Tekjurnar umfram væntingar og gætu nálgast efri mörkin í afkomuspá Alvotech
Stjórnendur Alvotech sjá ekki ástæðu til að uppfæra afkomuáætlun sína fyrir þetta ár en eftir niðurstöðu þriðja fjórðungs, sem var nokkuð umfram væntingar greinenda, er útlit fyrir að tekjur félagsins verði í eftir mörkum þess sem áður hefur verið gefið út. Miklar sveiflur voru á hlutabréfaverði Alvotech í dag en félagið greindi meðal annars frá því að FDA hefði í reglubundinni úttekt fyrr í haust gert tvær athugasemdir við framleiðsluaðstöðuna í Reykjavík.
Tengdar fréttir
Kvartar til FDA og telur að Samsung eigi ekki að fá útskiptileika við Stelara
Alvotech hefur sent inn kvörtun til Matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna vegna hliðstæðu keppinautarins Samsung Bioepis við Stelara, eitt mesta selda lyf í heimi, sem íslenska líftæknilyfjafélagið telur að uppfylli ekki kröfur til að fá heimild fyrir útskiptileika. Samsung er eitt af fjórum fyrirtækjum sem hefur sett stefnuna á hliðstæðumarkað með Stelara í upphafi næsta árs en fái félagið ekki útskiptileika er sennilegt að það muni koma verulega niður á möguleikum þess að keppa um hlutdeild við sölu á lyfinu.
Erlendur sjóður fjárfesti í Alvotech fyrir meira en tvo milljarða
Hlutabréfasjóðir hjá Redwheel, alþjóðlegt sjóðastýringarfélag sem hefur nýverið byggt upp stöðu Heimum, fjárfestu á sambærilegum tíma fyrir jafnvirði meira en tvo milljarða króna í líftæknilyfjafélaginu Alvotech á íslenska markaðinum undir lok síðustu viku. Eftir skarpt verðfall á hlutabréfaverði félagsins hefur það rétt úr kútnum að undanförnu samtímis meðal annars fregnum um aukið innflæði erlendra sjóða í bréfin og góðum gangi í sölu á stærsta lyfi Alvotech í Bandaríkjunum.