Orri Freyr Þorkelsson og félagar hans í Sporting eru í efsta sæti portúgölsku deildarinnar og hefur Orri Freyr verið að leika vel á tímabilinu. Hann var frábær með íslenska landsliðinu á dögunum og það kæmi á óvart ef hann hefði ekki þá tryggt sér sæti í landsliðshópnum fyrir HM í janúar næstkomandi.
Orri Freyr var í liði Sporting í kvöld sem mætti Ágúas Santas á heimavelli. Sporting vann nokkuð þægilegan sigur og urðu lokatölur 36-28 eftir að Sporting hafði leitt 20-16 í hálfleik.
Orri Freyr skoraði fjögur mörk í leiknum en Sporting er eins og áður segir í efsta sæti deildarinnar.
Upplýsingar um markaskorara og úrslit eru fengnar af Handbolti.is