Lækkunin, ef af verður, hlýtur að verða sérstakt gleðiefni í höfuðstöðvum þeirra þriggja flokka sem farið hafa með stjórn landsins undanfarin sjö ár og eru ýmist við það að þurrkast út af þingi eða, líkt og í tilfelli Sjálfstæðisflokksins, í sögulegri lægð í könnunum.
Ráðgjafinn minnir í þessu samhengi á að lækkun vaxta um eitt prósent skilar heimili með 40 milljóna króna óverðtryggt húsnæðislán um 33 þúsund krónum á mánuði í vasann, sem er ígildi 57 þúsund króna launahækkunar.
Fróðlegt verður að sjá hvort slík búbót muni hafa jákvæð áhrif á fylgi ríkisstjórnarflokkanna þriggja og þá helst fylgi Sjálfstæðisflokks, sem hefur lengst af haldið utan um fjármál ríkisins síðustu misseri.
Lækkunin, ef af verður, hlýtur að verða sérstakt gleðiefni í höfuðstöðvum þeirra þriggja flokka sem farið hafa með stjórn landsins undanfarin sjö ár.
Ekki skal skorið úr um það hér hvort slælegt fylgi flokksins í könnunum skýrist einmitt af þessum þunga róðri í heimilisbókhaldinu hjá kjósendum hans eða áralöngum málamiðlunum við Vinstri græn – nema hvort tveggja sé.
Skattahækkun í skóinn
Ein af þeim sem hefur rekið hornin í efnahagsstjórn undanfarinna ára er formaður Samfylkingarinnar sem hefur undanfarna mánuði farið með himinskautum í könnunum og boðað „Plan“ til að leiða okkur út úr efnahagslegum ógöngum.
Hún vill útrýma opinberum hallarekstri sem er göfugt markmið í sjálfu sér. Öllum stjórnmálamönnum ætti að vera fyrst og fremst umhugað um hvernig farið er með þá miklu fjármuni úr vösum vinnandi fólks sem hið opinbera hefur yfir að ráða.
Vonbrigði voru hins vegar að sjá að Kristrún fetar í fótspor flokksfélaga sinna í Reykjavíkurborg hvað varðar virðingu fyrir framlagi skattborgaranna. Hún skautar framhjá öllum hugmyndum um hvernig megi koma í veg fyrir sóun hjá hinu opinbera í planinu metnaðarfulla. Líkt og hvergi sé hægt að hagræða í rekstri sem fer bráðum að nálgast hátt í tvö þúsund milljarða.
Ráðgjafinn á bágt með að sjá hvernig þessi boðaða skattlagning á fyrirtæki, fjármagn og laun eru til þess fallin að auka hagvöxt, nema síður sé.
Kristrún segir vandann fyrst og fremst þann að ríkið afli ekki nægilegra tekna og vill gefa í hvað það varðar. Enginn skortur er á hugmyndum um hvernig megi sækja frekari skatta til fólksins. Í því skyni hefur hún meðal annars lagt til almenn auðlindagjöld, hækkun fjármagnstekjuskatts, lokun hins svokallaða „ehf gats“ – allt saman samhliða auknum hagvexti.
Ráðgjafinn á bágt með að sjá hvernig þessi boðaða skattlagning á fyrirtæki, fjármagn og laun eru til þess fallin að auka hagvöxt, nema síður sé. Ekki hefur heldur farið mikið fyrir fólki í opinberri umræðu sem óskar sér sérstaklega skattahækkunar í skóinn í aðdraganda jóla.
En ef fram fer sem horfir, vakna landsmenn sennilega við þann vonda draum í sjálfum jólamánuðinum að ábati vaxtalækkana Seðlabankans – sem hefði átt að vera upphafið af áframhaldandi vaxtalækkunarferli – verður étinn upp af útblásnum kosningaloforðum og skattahækkunum Kristrúnar.
Ráðgjafinn er vikulegur pistill þar sem innanbúðarmaður tekur púlsinn á stöðunni innan stjórnmála og atvinnulífs.