Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Sindri Sverrisson skrifar 15. nóvember 2024 16:15 Aron Einar Gunnarsson er meðal allra leikjahæstu landsliðsmanna Íslands frá upphafi og getur jafnað Rúnar Kristinsson á morgun, með því að spila sinn 104. A-landsleik. Birkir Bjarnason á þó metið í dag, eftir að hafa spilað 113 A-landsleiki. Getty/Will Palmer Aron Einar Gunnarsson er mættur aftur í fyrirliðastöðu íslenska landsliðsins í fótbolta og sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Svartfjallalandi í dag, fyrir leikinn við Svartfellinga í Þjóðadeildinni á morgun. Aron spilaði sinn 103. A-landsleik fyrir ári síðan en hefur ekki verið með landsliðinu síðan þá. Hann vann sig hins vegar upp úr hásinarmeiðslum, lék með Þór á Akureyri í skamman tíma í sumar og fór svo aftur í atvinnumennsku til Al Gharafa í Katar. Þar má hann þó að sinni aðeins spila í Meistaradeild Asíu, en ekki í katörsku deildinni, og hefur leikið þar þrjá leiki. „Þegar ég fór í aðgerðina á hásin fyrir ári síðan þá var markmiðið klárt, að koma mér í landsliðið. Það plan er að ganga upp. Mér líður vel og er búinn að æfa af krafti,“ sagði Aron á blaðamannafundi KSÍ í dag. Klippa: Aron fyrirliði á nýjan leik „Auðvitað er þetta skrýtin staða. Kominn út og er bara að spila í Champions League, en það var það eina sem var í boði upp á það að geta spilað leiki. Standið er mjög gott, mér líður mjög vel,“ sagði Aron. Eftir að hafa unnið öll sín miklu afrek með landsliðinu sem miðjumaður þá er fyrirliðinn listaður sem varnarmaður í hópnum núna. Hann er þó tilbúinn í hvaða hlutverk sem er fyrir landsliðið. „Að vera hugsaður sem varnarmaður breytir engu fyrir mig. Þú veist alveg hvernig mér líður að spila fyrir landsliðið. Ég spila hvaða stöðu sem er, sem þjálfarinn velur mig í, og get leyst miðvarðastöðu og miðjuna. Það skiptir mig í rauninni engu máli. Það er bara gott að vera kominn til baka og geta gefið af mér. Miðlað minni reynslu úr landsliðsboltanum til þessara stráka sem hafa verið að gera vel síðasta árið, þegar ég hef ekki verið til staðar. Þetta snýst ekki um mig. Ég er kominn til að miðla minni reynslu og vonandi betrumbæta hluti sem hægt er að bæta. En miðað við það sem ég hef séð er mjög góður gangur í þessu. Menn eru að bæta sig og ég sé alveg muninn á því ári sem ég hef verið í burtu,“ segir Aron. Leikur Íslands og Svartfjallalands á morgun hefst klukkan 17 og er í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikur Wales og Íslands er svo á þriðjudagskvöld klukkan 19:45, einnig í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Sjá meira
Aron spilaði sinn 103. A-landsleik fyrir ári síðan en hefur ekki verið með landsliðinu síðan þá. Hann vann sig hins vegar upp úr hásinarmeiðslum, lék með Þór á Akureyri í skamman tíma í sumar og fór svo aftur í atvinnumennsku til Al Gharafa í Katar. Þar má hann þó að sinni aðeins spila í Meistaradeild Asíu, en ekki í katörsku deildinni, og hefur leikið þar þrjá leiki. „Þegar ég fór í aðgerðina á hásin fyrir ári síðan þá var markmiðið klárt, að koma mér í landsliðið. Það plan er að ganga upp. Mér líður vel og er búinn að æfa af krafti,“ sagði Aron á blaðamannafundi KSÍ í dag. Klippa: Aron fyrirliði á nýjan leik „Auðvitað er þetta skrýtin staða. Kominn út og er bara að spila í Champions League, en það var það eina sem var í boði upp á það að geta spilað leiki. Standið er mjög gott, mér líður mjög vel,“ sagði Aron. Eftir að hafa unnið öll sín miklu afrek með landsliðinu sem miðjumaður þá er fyrirliðinn listaður sem varnarmaður í hópnum núna. Hann er þó tilbúinn í hvaða hlutverk sem er fyrir landsliðið. „Að vera hugsaður sem varnarmaður breytir engu fyrir mig. Þú veist alveg hvernig mér líður að spila fyrir landsliðið. Ég spila hvaða stöðu sem er, sem þjálfarinn velur mig í, og get leyst miðvarðastöðu og miðjuna. Það skiptir mig í rauninni engu máli. Það er bara gott að vera kominn til baka og geta gefið af mér. Miðlað minni reynslu úr landsliðsboltanum til þessara stráka sem hafa verið að gera vel síðasta árið, þegar ég hef ekki verið til staðar. Þetta snýst ekki um mig. Ég er kominn til að miðla minni reynslu og vonandi betrumbæta hluti sem hægt er að bæta. En miðað við það sem ég hef séð er mjög góður gangur í þessu. Menn eru að bæta sig og ég sé alveg muninn á því ári sem ég hef verið í burtu,“ segir Aron. Leikur Íslands og Svartfjallalands á morgun hefst klukkan 17 og er í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikur Wales og Íslands er svo á þriðjudagskvöld klukkan 19:45, einnig í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Sjá meira