Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. nóvember 2024 20:06 Erla Björg Arnardóttir, skrúðgarðyrkjumeistari á Flúðum, sem hefur meira en nóg að gera að undirbúa jólin með fjölbreyttum verkefnum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Skrúðgarðyrkjumeistari á Flúðum er ekki að spara málninguna eða glimmerið á birkigreinar, sem skreyttar eru fyrir jólin. Birkifræið af greinunum er allt gefið til Landgræðslunnar til sáningar, eða að andvirði tuttugu og sex milljóna króna síðustu tólf árin frá skrúðgarðyrkjumeistaranum. Eitt af fyrirtækjunum á Flúðum er Grænna land, þar sem Erla Björg Arnardóttir, skrúðgarðyrkjumeistari ræður ríkjum. Hún og tveir starfsmenn hennar eru löngu farnar að huga að skreytingum fyrir jólin og eru að vinna í kransagerð alla daga en kransarnir fara vítt og breitt um landið. „Já, jólin byrja snemma. Þau byrjuðu svona 10. október hjá mér og standa til 20. desember en þá eru þau líka búin. Núna erum við að búa til kransa og þá á ég bara í nokkuð góðum lager og svo er það sent til þeirra, sem vilja kaupa. Sumir vilja skreytta kransa og aðrir vilja óskreytta og skreyta sjálfir þá. Og svo erum við að gera kransana í mismunandi stærðum þannig að þeir eru alveg frá 30 sentímetrum upp í 90 sentímetra utan á fyrirtæki til dæmis,” segir Erla. Svo eru það jólagreinarnar úr íslensku birki, sem Erla málar og spreyjar svo með allskonar vistvænu glimmeri, sem dugar langt fram yfir jól á greinunum. Þá þarf hún að klæða sig upp í sérstakan málningargalla. „Þetta er vatnsmáling, sem við dýfum greinunum ofan í og svo eru þær látnar drjúpa í 45 mínútur. Svo set ég glimmer á þetta en sem betur fer núna er ég farin að nota vistvænt glimmer út af því að Evrópusambandið bannaði glimmer í fyrra,” segir hún. Erla prófaði sig þá áfram með allskonar glimmer og komst að því hvað væri best á birkigreinarnar, sem njóta mikilla vinsælda hjá henni, allt vistvænt eins og hún leggur ríka áherslu á. Erla passar að spara alls ekki glimmerið á greinarnar en hún notar eingöngu vistvænt glimmer, sem hefur gefist mjög vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Já fyrst rætt er um birki, Erla fer víða um og fær að klippa birki hjá bændum og búaliði og þá er oftast eitthvað fræ á greinunum. Því safnar hún saman, þurrkar og gefur Landgræðslunni en síðustu 12 ár hefur hún gefið birkifræ að andvirði 26 milljónir króna samkvæmt útreikningum Landgræðslunnar, geri aðrir betur. Landgræðslan mun fá um sjö kíló af birkifræjum gefins frá Erlu þetta árið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvað er þetta að gefa þér að vera að standa í þessu? „Þetta gefur mér bara kósí innivinnu, aðallega,” segir hún og skellihlær. Erla er með mjög góða aðstöðu á Flúðum fyrir starfsemi fyrirtækisins, sem hún rekur af miklum myndarskap.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrunamannahreppur Skógrækt og landgræðsla Jólaskraut Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Sjá meira
Eitt af fyrirtækjunum á Flúðum er Grænna land, þar sem Erla Björg Arnardóttir, skrúðgarðyrkjumeistari ræður ríkjum. Hún og tveir starfsmenn hennar eru löngu farnar að huga að skreytingum fyrir jólin og eru að vinna í kransagerð alla daga en kransarnir fara vítt og breitt um landið. „Já, jólin byrja snemma. Þau byrjuðu svona 10. október hjá mér og standa til 20. desember en þá eru þau líka búin. Núna erum við að búa til kransa og þá á ég bara í nokkuð góðum lager og svo er það sent til þeirra, sem vilja kaupa. Sumir vilja skreytta kransa og aðrir vilja óskreytta og skreyta sjálfir þá. Og svo erum við að gera kransana í mismunandi stærðum þannig að þeir eru alveg frá 30 sentímetrum upp í 90 sentímetra utan á fyrirtæki til dæmis,” segir Erla. Svo eru það jólagreinarnar úr íslensku birki, sem Erla málar og spreyjar svo með allskonar vistvænu glimmeri, sem dugar langt fram yfir jól á greinunum. Þá þarf hún að klæða sig upp í sérstakan málningargalla. „Þetta er vatnsmáling, sem við dýfum greinunum ofan í og svo eru þær látnar drjúpa í 45 mínútur. Svo set ég glimmer á þetta en sem betur fer núna er ég farin að nota vistvænt glimmer út af því að Evrópusambandið bannaði glimmer í fyrra,” segir hún. Erla prófaði sig þá áfram með allskonar glimmer og komst að því hvað væri best á birkigreinarnar, sem njóta mikilla vinsælda hjá henni, allt vistvænt eins og hún leggur ríka áherslu á. Erla passar að spara alls ekki glimmerið á greinarnar en hún notar eingöngu vistvænt glimmer, sem hefur gefist mjög vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Já fyrst rætt er um birki, Erla fer víða um og fær að klippa birki hjá bændum og búaliði og þá er oftast eitthvað fræ á greinunum. Því safnar hún saman, þurrkar og gefur Landgræðslunni en síðustu 12 ár hefur hún gefið birkifræ að andvirði 26 milljónir króna samkvæmt útreikningum Landgræðslunnar, geri aðrir betur. Landgræðslan mun fá um sjö kíló af birkifræjum gefins frá Erlu þetta árið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvað er þetta að gefa þér að vera að standa í þessu? „Þetta gefur mér bara kósí innivinnu, aðallega,” segir hún og skellihlær. Erla er með mjög góða aðstöðu á Flúðum fyrir starfsemi fyrirtækisins, sem hún rekur af miklum myndarskap.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hrunamannahreppur Skógrækt og landgræðsla Jólaskraut Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Sjá meira