Innlent

Sex­tán flug­ferðum af­lýst

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Fjöldi flugferða hefur verið aflýst á morgun.
Fjöldi flugferða hefur verið aflýst á morgun. vísir/vilhelm

Sextán flugferðum frá Keflavíkurflugvelli sem voru á áætlun í fyrramálið hefur nú verið aflýst sökum veðurs. Búið er að gefa út gula og appelsínugula veðurviðvörun fyrir stóran hluta landsins á morgun.

Þetta staðfestir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við Vísi. Inn á vef Isavia er hægt að nálgast upplýsingar um hvaða flugferðum hefur verið aflýst. Flestar flugferðirnar eru á vegum Play og Icelandair en jafnframt hefur einni flugferð SAS verið aflýst. Þá hefur um átján flugferðum verið frestað fram yfir hádegi.

Versta veðrið er talið ganga yfir frá 06:00 á morgun og fram yfir hádegi en Guðjón útilokar ekki að fleiri flugferðum verði aflýst og hvetur fólk til að fylgjast með vef Isavia.

„Það er slæm spá þarna fram að hádegi en já vetur er kominn, sýnist manni og það er bara þannig og þetta hefur svo sem gerst áður.“ 

Guðjón tekur fram að veðuraðgerðarstjórn hafi fundað um þrjú í dag.

„Veðurstofan fór yfir veðurspánna með fulltrúum okkar, fulltrúum flugfélaganna og flugþjónustufyrirtækjanna. Það var farið yfir veðurspánna og síðan veittu flugfélögin upplýsingar um hvað þau ætluðu að gera. Flugvellinum er auðvitað ekki lokað en hins vegar taka flugfélögin alltaf ákvarðanir um hvað þau gera á grundvelli þeirra upplýsinga sem liggja fyrir.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×