keðju og lógói. Verðið hefur enn ekki verið opinberað þar sem hún er hluti af nýrri vörulínu.
Tíska og hönnun Tónlist Laufey Lín Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Sjá meira