Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. nóvember 2024 21:36 Eggjabú Nesbús er á Vogum á Vatnsleysuströnd. Hér sést glitta í þakið sem brann. Brunavarnir Suðurnesja sinntu krefjandi verkefni í nótt, þegar eldur kom upp í eggjabúi á Vatnsleysuströnd. Baráttan við eldinn fór fram í sex stiga frosti og stóð yfir í margar klukkustundir. Mikil áskorun var að tryggja að eldur breiddist ekki yfir í fleiri byggingar. Tilkynning um eld í eggjabúi Nesbúeggja á Vatnsleysuströnd barst slökkviliði nokkrum mínútum eftir miðnætti í nótt. Við tók klukkustundalöng barátta við eldinn í myrkri og kulda. Um sex þúsund hænur drápust, en það eru um 15 prósent af öllum fuglum búsins. Þannig er ljóst að tjónið, bæði fyrir starfsemina og á húsnæðinu sjálfu, er mikið. Framkvæmdastjóri Nesbúeggja segir brunann mikið áfall. Ekkert sé þó við því að gera, annað en að byggja starfsemina aftur upp. Strax ljóst að þúsund hænsna myndu drepast Slökkvliðsstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja segir að strax hafi verið ljóst að umfang eldsins væri mikið, og frívaktir því kallaðar út, auk tankbíls frá slökkviliði Grindavíkur, þar sem engir brunahanar eru á svæðinu. „Við komum og þá lá fyrir að það var eldur í þessari byggingu einni, sem er sjálfstætt brunahólf, og að henni yrði ekki bjargað. Eldurinn var kominn í þakið og farinn að skríða eftir þakinu. Fyrstu aðgerðir snerust hreinlega um að tryggja að eldurinn myndi ekki berast í aðrar byggingar,“ segir Eyþór Rúnar Þórarinsson slökkviliðsstjóri. Auk baráttunnar við eldinn hafi allt kapp verið lagt á að koma í veg fyrir að fuglar dræpust, fyrir utan þá sex þúsund sem voru í húsinu sem kviknaði í. „Sem lá ljóst fyrir að við myndum ekki bjarga.“ Ýmsu vön Hvað stóðu aðgerðir lengi? „Slökkvistarfi var lokið upp úr fjögur, fimmleytinu. Þá fórum við að tryggja að það væri ekki eldur í glóðum. Þá vorum við orðnir alveg öruggir um að við værum búnir að halda eldinum í þessari byggingu.“ Aðstæður í nótt hafi verið nokkuð snúnar. „Það var kalt í nótt. Það var ekki þessi vindur eins og núna, en það voru mínus sex gráður. Það var kalt og það voru að frjósa lagnir í kringum okkur, slöngur, en ekkert agalegt svo sem. Við erum ýmsu vön hérna.“ Lögregla hefur tekið við vettvangingum og til stendur að rannsaka eldsupptök. Eyþór segir engar vísbendingar hafa sést um þau við slökkvistarf í nótt. „Það var starfsmaður hérna um hálf ellefu, ellefu, út af því að það var orðið kalt í byggingunni. Hann verður ekki var við neitt. Við fáum boð um miðnætti og þá er kominn töluverður eldur. Þetta er bara eitthvað sem lögregla þarf að rannsaka og skoða.“ Slökkvilið Vogar Matvælaframleiðsla Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Sjá meira
Tilkynning um eld í eggjabúi Nesbúeggja á Vatnsleysuströnd barst slökkviliði nokkrum mínútum eftir miðnætti í nótt. Við tók klukkustundalöng barátta við eldinn í myrkri og kulda. Um sex þúsund hænur drápust, en það eru um 15 prósent af öllum fuglum búsins. Þannig er ljóst að tjónið, bæði fyrir starfsemina og á húsnæðinu sjálfu, er mikið. Framkvæmdastjóri Nesbúeggja segir brunann mikið áfall. Ekkert sé þó við því að gera, annað en að byggja starfsemina aftur upp. Strax ljóst að þúsund hænsna myndu drepast Slökkvliðsstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja segir að strax hafi verið ljóst að umfang eldsins væri mikið, og frívaktir því kallaðar út, auk tankbíls frá slökkviliði Grindavíkur, þar sem engir brunahanar eru á svæðinu. „Við komum og þá lá fyrir að það var eldur í þessari byggingu einni, sem er sjálfstætt brunahólf, og að henni yrði ekki bjargað. Eldurinn var kominn í þakið og farinn að skríða eftir þakinu. Fyrstu aðgerðir snerust hreinlega um að tryggja að eldurinn myndi ekki berast í aðrar byggingar,“ segir Eyþór Rúnar Þórarinsson slökkviliðsstjóri. Auk baráttunnar við eldinn hafi allt kapp verið lagt á að koma í veg fyrir að fuglar dræpust, fyrir utan þá sex þúsund sem voru í húsinu sem kviknaði í. „Sem lá ljóst fyrir að við myndum ekki bjarga.“ Ýmsu vön Hvað stóðu aðgerðir lengi? „Slökkvistarfi var lokið upp úr fjögur, fimmleytinu. Þá fórum við að tryggja að það væri ekki eldur í glóðum. Þá vorum við orðnir alveg öruggir um að við værum búnir að halda eldinum í þessari byggingu.“ Aðstæður í nótt hafi verið nokkuð snúnar. „Það var kalt í nótt. Það var ekki þessi vindur eins og núna, en það voru mínus sex gráður. Það var kalt og það voru að frjósa lagnir í kringum okkur, slöngur, en ekkert agalegt svo sem. Við erum ýmsu vön hérna.“ Lögregla hefur tekið við vettvangingum og til stendur að rannsaka eldsupptök. Eyþór segir engar vísbendingar hafa sést um þau við slökkvistarf í nótt. „Það var starfsmaður hérna um hálf ellefu, ellefu, út af því að það var orðið kalt í byggingunni. Hann verður ekki var við neitt. Við fáum boð um miðnætti og þá er kominn töluverður eldur. Þetta er bara eitthvað sem lögregla þarf að rannsaka og skoða.“
Slökkvilið Vogar Matvælaframleiðsla Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Sjá meira