Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar 18. nóvember 2024 11:01 Fyrr í mánuðinum kynnti ég menntastefnu Lýðræðisflokksins á leik-og grunnskólastigi undir fyrirsögninni „Fræðsluskylda í stað skólaskyldu“. Í upphafi síðustu aldar var fræðsluskylda á Íslandi, og skólaskylda á aldrinum 10-14 ára sett í lög árið 1907 í hinum sögufrægu fræðslulögum. Ég vil kafa aðeins dýpra ofan í liðinn er kemur að fræðsluskyldu og ólíku rekstrarfyrirkomulagi menntastofanna á grunnskólastigi. Við erum ekki að tala hér um einkavæðingu skólakerfisins. Í menntastefnu Lýðræðisflokksins kemur skýrt fram að fjármagn skal fylgja hverju barni óháð rekstarformi og kennslufyrirkomulagi, á jafnræðisgrundvelli. Til þess að tryggja að markmið leik-og grunnskólalaga náist er, eins og nú, stuðst við aðalnámskrá leik-og grunnskóla. Ég ólst að hluta til upp í Danmörku. Í Danmörku er engin skólaskylda. Hinsvegar er svokölluð „undervisningspligt“ sem á góðri íslensku kallast fræðsluskylda. Í dönsku fræðslulögunum er það réttur foreldra sem ákvarðar hvernig menntun barnsins skal háttað. Við skulum hafa hugfast að börnin eru jú foreldranna, ekki ríkiseign. Flestir foreldrar barna á skólaaldri í Danmörku velja að senda börnin sín í hefðbundna skóla rekna af sveitarfélaginu, en þeir hafa þó val um að kenna börnum sínum heimafyrir, ráða til sín einkakennara eða jafnvel senda barnið í svokallaða „frískóla“ sem eru reknir af t.d. sjálfseignarstofnunum. Við eigum reyndar nokkra slíka skóla hér, eins og t.d. Ísaksskóla, Landakotsskóla, Waldorfskólana, skóla aðventista og skóla Hjallastefnunnar til að nefna nokkur dæmi. Þessi stefna okkar er því ekki úr lausi lofti gripin. Það blasir við að réttur foreldra til að ákveða kennslufyrirkomulag fyrir börnin sín, og bein aðkoma þeirra hefur verið á undanhaldi hér á landi síðsutu ár.Ýmsar lagasetningar sem á yfirborðinu virðast sakleysilegar og af hinu góða, eins og t.d. farsældarlögin sem voru samþykkt á Alþingi árið 2021 hafa einmitt gengið að þessum rétt foreldra til þess að hafa bein áhrif á afdrif barna sinna í menntakerfinu. Ég þekki t.d. dæmi þess, þar sem ágreiningur hefur blossað upp af siðferðislegum ástæðum á milli forsjáraðila og skólastjórnenda, að málum hefur m.a. lyktað með bréfsendingum frá bæjarlögmönnum sveitarfélaga til foreldra sem beinlínis kunngjörir þeim að það sem gerist innan veggja skóla sé þeim algjörlega óviðkomandi. Þetta er vitaskuld óviðundandi samskipti við foreldra sem eru að sinna barnauppeldinu af alúð og samkvæmt eigin siðferðislegri vitund, sem er réttur hvers og eins í lýðræðissamfélagi. Hvergi fleiri börn í sérkennsluúrræði en á Íslandi Í síðustu viku heyrði ég viðtal á gömlu gufunni (Rás 1) við Guðbjörgu Rut Þórisdóttur, læsisfræðing. Í því kemur fram að um 34% barna eru í sérkennsluúrræði í grunnskólum landsins. Þetta gefur tilefni til þess að íhuga hvort þetta „uniform“ skólakerfi sem hér hefur þróast síðustu áratugina (síðan skóli án aðgreiningar-stefan var tekin upp í kringum 1994) henti öllum nemendum. Það virðist að núverandi fyrirkomulag henti alls ekki stórum hluta nemenda. Þegar helmingur drengja og þriðjungur stúlkna geta ekki lesið sér til gagns við lok grunnskóla, og þ.a.l. með afar takmarkaða möguleika á framhaldsnámi – þá verður að bregðast við. Við verðum að búa þannig um hlutina að grunnmenntun nái að fanga áhuga allra barna og að unnið sé markvisst með styrkleika sérhvers barns, eins fjölbreyttir og ólíkir þeir eru. Það styrkir sjálfsímynd þeirra og vellíðan. Höfundur er oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrr í mánuðinum kynnti ég menntastefnu Lýðræðisflokksins á leik-og grunnskólastigi undir fyrirsögninni „Fræðsluskylda í stað skólaskyldu“. Í upphafi síðustu aldar var fræðsluskylda á Íslandi, og skólaskylda á aldrinum 10-14 ára sett í lög árið 1907 í hinum sögufrægu fræðslulögum. Ég vil kafa aðeins dýpra ofan í liðinn er kemur að fræðsluskyldu og ólíku rekstrarfyrirkomulagi menntastofanna á grunnskólastigi. Við erum ekki að tala hér um einkavæðingu skólakerfisins. Í menntastefnu Lýðræðisflokksins kemur skýrt fram að fjármagn skal fylgja hverju barni óháð rekstarformi og kennslufyrirkomulagi, á jafnræðisgrundvelli. Til þess að tryggja að markmið leik-og grunnskólalaga náist er, eins og nú, stuðst við aðalnámskrá leik-og grunnskóla. Ég ólst að hluta til upp í Danmörku. Í Danmörku er engin skólaskylda. Hinsvegar er svokölluð „undervisningspligt“ sem á góðri íslensku kallast fræðsluskylda. Í dönsku fræðslulögunum er það réttur foreldra sem ákvarðar hvernig menntun barnsins skal háttað. Við skulum hafa hugfast að börnin eru jú foreldranna, ekki ríkiseign. Flestir foreldrar barna á skólaaldri í Danmörku velja að senda börnin sín í hefðbundna skóla rekna af sveitarfélaginu, en þeir hafa þó val um að kenna börnum sínum heimafyrir, ráða til sín einkakennara eða jafnvel senda barnið í svokallaða „frískóla“ sem eru reknir af t.d. sjálfseignarstofnunum. Við eigum reyndar nokkra slíka skóla hér, eins og t.d. Ísaksskóla, Landakotsskóla, Waldorfskólana, skóla aðventista og skóla Hjallastefnunnar til að nefna nokkur dæmi. Þessi stefna okkar er því ekki úr lausi lofti gripin. Það blasir við að réttur foreldra til að ákveða kennslufyrirkomulag fyrir börnin sín, og bein aðkoma þeirra hefur verið á undanhaldi hér á landi síðsutu ár.Ýmsar lagasetningar sem á yfirborðinu virðast sakleysilegar og af hinu góða, eins og t.d. farsældarlögin sem voru samþykkt á Alþingi árið 2021 hafa einmitt gengið að þessum rétt foreldra til þess að hafa bein áhrif á afdrif barna sinna í menntakerfinu. Ég þekki t.d. dæmi þess, þar sem ágreiningur hefur blossað upp af siðferðislegum ástæðum á milli forsjáraðila og skólastjórnenda, að málum hefur m.a. lyktað með bréfsendingum frá bæjarlögmönnum sveitarfélaga til foreldra sem beinlínis kunngjörir þeim að það sem gerist innan veggja skóla sé þeim algjörlega óviðkomandi. Þetta er vitaskuld óviðundandi samskipti við foreldra sem eru að sinna barnauppeldinu af alúð og samkvæmt eigin siðferðislegri vitund, sem er réttur hvers og eins í lýðræðissamfélagi. Hvergi fleiri börn í sérkennsluúrræði en á Íslandi Í síðustu viku heyrði ég viðtal á gömlu gufunni (Rás 1) við Guðbjörgu Rut Þórisdóttur, læsisfræðing. Í því kemur fram að um 34% barna eru í sérkennsluúrræði í grunnskólum landsins. Þetta gefur tilefni til þess að íhuga hvort þetta „uniform“ skólakerfi sem hér hefur þróast síðustu áratugina (síðan skóli án aðgreiningar-stefan var tekin upp í kringum 1994) henti öllum nemendum. Það virðist að núverandi fyrirkomulag henti alls ekki stórum hluta nemenda. Þegar helmingur drengja og þriðjungur stúlkna geta ekki lesið sér til gagns við lok grunnskóla, og þ.a.l. með afar takmarkaða möguleika á framhaldsnámi – þá verður að bregðast við. Við verðum að búa þannig um hlutina að grunnmenntun nái að fanga áhuga allra barna og að unnið sé markvisst með styrkleika sérhvers barns, eins fjölbreyttir og ólíkir þeir eru. Það styrkir sjálfsímynd þeirra og vellíðan. Höfundur er oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun