Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Eiður Þór Árnason skrifar 16. nóvember 2024 15:05 Búnaður á deildinni er stórskemmdur eftir eldsvoðann í Jhansi Medical College spítalanum. Ap Eldur kviknaði á gjörgæsludeild fyrir nýbura á sjúkrahúsi í norðurhluta Indlands með þeim afleiðingum að tíu nýfædd börn fórust og sextán særðust, að sögn yfirvalda. Atvikið átti sér stað síðla föstudags á sjúkrahúsi í borginni Jhansi í Uttar Pradesh-fylki. Ráðamenn segja að eldurinn hafi breiðst hratt út um deildina þar sem 55 ungbörn voru meðhöndluð. Alls var 45 börnum bjargað og þeim veitt læknishjálp, að sögn Bimal Kumar Dubey, embættismanns á staðnum. Upphaf rannsóknar á eldsupptökum er sögð benda til að öryggisreglum hafi ekki verið fylgt eftir. Mátti finna á deildinni ónothæft slökkvitæki og óvirkar brunavarnir sem embættismenn segja hafa tafið björgunartilraunir. AP-fréttaveitan greinir frá þessu. Brajesh Pathak, aðstoðaryfirráðherra fylkisins, heimsótti sjúkrahúsið og hitti þar fjölskyldur í dag. Hét hann stuðningi stjórnvalda við fjölskyldur fórnarlambanna. Yfirvöld hyggjast skera úr um orsök eldsins og hverjir beri þar ábyrgð. Pathak bætti við að DNA-rannsóknir yrðu notaðar til að bera kennsl á börnin sem fórust í brunanum og lík þeirra síðan afhent fjölskyldum þeirra.t Brunaviðvörunarkerfi hafi ekki farið í gang Eldurinn breiddist hratt út um nýburadeildina og þegar slökkviliðið kom á vettvang var eldur og reykur í húsnæðinu. Þá þurftu viðbragðsaðilar að brjóta sér leið inn um glugga til að ná til nýfæddu barnanna. Sjónarvottar segja að björgunaraðgerðirnar hafi byrjað um það bil 30 mínútum eftir að eldurinn kom upp og tafði það rýmingu. Praminder Singh Chandel, sjúkraliði á sjúkrahúsinu, sagði að deildinni hafi verið skipt upp í tvennt og var önnur einingin staðsett nær sjúkrahúsinngangi. Börnin sem þar voru staðsett urðu hvað mest fyrir áhrifum eldsins en nokkur létust af völdum brunasára. Hneykslaðir og syrgjandi fjölskyldumeðlimir tjölduðu nálægt sjúkrahúsinu í dag og kröfðust skýringa á því sem þeir telja vera ófullnægjandi öryggisráðstafanir. Þrátt fyrir að brunaviðvörunarkerfi hafi verið á gjörgæsludeildinni sögðu foreldrar og vitni að það hafi ekki farið í gang þegar eldurinn kviknaði. Starfsfólk spítalans hafi því aðeins orðið vart við eldsvoðann þegar það sá merki um reyk og eld. Indland Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Atvikið átti sér stað síðla föstudags á sjúkrahúsi í borginni Jhansi í Uttar Pradesh-fylki. Ráðamenn segja að eldurinn hafi breiðst hratt út um deildina þar sem 55 ungbörn voru meðhöndluð. Alls var 45 börnum bjargað og þeim veitt læknishjálp, að sögn Bimal Kumar Dubey, embættismanns á staðnum. Upphaf rannsóknar á eldsupptökum er sögð benda til að öryggisreglum hafi ekki verið fylgt eftir. Mátti finna á deildinni ónothæft slökkvitæki og óvirkar brunavarnir sem embættismenn segja hafa tafið björgunartilraunir. AP-fréttaveitan greinir frá þessu. Brajesh Pathak, aðstoðaryfirráðherra fylkisins, heimsótti sjúkrahúsið og hitti þar fjölskyldur í dag. Hét hann stuðningi stjórnvalda við fjölskyldur fórnarlambanna. Yfirvöld hyggjast skera úr um orsök eldsins og hverjir beri þar ábyrgð. Pathak bætti við að DNA-rannsóknir yrðu notaðar til að bera kennsl á börnin sem fórust í brunanum og lík þeirra síðan afhent fjölskyldum þeirra.t Brunaviðvörunarkerfi hafi ekki farið í gang Eldurinn breiddist hratt út um nýburadeildina og þegar slökkviliðið kom á vettvang var eldur og reykur í húsnæðinu. Þá þurftu viðbragðsaðilar að brjóta sér leið inn um glugga til að ná til nýfæddu barnanna. Sjónarvottar segja að björgunaraðgerðirnar hafi byrjað um það bil 30 mínútum eftir að eldurinn kom upp og tafði það rýmingu. Praminder Singh Chandel, sjúkraliði á sjúkrahúsinu, sagði að deildinni hafi verið skipt upp í tvennt og var önnur einingin staðsett nær sjúkrahúsinngangi. Börnin sem þar voru staðsett urðu hvað mest fyrir áhrifum eldsins en nokkur létust af völdum brunasára. Hneykslaðir og syrgjandi fjölskyldumeðlimir tjölduðu nálægt sjúkrahúsinu í dag og kröfðust skýringa á því sem þeir telja vera ófullnægjandi öryggisráðstafanir. Þrátt fyrir að brunaviðvörunarkerfi hafi verið á gjörgæsludeildinni sögðu foreldrar og vitni að það hafi ekki farið í gang þegar eldurinn kviknaði. Starfsfólk spítalans hafi því aðeins orðið vart við eldsvoðann þegar það sá merki um reyk og eld.
Indland Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira