Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. nóvember 2024 14:03 Heitar umræður sköpuðust um einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu í Pallborðinu í gær. Vísir/Vilhelm Hart var tekist á í Pallborðinu í gær um einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu, sem Gunnar Smári Egilsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fulltrúar Sósíalistaflokksins og Vinstri grænna, sögðust harðlega á móti. „Ég kannast ekki við að við höfum einhvern tímann talað um einhverja einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu eða skólakerfinu,“ sagði Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, spurður um afstöðu Viðreisnar. „Við höfum hins vegar talað um það að það sé alveg sjálfsagt og eðlilegt að ríkið geti flýtt fyrir því að fólk fái þjónustu með því að gera samninga sem ríkið greiðir þá fyrir. Það er allt annað en einkavæðing.“ Sigmar Guðmundsson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir voru sammála um að rétt væri að gera samninga við einkaaðila til að auka þjónustu í heilbrigðiskerfinu.Vísir/Vilhelm Í Pallborðinu var meðal annars rætt um biðlista og erfitt aðgengi að heilbrigðisþjónustu og Sigmar sagði forgangsatriði að tryggja fólki þjónustu en það mætti meðal annars gera með samningum við félagasamtök eða lækna. „Það er ekki trúarbragðaatriði af okkar hálfu að það sé einkarekstur, það er ekki heldur trúarbragðaatriði af okkar hálfu að það sé ríkisrekstur. Það er hins vegar trúarbragðaatriði af okkar hálfu að fólk fái þjónustu.“ Ótækt að ríkið sé að standa straum af arðgreiðslum einkaaðila Rósa sagði að í svörum Sigmars og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpnarráðherra, kristallaðist nálægð flokkanna við hvorn annan þegar kæmi að einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. „Sigmar talar um það að hið opinbera þurfi að halda áfram að gera samninga við einkaaðila til þess að vinna á biðlistum. Gott og vel, það hefur verið gert núna og eins og ég sagði áðan, við höfum haft miklar áhyggjur af því hversu keyrt hefur verið áfram af stað með samninga við einkaaðila inni í heilbriðiskerfinu,“ sagði Rósa. Orðaskiptin hefjast á 47. mínútu: „Ríkið á ekki bara að borga fyrir samninga við einkaaðila heldur líka sjá á eftir arðgreiðslum út úr heilbrigðiskerfinu til einkaaðila, sem eru að sinna einhverjum aðgerðum og snúast um okkar heilbrigði. Ég skil ekki alveg þennan málflutning en það er gott að hafa þetta á hreinu.“ Rósa sagði ekki hægt að leggja að jöfnu sjálfseignastofnanir á borð við SÁÁ og einkaaðila sem greiddu sér út arð „á kostnað heilbrigðisþjónustu fyrir okkur öll“. Vinstri græn vildu heldur styrkja opinbera heilbrigðiskerfið í þágu allra, óháð stétt, stöðu og fjárhag. Grafið undan heilbrigðiskerfinu Menn voru ekki sammála um hvort blandað kerfi hefði gefist vel á hinum Norðurlöndunum. Gunnar Smári sagði að markvisst hefði verið grafið undan heilbrigðiskerfinu hérlendis, með þeim afleiðingum að biðlistar hefðu myndast. „Og þá mæta hægri flokkarnir og segja; „Heyrðu, við erum með lausnina. Viljiði ekki bara fá einkaavæðingu? Þessi er til í að skipta um mjaðmir...“ Ég er með svona ríkismjöðm, frá sjúkrahúsinu á Akranesi. Fín mjöðm. Ríkið hefur margsinnis sannað að það getur skipt um mjaðmir í fólki. Af hverju má það ekki bara halda því áfram?“ Gunnar Smári sagði fólk fyrst og fremst vilja búa að öruggu heilbrigðiskerfi. Að kerfið hefði verið holað að innan til að greiða fyrir einkaaðilum og arðgreiðslum þeirra væri óheillaþróun. Þá var hann ekki sammála Sigmari um að hið svokallaða blandaða kerfi hefði gefist vel í Svíþjóð. Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Gunnar Smári Egilsson sögðust alfarið á móti einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu.Vísir/Vilhelm „Það eru mörg dæmi um að þetta hafi haft mjög slæmar afleiðingar og enn verri í skólakerfinu, þar sem skólakerfið í Svíþjóð er komið í stórkostlegan vanda útaf svona einkavæðingu og hugmyndum um að senda bara ávísun heim til foreldra til þess að kaupa menntun. Þetta er ein helsta ástæðan fyrir sundrung í sænsku samfélagi. Því þarna verður bil á milli stétta, því þeir sem standa veikara fyrir fá laka menntun og eiga minni aðkomu inn í samfélagið en þeir sem standa betur og eiga efnaða foreldra, eru kannski með menntunarbakgrunn, þeir eiga auðveldari leið inn í samfélagið.“ Sakaði vinstri flokkana um „gamaldags hugsunarhátt“ Gunnar Smári sagði þetta stórhættulega leið og að menn þyrftu að standa vörð um kerfin. Hann og Sigmar tókust á um það hvort verið væri að tala niður starfsmenn í heilbrigðiskerfinu. Spurð að því hvort að það mætti ekki gera bæði; hleypa einkaaðilum að borðinu en setja þak á arðgreiðslur játtu bæði Sigmar og Áslaug Arna því. „Það hefur verið gert og hérna kristallast bara munurinn kannski á hægri og vinstri að einhverju leyti; sumir telja að það sé best að taka sem mesta skatta af fólki og útdeila þeim fjármunum... að ríkið reki allt. Við mælum hér gegn einkarekstri í skólakerfinu og einkarekstri í heilbrigðiskerfinu, á meðan við teljum að með því séum við að halda aftur af frumkvæði fólks, hvort sem það er í menntakerfinu, heilbrigðiskerfinu, nýsköpun eða öðru,“ sagði Áslaug Arna undir frammíköllum Gunnars Smára og Sigmars. Gunnar Smári og Rósa Björk sökuðu Sigmar um útúrsnúning þegar hann sakaði þau um „gamaldags hugsun“ en Áslaug Arna sagði menn sammála um markmiðin á meðan þá greindi á um aðferðir. „Útgangspunkturinn er auðvitað að við viljum öll tryggja heilbrigðisþjónustu fyrir alla, óháð efnahag, en okkur greinir á um hverjir geta rekið þá þjónustu.“ Pallborðið Alþingiskosningar 2024 Heilbrigðismál Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
„Ég kannast ekki við að við höfum einhvern tímann talað um einhverja einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu eða skólakerfinu,“ sagði Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, spurður um afstöðu Viðreisnar. „Við höfum hins vegar talað um það að það sé alveg sjálfsagt og eðlilegt að ríkið geti flýtt fyrir því að fólk fái þjónustu með því að gera samninga sem ríkið greiðir þá fyrir. Það er allt annað en einkavæðing.“ Sigmar Guðmundsson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir voru sammála um að rétt væri að gera samninga við einkaaðila til að auka þjónustu í heilbrigðiskerfinu.Vísir/Vilhelm Í Pallborðinu var meðal annars rætt um biðlista og erfitt aðgengi að heilbrigðisþjónustu og Sigmar sagði forgangsatriði að tryggja fólki þjónustu en það mætti meðal annars gera með samningum við félagasamtök eða lækna. „Það er ekki trúarbragðaatriði af okkar hálfu að það sé einkarekstur, það er ekki heldur trúarbragðaatriði af okkar hálfu að það sé ríkisrekstur. Það er hins vegar trúarbragðaatriði af okkar hálfu að fólk fái þjónustu.“ Ótækt að ríkið sé að standa straum af arðgreiðslum einkaaðila Rósa sagði að í svörum Sigmars og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpnarráðherra, kristallaðist nálægð flokkanna við hvorn annan þegar kæmi að einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. „Sigmar talar um það að hið opinbera þurfi að halda áfram að gera samninga við einkaaðila til þess að vinna á biðlistum. Gott og vel, það hefur verið gert núna og eins og ég sagði áðan, við höfum haft miklar áhyggjur af því hversu keyrt hefur verið áfram af stað með samninga við einkaaðila inni í heilbriðiskerfinu,“ sagði Rósa. Orðaskiptin hefjast á 47. mínútu: „Ríkið á ekki bara að borga fyrir samninga við einkaaðila heldur líka sjá á eftir arðgreiðslum út úr heilbrigðiskerfinu til einkaaðila, sem eru að sinna einhverjum aðgerðum og snúast um okkar heilbrigði. Ég skil ekki alveg þennan málflutning en það er gott að hafa þetta á hreinu.