Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Eiður Þór Árnason skrifar 16. nóvember 2024 15:05 Búnaður á deildinni er stórskemmdur eftir eldsvoðann í Jhansi Medical College spítalanum. Ap Eldur kviknaði á gjörgæsludeild fyrir nýbura á sjúkrahúsi í norðurhluta Indlands með þeim afleiðingum að tíu nýfædd börn fórust og sextán særðust, að sögn yfirvalda. Atvikið átti sér stað síðla föstudags á sjúkrahúsi í borginni Jhansi í Uttar Pradesh-fylki. Ráðamenn segja að eldurinn hafi breiðst hratt út um deildina þar sem 55 ungbörn voru meðhöndluð. Alls var 45 börnum bjargað og þeim veitt læknishjálp, að sögn Bimal Kumar Dubey, embættismanns á staðnum. Upphaf rannsóknar á eldsupptökum er sögð benda til að öryggisreglum hafi ekki verið fylgt eftir. Mátti finna á deildinni ónothæft slökkvitæki og óvirkar brunavarnir sem embættismenn segja hafa tafið björgunartilraunir. AP-fréttaveitan greinir frá þessu. Brajesh Pathak, aðstoðaryfirráðherra fylkisins, heimsótti sjúkrahúsið og hitti þar fjölskyldur í dag. Hét hann stuðningi stjórnvalda við fjölskyldur fórnarlambanna. Yfirvöld hyggjast skera úr um orsök eldsins og hverjir beri þar ábyrgð. Pathak bætti við að DNA-rannsóknir yrðu notaðar til að bera kennsl á börnin sem fórust í brunanum og lík þeirra síðan afhent fjölskyldum þeirra.t Brunaviðvörunarkerfi hafi ekki farið í gang Eldurinn breiddist hratt út um nýburadeildina og þegar slökkviliðið kom á vettvang var eldur og reykur í húsnæðinu. Þá þurftu viðbragðsaðilar að brjóta sér leið inn um glugga til að ná til nýfæddu barnanna. Sjónarvottar segja að björgunaraðgerðirnar hafi byrjað um það bil 30 mínútum eftir að eldurinn kom upp og tafði það rýmingu. Praminder Singh Chandel, sjúkraliði á sjúkrahúsinu, sagði að deildinni hafi verið skipt upp í tvennt og var önnur einingin staðsett nær sjúkrahúsinngangi. Börnin sem þar voru staðsett urðu hvað mest fyrir áhrifum eldsins en nokkur létust af völdum brunasára. Hneykslaðir og syrgjandi fjölskyldumeðlimir tjölduðu nálægt sjúkrahúsinu í dag og kröfðust skýringa á því sem þeir telja vera ófullnægjandi öryggisráðstafanir. Þrátt fyrir að brunaviðvörunarkerfi hafi verið á gjörgæsludeildinni sögðu foreldrar og vitni að það hafi ekki farið í gang þegar eldurinn kviknaði. Starfsfólk spítalans hafi því aðeins orðið vart við eldsvoðann þegar það sá merki um reyk og eld. Indland Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fleiri fréttir Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Sjá meira
Atvikið átti sér stað síðla föstudags á sjúkrahúsi í borginni Jhansi í Uttar Pradesh-fylki. Ráðamenn segja að eldurinn hafi breiðst hratt út um deildina þar sem 55 ungbörn voru meðhöndluð. Alls var 45 börnum bjargað og þeim veitt læknishjálp, að sögn Bimal Kumar Dubey, embættismanns á staðnum. Upphaf rannsóknar á eldsupptökum er sögð benda til að öryggisreglum hafi ekki verið fylgt eftir. Mátti finna á deildinni ónothæft slökkvitæki og óvirkar brunavarnir sem embættismenn segja hafa tafið björgunartilraunir. AP-fréttaveitan greinir frá þessu. Brajesh Pathak, aðstoðaryfirráðherra fylkisins, heimsótti sjúkrahúsið og hitti þar fjölskyldur í dag. Hét hann stuðningi stjórnvalda við fjölskyldur fórnarlambanna. Yfirvöld hyggjast skera úr um orsök eldsins og hverjir beri þar ábyrgð. Pathak bætti við að DNA-rannsóknir yrðu notaðar til að bera kennsl á börnin sem fórust í brunanum og lík þeirra síðan afhent fjölskyldum þeirra.t Brunaviðvörunarkerfi hafi ekki farið í gang Eldurinn breiddist hratt út um nýburadeildina og þegar slökkviliðið kom á vettvang var eldur og reykur í húsnæðinu. Þá þurftu viðbragðsaðilar að brjóta sér leið inn um glugga til að ná til nýfæddu barnanna. Sjónarvottar segja að björgunaraðgerðirnar hafi byrjað um það bil 30 mínútum eftir að eldurinn kom upp og tafði það rýmingu. Praminder Singh Chandel, sjúkraliði á sjúkrahúsinu, sagði að deildinni hafi verið skipt upp í tvennt og var önnur einingin staðsett nær sjúkrahúsinngangi. Börnin sem þar voru staðsett urðu hvað mest fyrir áhrifum eldsins en nokkur létust af völdum brunasára. Hneykslaðir og syrgjandi fjölskyldumeðlimir tjölduðu nálægt sjúkrahúsinu í dag og kröfðust skýringa á því sem þeir telja vera ófullnægjandi öryggisráðstafanir. Þrátt fyrir að brunaviðvörunarkerfi hafi verið á gjörgæsludeildinni sögðu foreldrar og vitni að það hafi ekki farið í gang þegar eldurinn kviknaði. Starfsfólk spítalans hafi því aðeins orðið vart við eldsvoðann þegar það sá merki um reyk og eld.
Indland Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fleiri fréttir Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Sjá meira