“ Rósa sagði ekki hægt að leggja að jöfnu sjálfseignastofnanir á borð við SÁÁ og einkaaðila sem greiddu sér út arð „á kostnað heilbrigðisþjónustu fyrir okkur öll“. Vinstri græn vildu heldur styrkja opinbera heilbrigðiskerfið í þágu allra, óháð stétt, stöðu og fjárhag. Grafið undan heilbrigðiskerfinu Menn voru ekki sammála um hvort blandað kerfi hefði gefist vel á hinum Norðurlöndunum. Gunnar Smári sagði að markvisst hefði verið grafið undan heilbrigðiskerfinu hérlendis, með þeim afleiðingum að biðlistar hefðu myndast. „Og þá mæta hægri flokkarnir og segja; „Heyrðu, við erum með lausnina. Viljiði ekki bara fá einkaavæðingu? Þessi er til í að skipta um mjaðmir...“ Ég er með svona ríkismjöðm, frá sjúkrahúsinu á Akranesi. Fín mjöðm. Ríkið hefur margsinnis sannað að það getur skipt um mjaðmir í fólki. Af hverju má það ekki bara halda því áfram?“ Gunnar Smári sagði fólk fyrst og fremst vilja búa að öruggu heilbrigðiskerfi. Að kerfið hefði verið holað að innan til að greiða fyrir einkaaðilum og arðgreiðslum þeirra væri óheillaþróun. Þá var hann ekki sammála Sigmari um að hið svokallaða blandaða kerfi hefði gefist vel í Svíþjóð. Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Gunnar Smári Egilsson sögðust alfarið á móti einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu.Vísir/Vilhelm „Það eru mörg dæmi um að þetta hafi haft mjög slæmar afleiðingar og enn verri í skólakerfinu, þar sem skólakerfið í Svíþjóð er komið í stórkostlegan vanda útaf svona einkavæðingu og hugmyndum um að senda bara ávísun heim til foreldra til þess að kaupa menntun. Þetta er ein helsta ástæðan fyrir sundrung í sænsku samfélagi. Því þarna verður bil á milli stétta, því þeir sem standa veikara fyrir fá laka menntun og eiga minni aðkomu inn í samfélagið en þeir sem standa betur og eiga efnaða foreldra, eru kannski með menntunarbakgrunn, þeir eiga auðveldari leið inn í samfélagið.“ Sakaði vinstri flokkana um „gamaldags hugsunarhátt“ Gunnar Smári sagði þetta stórhættulega leið og að menn þyrftu að standa vörð um kerfin. Hann og Sigmar tókust á um það hvort verið væri að tala niður starfsmenn í heilbrigðiskerfinu. Spurð að því hvort að það mætti ekki gera bæði; hleypa einkaaðilum að borðinu en setja þak á arðgreiðslur játtu bæði Sigmar og Áslaug Arna því. „Það hefur verið gert og hérna kristallast bara munurinn kannski á hægri og vinstri að einhverju leyti; sumir telja að það sé best að taka sem mesta skatta af fólki og útdeila þeim fjármunum... að ríkið reki allt. Við mælum hér gegn einkarekstri í skólakerfinu og einkarekstri í heilbrigðiskerfinu, á meðan við teljum að með því séum við að halda aftur af frumkvæði fólks, hvort sem það er í menntakerfinu, heilbrigðiskerfinu, nýsköpun eða öðru,“ sagði Áslaug Arna undir frammíköllum Gunnars Smára og Sigmars. Gunnar Smári og Rósa Björk sökuðu Sigmar um útúrsnúning þegar hann sakaði þau um „gamaldags hugsun“ en Áslaug Arna sagði menn sammála um markmiðin á meðan þá greindi á um aðferðir. „Útgangspunkturinn er auðvitað að við viljum öll tryggja heilbrigðisþjónustu fyrir alla, óháð efnahag, en okkur greinir á um hverjir geta rekið þá þjónustu.“
Pallborðið Alþingiskosningar 2024 Heilbrigðismál Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?